Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 66
66 – Sjómannablaðið Víkingur höfn, 3. september, sigldu þaðan einnig skútan Coralía og gufuskipið Blithsome sem var af stáli gert. Þessi tvö skip ætl- uðu að fylgjast að til heimahafnar í Fær- eyjum. Skipin voru 100 mílur undan Hvarfi þegar Blithsome fékk á sig gríðar- legt brot. Braut það allt og bramlaði þannig að sjór gekk lítt hindraður niður í skipið. Ljóst var að skipinu yrði ekki bjargað og að það færi beint á botninn innan tíðar. Í þessum ægilega veðurham tókst áhöfnum skipanna að koma taug á milli þeirra. Sextán manna áhöfn Blithsome var dregin yfir í Coralíu og stóð þessi björgunaraðgerð yfir í fjórar klukku- stundir. Ekki mátti tæpara standa því Blithsome sökk innan klukkustundar frá því seinasti maðurinn var dreginn á milli skipanna. Coralía komst heilu og höldnu til Færeyja enda skipið annálað fyrir sjó- hæfni. Skipshafnir þessara tveggja skipa upp- lýstu landa sína um að Coronet hefði far- ið frá Færeyingahöfn sama dag og þeir. Þar sem Coronet birtist ekki næstu dag var því slegið föstu að hún hefði farist með manni og mús. Seinna kom í ljós að Coronet var skammt frá þessum tveimur skipum þegar hún fékk á sig fyrra brotið sem breytti henni úr skipi í flak. Hvað varð um Coronet? Tryggingarfélag skipsins greiddi það upp svo og það sem nýtilegt var af aflanum. Einstaklingur í Kanada keypti skipið af tryggingarfélaginu og tók einhver ár í að gera það upp. Að viðgerð lokinni fékk skipið nafnið „Hazel Pearl“ og fór til veiða við Labrador. Árið 1946 var skipið á leið í vélaskipti til St. John og í miklu ísreki. Leki kom að skipinu sem ekkert var við ráðið. Sökk skipið þarna í íshroðanum og hefur ekki sést á yfirborði sjávar síðan. Mann- björg varð. Greinin er endursögn upp úr bókinni „Livsbardagi á Kappanum“ eftir Pál Kunoy, Færeyjum sem forlagið Vallalíð gaf út árið 2006. Hér er Jónas Haraldsson, þá sjómaður, seinna lögmaður, staddur í Færeyingahöfn sumarið 1960. Látum myndina fljóta hér með þó eigi ekki nema að takmörkuðu leyti við efni greinarinnar. Myndin er þó tekin í Færeyingahöfn, sem er á vesturströnd Grænlands, þaðan sem Coronet lagði upp í hina erfiðu heimsiglingu haustið 1935. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum Óli, þetta er mamma þín. Hún spyr hvað við ætlum að gera í kvöld!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.