Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 55
Sjómannablaðið Víkingur – 55
Hamish sýndi okkur skólann og
kynnti starfsemina en skömmu síðar
var haldið áleiðis til Þórshafnar í Færeyj-
um. Áður en lagt var af stað, höfðum við
samband við Veðurstofu Íslands sem
spáði norðlægum stinningskalda en
þokkalegu sjóveðri á leiðinni. Við lent-
um hins vegar í norðan brælu eftir að
komið var fram hjá Peterhead og lang-
leiðina til Þórshafnar. Báturinn hélt
skriðinn og fór vel í sjó þrátt fyrir mót-
lægan vind og töluverða hliðarskellu og
mikinn velting alla leið. Þessi hvíta-
sunnuhelgi var að minnsta kosti Þjóð-
verjanum eftirminnileg sem var orðinn
heldur þreyttur og við reyndar allir eftir
33 tíma svefnlausa ferð.
Við gistum eina nótt í Þórshöfn í
góðu yfirlæti hjá Færeyska björgunar-
bátafélaginu og fóru þeir meðal annars
með okkur í Kirkjubæ, helsta sögustað
eyjanna og víðar.
Þjóðverjar sýna virðingu
Hinn 21. maí var loks haldið til Reykja-
víkur og á leiðinni fengum við ágætis
leiði og brælan á bak og burt. Sjóbjörg-
unarsveitin í Grindavík kom á móti okk-
ur austur af Grindavík á björgunarbátn-
um Oddi V. Gíslasyni og fylgdi okkur til
Reykjavíkur, það sama gerði björgunar-
sveitin í Sandgerði á björgunarbátnum
Hannesi Þ. Hafstein.
Bátarnir voru til sýnis í Reykjavík í
nokkra daga en 29. maí var haldið af
stað til Ísafjarðar en ákveðið hafði verið
að báturinn kæmi til heimahafnar á sjó-
mannadaginn sem var þetta árið 1. júní.
Þar var bátnum gefið nafnið Gunnar
Friðriksson við hátíðlega athöfn af fyrr-
verandi forseta félagsins Gunnari Frið-
rikssyni og dótturbátnum nafnið Stefán
Eggertsson. Þessi ágæti bátur sem þjónað
hafði Þjóðverjum vel við oft erfiðar og
krefjandi aðstæður staldraði ekki lengi
við á Ísafirði. Hann var seldur fljótlega
til einkaaðila og loks seldur úr landi árið
2002 til Noregs. Báturinn endaði þar í
hálfgerðri niðurníðslu í Fredrikstad, lá
um nokkurt skeið á ánni Glommu man
ég eftir og var sorglegt að sjá slíkt glæsi-
fley grotna niður. Í fyrra keyptu Þjóð-
verjarnir bátinn til baka og hafa verið
að gera hann upp í fyrra horf. Hann var
fluttur með skipi til Bremerhaven og
honum siglt til Norderney, gömlu
heimahafnarinnar þar sem hann verður
hluti af björgunarsafni.
Þjóðverjar sýna gömlum björgunar-
bátum tilhlýðilega virðingu og reyndar
gömlum skipum yfirleitt og má þar nefna
að í höfninni í Hamborg liggja tvö
merkileg skip frá mismunandi tíma til
sýnis almenningi og lífga heilmikið uppá
gömlu höfnina þar. Þetta eru Rickmer
Rickmers – þriggja mastra barkskip
byggt úr stáli og sjósett 1896 í Bremer-
haven og MS Cap San Diego sjósett í
Hamborg 1962. Því skipi er haldið í sigl-
ingahæfu ástandi. Bæði skipin sigldu
víða um heimsins höf sem flutningaskip
en eru söfn í dag heimsótt af fjölda
ferðamanna og heimamanna sem leggja
leið sína niður á höfn.
Fyrsta helgin í maí ár hvert er svo-
-kölluð hafnarhátíð Hamborgar (Ham-
burg Port Anniversary) þar sem fjöldi
skipa siglir um ána Elbu og inní höfnina
og þá hefur Cap San Diego verið siglt á
Elbu af m.a. fyrrverandi skipsmönnum.
Hafnarhátíðinni var aflýst þetta árið eins
og fleiri hátíðum.
Bátarnir fyrir framan höfuðstöðvar SVFÍ í Reykjavík, nýlega heimkomnir í maí 1997.
Otto Schulke class
Fjórir björgunarbátar voru rað-
smíðaðir, auk Schülke voru það
G. Kuchenbecker (seinna skírð-
ur Sigurvin eftir að til Íslands
kom 1997), Hans Luken og H.J.
Kratschke allir skírðir eftir sjó-
mönnum og björgunarmönnum
DGzRS sem fórust við björgunar-
aðgerðir.
Núverandi staðsetning:
Hans Luken, hluti af Þýska sjó-
minjasafninu í Bremerhaven. G
.Kuchenbecker (ex Sigurvin), stað-
settur og enn í notkun á eyjunni
Büsum í Norðursjó og í einkaeigu.
H.J. Kratschke, á safni DGzRS í
miðborg Bremen
DGzRS
Var stofnað 1865 í Kiel í Þýska-
landi sem björgunarfélag og það
sem kallað er NGO (non-govern-
mental) án nokkurs framlags frá
ríkinu en fjárhagslega háð frjáls-
um fjárframlögum. Innan DGzRS
eru 55 björgunarbátastöðvar við
Norðursjó og í Eystrasalti og eru
björgunarbátarnir frá 8,9m að
46m að lengd.
Í höfuðstöðvum félagsins í Brem-
en er björgunarstöð – RCC (rescue
co-ordination centre).
Nöfn björgunarskipanna eru valin
af þeim sem gefa ákveðna upp-
hæð til smíði skipsins.