Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 16
Fimmtudaginn 28. janúar árið 1960 voru öll stóru fréttablöðin á Íslandi með sömu forsíðufréttina. Nýja varðskipið er komið, tilkynntu blöðin þjóðinni. Nú verður fyrir alvöru tekið í lurginn á Bretunum. Þetta síðara var kannski ekki sagt al- veg með þessum orðum en allir vissu til hvers refirnir voru skornir. Haustið 1958 hafði fiskveiðilögsagan verið færð út í tólf mílur Bretum til sárrar gremju. Síðan þá hafði geisað þorskastríð á Íslandsmiðum. Og nú hafði nýr Óðinn bæst í flota Land- helgisgæslunnar, alls 880 rúmlestir, 64 metrar á lengd, tíu á breidd og sérstak- lega styrktur siglinga innan um ís og á fullri ferð – eða því sem næst– í verstu vetrarveðrum. ◊ ◊ ◊ Allt var flunkunýtt um borð og kom ekki á óvart í nýju skipi – nema fallbyssan, hún mátti muna fífil sinn fegri. Þegar blaðamenn höfðu orð á því við Pétur Sig- urðsson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hvort byssan væri ekki of lítil og of göm- ul svaraði hann stutt og laggott: – Hún mun duga til þess sem ætlast er til. Þetta svar varð aðeins til að æsa upp forvitnina í fjölmiðlamönnum sem grófu fljótlega upp að fallbyssan, sem var kom- in nokkuð á sjötugsaldur, hafði áður ver- ið á tveimur varðskipum og gekk því enn í endurnýjun lífdaga á nýjum Óðni. Sumarið á eftir komst gamla fallbyssan á Óðni í heimsfréttirnar þegar kúlur úr henni lentu í reykháfi breska togarans Grimsby Town. En það er önnur saga. Löngu síðar, þegar stóð til að selja Óðinn úr landi, beitti þáverandi alþingis- maður, Guðmundur Hallvarðsson, sér fyrir því að skipið yrði varðveitt. Stofnuð voru Hollvinasamtök Óðins, hætt var við söluna og í dag eiga allir Íslendingar þess kost að heimsækja skipið og hlýða á fræðandi frásagnir um lífið um borð og hvað á dagana dreif þá áratugi sem Óðinn var í þjónustu íslensku þjóðarinnar. ◊ ◊ ◊ Varðskipið Óðinn er sem sé orðinn sex- tugur. Hann er að sjá sem nýr þar sem hann liggur við Verbúðarbryggjuna í Reykjavíkurhöfn, í umsjá Sjóminjasafns- ins við Grandagarð. Hollvinasamtökin fögnuðu afmælinu og buðu til veislu. Þar mætti margt mætra kvenna og karla – meðal annarra var þar okkar ágæti ljós- myndari og velunnari Víkings, Jón Páll Halldórsson, sem sendi okkur þessar myndir úr afmælisfagnaðinum. Í brúnni á Óðni, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasam- taka Óðins, og forsetafrú Eliza Jean Reid. ÓÐINN SEXTUGUR NN A 16 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.