Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41
verjar keypt stóran hlut starfseminnar þar og þá mun væntan-
lega COSCO nota höfnina.
Breytingin samfara stækkun skipa er að sama höfn hefur
svipað gámamagn á mánuði, en á mikið færri dögum og þarf
fleiri hafnarkrana fyrir sama verkefni sem leiðir til aukins
kostnaðar, auk óþæginda við meira magn á sama fleti á sama
tíma og þess á milli mun færri verkefni.
Hafnarkranar þurfa að vera hærri og ná lengra út, sem þýðir
að þeir geta aðeins verið þar sem bryggjukantur og bakland
hafa verið sérstaklega styrkt fyrir þennan mikla þunga og að
dýpi í höfninni leyfi djúpristu skips. Það eru bara fyrstu hafnir,
við komu til heimsálfu og síðustu hafnir fyrir langsiglinguna,
sem fá skip með fulla ristu sem getur verið allt að 16.5 metrar.
En hafnir sem eru landfræðilega um það bil þar sem snúið er
við fá skip með kannski 13 metra ristu eða minni, en þurfa að
hafa sömu krana getu.
Útgerðirnar stækka skipin til að hagræða, sem á að bæta
samkeppnisstöðu, sem kemur fyrir lítið ef allir gera það sama.
Hins vegar er kostnaðarhækkun hafna og farmstöðva
óbættur.
New York – Bayonne - Charleston
South Carolina
Þegar Regina Maersk var ný var lögð á það nokkur áhersla að
hún kæmi við í sem flestum höfnum, rétt til að sýna mætti
gripinn. Þetta varð þó snúið viðureignar þegar kom að New
York New Jersey höfnum, en þar var of grunnt fyrir skip af
þessari stærð. Regina ristir 14 metra og var reyndar of stór fyrir
Panamaskurðinn.
Þegar skip stækkuðu umfram Panamax, þá gátu þau stærri
siglt yfir Kyrrahafið og losað á vesturströnd Bandaríkjanna.
Vegna framfara í járnbrautarflutningum var hægt að flytja gáma
allt að 53´ langa í tveim hæðum á lágbyggðum járnbrautarvögn-
um til austurstrandar og tók skemmri tíma en skipin að sigla
frá Asíu um Súesskurð til austurstrandarinnar. Panamax skip
komu til austurstrandarinnar um Panamaskurð, en með stækk-
andi skipum á öðrum leiðum urðu þessar siglingar óhagkvæm-
ari. Kostur við flutning með járnbraut er hraði, en meiri kostn-
aður er ókostur.
Samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í Panama 22. október
2006 að byggja nýjan og mun víðari og lengri skipastiga og
dýpka leiðina fyrir skip allt að 13.000 TEU. Því ákváðu hafnir á
austurströndinni að þær þyrftu að geta tekið á móti þessum
stóru skipum. Til þess þurfti oftast dýpkun og í New York
þurfti að hækka Bayonnebrúna milli New Jersey og Staten Is-
land um 19,5 metra í 65,5 metra yfir
sjávarmáli. Hækkuninn kostaði með öllu
1,3 milljarð dollara. Þá kostaði dýpkunin
2.1 milljarð. Samtals 3,4 miljarða.
Á árinu 2016 fóru 6,4 milljónir TEU
um hafnirnar í New York. Miðað við það
var fjárfesting per TEU $ 534. Ef maður
segir að dreifing kostnaðar að inniföld-
um vöxtum og viðhaldi leiði til þess að
þurfi einn tíunda fjárfestingar á ári, gerir
þetta $53 á hverja TEU inn í framtíðina.
Stærri kranar og styrking hafnakanta
kostar sitt sem ekki er innifalið hér.
Til að búa í haginn fyrir stærri skip í
Charleston í Suður Karólínu í Bandaríkj-
unum á að fjárfesta 2,2 milljarða á næstu árum til að taka á
móti stóru skipunum. Það innifelur fyrsta hluta nýrrar Leather-
man gámahafnar, alls 1,35 milljarðar, að auki 300 milljónir
dollara í dýpkun og 600 milljónir í veg og járnbrautatengingar.
Á árinu 2016 fóru 2 milljónir6 TEU um Charleston. Er því
fjárfest fyrir $ 1.100 fyrir hverja TEU, sem þýðir amk $ 110 í
árlegan kostnað fyrir hverja TEU. Má gera ráð fyrir að sú upp-
hæð sé ekki fjarri heildarkostnaði á hvern gám í New York að
inniföldum krönum og styrkingu hafnarbakka þar.
Réttlæting fyrir fjárfestingum er tvenns konar, annars vegar
að höfnin þurfi að geta staðist samkeppni við aðrar hafnir í ná-
grenninu, og hins vegar að gera þurfi ráð fyrir vexti í gáma-
magni.
DP World Santos, 1.2 million TEU.höfn
Reiknað dæmi fyrir 1,2 miljón TEU gámaafgreiðslu
(terminal)
Dreift yfir árið og tekið tillit til 1.75 TEU factor þýða 1,2
milljón TEU á ári 13.200 hreyfingar á viku. Með 8 komum
8.000 TEU eða minni skipa á viku og í allt 6 krönum sem hafa
30 hreyfingar hver á klst, tekur 12 tíma að afgreiða hver skip
með að nota að jafnaði 4,5 krana og samtals er nýting 100
tíma á viku, 60% nýting.
Ef sama magn kæmi með 2 skipum á viku væru 6.600
hreyfingar á skip og tæki 37 tíma að snúa hverju skipi við. Þá
væri væntanlega gerð krafa um að hægt væri að nota 7-8
krana á skip og 2 til viðbótar til að klára skip ef annað skip er
komið. Þetta þýddi að það þarf 67% meiri búnað og mannskap
meðan unnið er, en nýting á tækum og mannskap er fallinn
niður í um 35%.
Aukabúnaðurinn mundi kosta um $ 80 milljónir sem þýðir
væntanlega um $ 8 á TEU og ef maður gefur sér að vinnuafl
kosti 2 sinnum meira en tæki væri auka kostnaður $ 25 á
TEU sem getur verið 15-25% af tekjum án aukinna tekna.
Vegna þess að nú eru að mestu aðeins 3 samsiglingasam-
bönd, er samningsstaða þeirra betri og fara væntanlega fram á
lækkun á gjöldum hafnarinnar bara fyrir að koma.
Bayonne brúin með nýja brúardekkinu og 19.5 m lægri gamla dekkinu, sem var
svo fjarlægt.
6 www.scpa.com SC Ports Authorities Announces Record Container Volume in 2016,
„01/9/2017“ síðan lesin 121117.