Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 71
„Já, mér er svo sem sama þótt þú fáir það. Annars er hægt að fá fullt af mönnum. En mér er sama þótt þú fáir það, segðu bara til.“ Og þetta samtal varð til þess að undirritaður missti af því gullna tækifæri að verða ferðamálafrömuður á franskri grund og réðist þess í stað sem hásetablók á troll hjá Bjarnhéðni Elíassyni. Eftir á að hyggja harma ég ekki þau skipti og leyfi mér að efast um að sumardvöl í París hefði jafnast á við þetta úthald. Þetta reyndist einstaklega gjöfult sumar til fiskifangs, jafnvel svo að stundum þótti hásetanum nóg um og þóttist þó vanur til sjós. Ævinlega var sótt austur að Ingólfshöfða en þetta sumar var óvenjulega mikil ýsugengd þar og sú ýsan af smærri sortinni en það þyk- ir mönnum alla jafna heldur hvimleið aðgerð. Venjulega tók túrinn þetta þrjá til fjóra sólarhringa, þá var búið að fylla skipið og var nánast viðburður ef menn fóru í koju meira en klukkutíma í senn í túrnum. Ekki yrði sagt í dag að þessi afli hafi verið heiðarlega fenginn en á þess- um árum þótti fiskirí innan landhelgi ekki bara sjálfsagður hlutur heldur var litið á þá sem ekki fóru inn fyrir línu sem einhverja furðufugla. Venjulega var það mikill afli á dekk- inu þegar hætt var við Höfðann að að- gerðin dugði mannskapnum vestur undir Alviðru. En þar með var ekki látið staðar numið, heldur var kastað þar, eina til tvær mílur frá landi og togað í tvo tíma. Og þar brást ekki að upp komu þetta eitt og hálft til tvö tonn af kola sem dugðu í aðgerð að Bjarnareyjarhorninu. Og þá var rétt tími til að skola út slorinu áður en farið var að landa. En það mátti Bjarnhéðinn eiga að ævinlega stóð hann jafnlengi og mannskapurinn og stundum lengur, þótt farin væru að síga á honum augn- lokin ekki síður en á öðrum um borð. Það getur nærri að menn hafi ein- hvern tíma verið orðnir nokkuð þrekaðir þegar löndun var lokið eftir svona törn, enda var það ein af uppáhaldssögum Bjarnhéðins að segja frá hásetablók einni sem með honum var sumarlangt og var svo aðframkominn eftir túrinn að hann varð að skríða yfir uppstillinguna á dekkinu eftir löndun. Þá sögu fékk undirritaður margoft að heyra með síbreytilegu orðalagi og ávallt því kjarn- yrtara sem árin liðu fleiri frá umgetnu sumri. Það gefur að skilja að ekki gafst mikill tími til lestrar eða annarra tómstunda- iðkana um borð þetta sumar, menn reyndu að hvílast þegar stund gafst til slíks. Enda var bókakosturinn um borð ekki mikill. Eina bókin sem ég fann var kennslubók í siglingafræði sem Bjarnhéðinn átti og var ég stöku sinnum að glugga í hana mér til fróðleiks og ánægju. Svo datt mér í hug að ef til vill væri kafteinninn farinn að ryðga í fræð- unum og þótti því upplagt að spyrja hann út úr ýmsum hlutum er viðkomu siglingafræðinni. Svo var það einhvern tíma í blíðuveðri í miðri aðgerð að ég kallaði af dekkinu upp í brú og bað kafteininn að útskýra fyrir mér muninn á segulskekkju og misvísun. Og það stóð ekki á svarinu. Hann stakk höfðinu út um gluggann og mælti stundarhátt: „Þú ert segulasni.“ Fyrir kom að trollið rifnaði og þá þurfti að bæta. Á þessum árum hafði ég ekki lært hina göfugu list netamennsk- unnar og var því látinn halda í meðan kunnáttumenn tóku sér netanálar í hönd og bættu það sem rifnað hafði. Yfirleitt voru notaðir krókar til að halda netinu en öllu þægilegra þótti að hafa mann til að halda í ef slíkur var tiltækur. Ein- hverju sinni var ég að halda í hjá Bjarn- héðni og þótti honum sem hásetinn hefði ekki hugann við það sem hann átti að gera og var það rétt, hásetinn var að fylgjast með fuglinum í kring- um bátinn. Og þá hraut út úr Bjarnhéðni: „Þú ert verri en nokkur krókur!“ Í síðasta túrnum þetta sum- ar gerðist nokkuð markvert. Við höfðum híft inn trollið við Ingólfshöfðann í síðasta sinn þetta sumar og nú voru menn svona að óska og vona með sjálfum sér að kallhelvítið léti það nú vera að fara að kasta í kolanum við Alviðruna, svona í síðasta túr og það með kjaft- fullan bát. En sjaldan bregður mær vana sínum og við Alviðruna var trollið látið laggóa í sjóinn, tæpar tvær mílur frá landi og segir það nokkuð um hversu löglegt þetta fiskirí var. Að þessu sinni lét kap- teinninn sér ekki heldur duga að taka eitt tog við Alviðruna heldur lét okkur dengja trollinu aftur útbyrðis þegar í ljós kom að rúmlega tvö tonn af lemmasólkola voru í því fyrra. Vakti þetta athæfi hans lítinn fögnuð skips- hafnarinnar sem búin var að fá nóg af kolaaðgerð þetta sumarið. Nú er frá því að segja að jafnskipu- legar landhelgisveiðar og stundaðar voru af flotanum á þessum árum, kröfðust að sjálfsögðu allnokkurra varúðarráðstafana. Í gangi voru hin ýmislegustu kerfi í tal- stöðvaviðskiptum milli báta og áttu það öll sameiginlegt að vara menn við ásókn varðskipa og flugvéla sem gera vildu mönnum lífið leitt við þessar veiðar. Sum kerfin voru hin einföldustu í sniðum, til dæmis var nóg ef bátur í Skeiðarárdýpi tilkynnti að hann hefði fengið slöttung í síðasta hali, þá hífðu allir upp við Höfð- ann og flýttu sér út fyrir línu. Enda brást ekki að skömmu síðar birtist grátt skip við sjóndeildarhring. Annars voru sum þessara kerfa mjög ítarleg. Allt fiskirí var á þessum tíma gef- ið upp í tölum, svipað kennitölukerfinu okkar og meðfram því var í gangi kerfi þar sem hvert varðskip hafði sínar tölur, ásamt landsvæðum þannig að mjög ein- falt var með tveimur talnarunum að gefa upp viðkomandi varðskip ásamt stað- setningu þess. Stundum kom fyrir að menn rugluð- ust í ríminu og einhvern tíma þetta sum- ar galaði Sævar í Gröf í talstöðina og var þá búinn að týna öllum talnakódum: „Bjarnhéðinn, hún amma þín er að koma og vertu fljótur að hífa!“ Og nú gerist það, þegar við erum að toga síðasta tog sumarsins með fullan bát af fiski undan Alviðruhömrum, að kall- Bjarnhéðinn Elíasson. Sjómannablaðið Víkingur – 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.