Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 68
68 – Sjómannablaðið Víkingur Eftirminnileg atvik, eitt eða fleiri? Við félagarnir á Þorranum vorum að klára að dæla síld um miðja nótt í Mjóa- firði og vorum að við töldum einir á sjó. Rennir þá ekki árabátur upp að hlið okkar. Undir árum sat gamall maður og kona – sennilega á miðjum aldri eða í okkar augum kelling – sem sá um að skipstýra fleyinu. Þarna var komin Anna á Hesteyri ásamt vinnumanni til að gá hvurt við ættum ekki einhverja síld handa skepnunum. Jú, við áttum næga síld til að hálffylla skektuna. Síðan bauðst Friðrik Stefánsson skipstjóri til þess að slefa þeim eitthvað áleiðis í land því að þau voru komin ansi langt frá He- steyri, en nei Anna heitin hélt nú að karlinn gæti bara róið þetta og það varð úr. Hver er mesta breyting siglingatækja sem þú hefur upplifað? GPS staðsetningarbúnaðurinn verður að teljast ein af betri breytingum ásamt þróuninni á siglingaforritum Hvernig finnst þér um kvótakerfið og hvernig það hefur virkað? Ég held að kvótakerfið hafi klárlega verið nauðsynlegt en hvort það var nægi- lega vel útfært í byrjun skal ósagt látið. Það er vissulega dapurleg að sjá hvernig mörg bæjarfélög hafa farið eftir að kvót- inn hefur verið seldur á brott, en út frá fiskverndarsjónarmiði eða sjálfbærnis- sjónarmiði hefur það virkað. Hvernig finnst þér fiskifræðin hafa staðið sig við að meta veiðiþol stofna? Ég er búinn að taka þátt í ansi mörg- um togararöllum á vegum Hafró og veit nokkuð hvernig þetta fer fer fram veiði- lega séð en fræðilega hliðin er mér ráð- gáta. Ég held þó að þeir eða öllu heldur þau hafi staðið sig ágætlega í að finna veiðiþol þó að skipstjórar víða um land geti haft allt aðra skoðun. Hvað áhrif telur þú að hlýnun jarðar muni hafa á fiskistofna við Ísland í fram- tíðinni? Ég sé ekki annað en að fiskgengd hafi hafi almennt þokast norður á bóginn í samræmi við hækkandi botnhita fyrir suðurströndinni. Þetta er því miður löngu hafið. Hefur þér tekist að vekja áhuga afkom- endanna (ef einhverjir eru) á sjó- mennsku? Nei, ég hef ekki reynt að gera sjó- menn úr mínum afkomendum. Mundir þú mæla með sjómennsku eða skipstjórn sem starfsvettvang við ungt fólk í dag? Því ekki það, þetta er örugglega ekki verri vinna en mörg önnur fyrir utan sí- versnandi vetrarveður og hættur sem þeim fylgja. Og að lokum fyrir bókaorma, áttu þér uppáhaldsbók og hvaða bók ertu að lesa núna? Ég er enginn bókaormur, því miður. Hjálmar Sigurjónsson er kallinn í brúnni. Cuxhavengötu 1 · 220 Hafnarfirði Sími: 560 4300 saltkaup@saltkaup.is · www.saltkaup.is SALT Umbúðalausnir – Rekstrarvörur – Íbætiefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.