Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 55
Sjómannablaðið Víkingur – 55 Hamish sýndi okkur skólann og kynnti starfsemina en skömmu síðar var haldið áleiðis til Þórshafnar í Færeyj- um. Áður en lagt var af stað, höfðum við samband við Veðurstofu Íslands sem spáði norðlægum stinningskalda en þokkalegu sjóveðri á leiðinni. Við lent- um hins vegar í norðan brælu eftir að komið var fram hjá Peterhead og lang- leiðina til Þórshafnar. Báturinn hélt skriðinn og fór vel í sjó þrátt fyrir mót- lægan vind og töluverða hliðarskellu og mikinn velting alla leið. Þessi hvíta- sunnuhelgi var að minnsta kosti Þjóð- verjanum eftirminnileg sem var orðinn heldur þreyttur og við reyndar allir eftir 33 tíma svefnlausa ferð. Við gistum eina nótt í Þórshöfn í góðu yfirlæti hjá Færeyska björgunar- bátafélaginu og fóru þeir meðal annars með okkur í Kirkjubæ, helsta sögustað eyjanna og víðar. Þjóðverjar sýna virðingu Hinn 21. maí var loks haldið til Reykja- víkur og á leiðinni fengum við ágætis leiði og brælan á bak og burt. Sjóbjörg- unarsveitin í Grindavík kom á móti okk- ur austur af Grindavík á björgunarbátn- um Oddi V. Gíslasyni og fylgdi okkur til Reykjavíkur, það sama gerði björgunar- sveitin í Sandgerði á björgunarbátnum Hannesi Þ. Hafstein. Bátarnir voru til sýnis í Reykjavík í nokkra daga en 29. maí var haldið af stað til Ísafjarðar en ákveðið hafði verið að báturinn kæmi til heimahafnar á sjó- mannadaginn sem var þetta árið 1. júní. Þar var bátnum gefið nafnið Gunnar Friðriksson við hátíðlega athöfn af fyrr- verandi forseta félagsins Gunnari Frið- rikssyni og dótturbátnum nafnið Stefán Eggertsson. Þessi ágæti bátur sem þjónað hafði Þjóðverjum vel við oft erfiðar og krefjandi aðstæður staldraði ekki lengi við á Ísafirði. Hann var seldur fljótlega til einkaaðila og loks seldur úr landi árið 2002 til Noregs. Báturinn endaði þar í hálfgerðri niðurníðslu í Fredrikstad, lá um nokkurt skeið á ánni Glommu man ég eftir og var sorglegt að sjá slíkt glæsi- fley grotna niður. Í fyrra keyptu Þjóð- verjarnir bátinn til baka og hafa verið að gera hann upp í fyrra horf. Hann var fluttur með skipi til Bremerhaven og honum siglt til Norderney, gömlu heimahafnarinnar þar sem hann verður hluti af björgunarsafni. Þjóðverjar sýna gömlum björgunar- bátum tilhlýðilega virðingu og reyndar gömlum skipum yfirleitt og má þar nefna að í höfninni í Hamborg liggja tvö merkileg skip frá mismunandi tíma til sýnis almenningi og lífga heilmikið uppá gömlu höfnina þar. Þetta eru Rickmer Rickmers – þriggja mastra barkskip byggt úr stáli og sjósett 1896 í Bremer- haven og MS Cap San Diego sjósett í Hamborg 1962. Því skipi er haldið í sigl- ingahæfu ástandi. Bæði skipin sigldu víða um heimsins höf sem flutningaskip en eru söfn í dag heimsótt af fjölda ferðamanna og heimamanna sem leggja leið sína niður á höfn. Fyrsta helgin í maí ár hvert er svo- -kölluð hafnarhátíð Hamborgar (Ham- burg Port Anniversary) þar sem fjöldi skipa siglir um ána Elbu og inní höfnina og þá hefur Cap San Diego verið siglt á Elbu af m.a. fyrrverandi skipsmönnum. Hafnarhátíðinni var aflýst þetta árið eins og fleiri hátíðum. Bátarnir fyrir framan höfuðstöðvar SVFÍ í Reykjavík, nýlega heimkomnir í maí 1997. Otto Schulke class Fjórir björgunarbátar voru rað- smíðaðir, auk Schülke voru það G. Kuchenbecker (seinna skírð- ur Sigurvin eftir að til Íslands kom 1997), Hans Luken og H.J. Kratschke allir skírðir eftir sjó- mönnum og björgunarmönnum DGzRS sem fórust við björgunar- aðgerðir. Núverandi staðsetning: Hans Luken, hluti af Þýska sjó- minjasafninu í Bremerhaven. G .Kuchenbecker (ex Sigurvin), stað- settur og enn í notkun á eyjunni Büsum í Norðursjó og í einkaeigu. H.J. Kratschke, á safni DGzRS í miðborg Bremen DGzRS Var stofnað 1865 í Kiel í Þýska- landi sem björgunarfélag og það sem kallað er NGO (non-govern- mental) án nokkurs framlags frá ríkinu en fjárhagslega háð frjáls- um fjárframlögum. Innan DGzRS eru 55 björgunarbátastöðvar við Norðursjó og í Eystrasalti og eru björgunarbátarnir frá 8,9m að 46m að lengd. Í höfuðstöðvum félagsins í Brem- en er björgunarstöð – RCC (rescue co-ordination centre). Nöfn björgunarskipanna eru valin af þeim sem gefa ákveðna upp- hæð til smíði skipsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.