Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Qupperneq 15

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Qupperneq 15
Norrcen jól vant er, og margs konar misskilningur leiðréttur. Sýnir það skilning og skynsemi hinna norrænu þóða og hin sterku bönd blóðs, sögu og menningar, er tengja þær saman, og þau bönd hafa í raun og veru aldrei brostið, hversu mikið sem á þau hefur reynt. Sambúð Dana og Svía hefur sjaldan verið betri og innilegri en á síðustu stríðsárunum. Svíar hafa tekið dönskum flóttamönnum tveim höndum og óspart og einarðlega mótmælt ofsóknum Þjóðverja. Á milli Dana og Norðmanna hefur ríkt gagnkvæmur skilningur frændþjóða, er báðar verjast sameiginlegum óvini og eiga allt sitt undir, að hann verði brotinn á bak aftur. Sambúð Svía og Norð- manna hefur farið síbatnandi, eftir því sem lengur hefur liðið. Misskilningi hefur verið rutt úr vegi og bætt úr því, er aflaga fór. Svíar hafa með glöðu geði tekið á móti norskum flóttamönnum og greitt fyrir þeim eftir beztu föngum. Verzlunar- og viðskiptasamningar hafa nú þegar verið gerðir á milli þessara nágrannaþjóða, og Svíar hafa heitið lánum og hjálp til endurreisnarinnar í Noregi. Gamlir vinir og samherjar, er um skeið var úfur á milli, hafa nú tekið saman höndum á ný. Finnar hafa verið harðast dæmdir. Þeir eiga vafalaust sínar afsakanir eins og ásakanir. Næstu nágrannar þeirra, Svíar, er bezt þekkja til þeirra, hafa gert sitt til þess að greiða götu þeirra út úr ógöngunum og hjálpa þeim, sem harðast urðu úti í ógnum stríðsins, og hafa Svíar tekið til dvalar og fósturs fjölda finnskra barna og einnig á annan hátt bætt úr ýmsum bágindum. Svíar skilja og vel hina örðugu aðstöðu Finna, og mætti svo verða, að fleiri Norðurlandaþjóðir gerðu það einnig, er tímar líða fram. íslendingar eru fjarri viðburðum þeim, sem gerzt hafa í hinum Norður- löndunum á liðnum stríðsárum. Þeir hafa því ekki mjög náin kynni af þeim og geta eigi með vissu um þá dæmt af eigin nákvæmri athugun. En íslendingar hafa þó, að öðru leyti og af eigin skiptum, enga ástæðu til þess að draga taum einnar þjóðarinnar á kostnað annarrar. Og finnist þeim, að einni þjóðinni hafi orðið þetta á, önnur misskilið þetta eða hitt, oft í skapþunga örlagaríkra atburða, þá ættu íslendingar fyrst og fremst, eftir því sem aðstaða leyfir, að bera sáttar- orð á milli gamalla frænda og vina, en allra sízt að auka á óvild né breikka bil, er myndazt hafa. Rangstigin spor er hægt að leiðrétta og eyða misskilningi. Það er hlutverk þeirra, er vilja sameina, en ekki sundra. Og þeir, sem unna nor- rænni samvinnu og eru öruggrar trúar um það, að náið samstarf sé öllum norrænu þjóðunum heillavænlegast og eðlilegast, eiga vissulega að vinna að því, að mis- 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.