Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 66
66 – Sjómannablaðið Víkingur
höfn, 3. september, sigldu þaðan einnig
skútan Coralía og gufuskipið Blithsome
sem var af stáli gert. Þessi tvö skip ætl-
uðu að fylgjast að til heimahafnar í Fær-
eyjum. Skipin voru 100 mílur undan
Hvarfi þegar Blithsome fékk á sig gríðar-
legt brot. Braut það allt og bramlaði
þannig að sjór gekk lítt hindraður niður
í skipið. Ljóst var að skipinu yrði ekki
bjargað og að það færi beint á botninn
innan tíðar.
Í þessum ægilega veðurham tókst
áhöfnum skipanna að koma taug á milli
þeirra. Sextán manna áhöfn Blithsome
var dregin yfir í Coralíu og stóð þessi
björgunaraðgerð yfir í fjórar klukku-
stundir. Ekki mátti tæpara standa því
Blithsome sökk innan klukkustundar frá
því seinasti maðurinn var dreginn á milli
skipanna. Coralía komst heilu og höldnu
til Færeyja enda skipið annálað fyrir sjó-
hæfni.
Skipshafnir þessara tveggja skipa upp-
lýstu landa sína um að Coronet hefði far-
ið frá Færeyingahöfn sama dag og þeir.
Þar sem Coronet birtist ekki næstu dag
var því slegið föstu að hún hefði farist
með manni og mús. Seinna kom í ljós að
Coronet var skammt frá þessum tveimur
skipum þegar hún fékk á sig fyrra brotið
sem breytti henni úr skipi í flak.
Hvað varð um Coronet?
Tryggingarfélag skipsins greiddi það upp
svo og það sem nýtilegt var af aflanum.
Einstaklingur í Kanada keypti skipið af
tryggingarfélaginu og tók einhver ár í að
gera það upp. Að viðgerð lokinni fékk
skipið nafnið „Hazel Pearl“ og fór til
veiða við Labrador.
Árið 1946 var skipið á leið í vélaskipti
til St. John og í miklu ísreki. Leki kom
að skipinu sem ekkert var við ráðið.
Sökk skipið þarna í íshroðanum og hefur
ekki sést á yfirborði sjávar síðan. Mann-
björg varð.
Greinin er endursögn upp úr bókinni
„Livsbardagi á Kappanum“ eftir Pál Kunoy,
Færeyjum sem forlagið Vallalíð gaf út árið 2006.
Hér er Jónas Haraldsson, þá sjómaður, seinna lögmaður, staddur í Færeyingahöfn sumarið 1960. Látum
myndina fljóta hér með þó eigi ekki nema að takmörkuðu leyti við efni greinarinnar. Myndin er þó tekin í
Færeyingahöfn, sem er á vesturströnd Grænlands, þaðan sem Coronet lagði upp í hina erfiðu heimsiglingu
haustið 1935.
00000
www.veidikortid.is
Gleðilegt
veiðisumar!
Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum
Óli, þetta er mamma þín. Hún spyr hvað við ætlum að gera í
kvöld!