Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 60
60 – Sjómannablaðið Víkingur Draugaskipið Þær hafa vonandi ekki farið fram hjá mörgum fréttirnar um draugaskipið sem strandaði nýlega við Írlandsstrendur skammt frá Cork. Draugaskipið sem hér um ræðir var smíðað í Noregi árið 1976 og gefið nafnið Tananger. Sigldi skipið í 18 ár undir þessu nafni og var meðal annars í tímaleigu í strandsiglingum hér við land á vegum Ríkisskipa. En sagan um hvernig skipið, sem þá hét Alta, varð svokallað draugaskip má rekja til ársins 2018. Það var 6. september það ár sem síð- ast sást til skipsins á AIS en þá var það statt vestur af Gíbraltar á leið til Haiti. Þrettán dögum síðar kom neyðarkall frá skipinu en þá var það statt 1.500 sjómíl- ur suðaustur af Bermúda eyjum. Áhöfnin reyndi að gera við bilunina en án árang- urs. Þann 2. október varpaði bandaríska strandgæslan viku matarbirgðum til áhafnarinnar en aðstoð var þá þegar á leiðinni. Sex dögum síðar kom strand- gæsluskipið Confidence á staðinn og tók alla skipverja skipsins, tíu að tölu, og fór með til Púertó Ríkó. Var skipið skilið eftir á reki en til stóð að það yrði sótt og komið til hafnar. Af því varð reyndar ekki og ekki sást til skipsins fyrr en seint í ágúst 2019 og þá frá breska rannsóknarskipinu Protector. Skipin voru á miðju Atlantshafi. Það var svo ekki fyrr en sex mánuð- um síðar, þann 16. febrúar í ár, að skipið skilaði sér loks að landi en sökum mann- eklu tókst því ekki að komast af sjálfs- dáðum til hafnar en endaði í fjöru sunn- an við Cork nálægt Ballycotton sem er fiskihöfn með vinsælar baðstrandir í ná- grenninu. Ólíklegt er að skipið eigi nokkru sinni eftir að sigla á ný. Lélegar heimtur Samtök útgerða stórflutningaskipa, INTERCARGO, hafa lýst yfir stuðningi við nýlega tilkynningu frá Alþjóðasigl- ingamálastofnuninni IMO þar sem að- ildarþjóðir eru hvattar til betri skila á niðurstöðum sjóslysarannsókna til stofn- unarinnar. IMO hefur bent á mikilvægi rannsóknarniðurstaðna sem skipti gíf- urlega miklu máli í að efla öryggi stór- flutningaskipa. Mikilvægur lærdómur berist ekki stofnunarinnar sem hefur meðal annars það hlutverk að setja regl- ur um öryggi skipa og menntun sjó- manna. Mikill seinagangur á skýrsluskilum hefur viðgengist um árabil og eru þar þjóðir sem slá slöku við um rannsóknir sjóslysa. Á árunum 2009 til og með 2018 létust 188 sjómenn sem voru skipverjar á 48 stórflutningaskipum sem fórust. Einungis bárust skýrslur um 27 þessara skipstapa til IMO og var meðaltilkynn- ingatími til stofnunarinnar 34 mánuðir frá slysi. Fyrir ári síðan benti Intercargo á að þurr-farmar sem blotna væru mesta ógn- in í stórflutningum. Ætla samtökin að leggja sitt af mörkum til að hvetja til ítarlegra rannsókna á sjóslysum og að niðurstöður liggi það skjótt fyrir að unnt verði að nýta þær til forvarna. Bentu þau á að það sé með öllu óásættanlegt að nú á tímum séu skip að farast en í ágúst sl. fórst stórflutningaskipið NUR ALLYA og með því 25 skipverjar en skipið var full- lestað með indónesískt nikkel járngrýti. Samkvæmt SOLAS og MARPOL sam- þykktunum eru þjóðríki skilduð til að rannsaka alvarleg sjóslys og mengun og upplýsa IMO um niðurstöður rannsókna. Mengun eða ekki mengun? Útblástunarbúnaður skipa (scrubbers) og umdeild losun á hreinsuðum óhreinind- um eru eitt af þeim málum sem aftur eru á borðum alþjóðasiglingamálastofnunar- Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Bandaríska strandgæslan varpar matvælum til áhafnar Alta eftir vélarbilun í Atlantshafi. Ljósmynd: US Coast Guard

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.