Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 23

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 23
Norrœn jól föðurlausum börnum í fóstur í Svíþjóð og með mikilli fjársöfnun og margs konar aðstoð til hjálpar flóttafólki frá Danmörku og Noregi. Norræna félagið á Islandi hefur, sem kunnugt er, snúið sér að svipuðum verkefnum. Fyrst með fjársöfnun til Rauðakross Finnlands, síðan með fjársöfnun 1940 til hjálpar norsk- um flóttamönnum og loks með Noregssöfnuninni, sem nú er orðin mesta fjár- söfnun, sem átt hefur sér stað hér á landi. Þá hefur félagið gengizt fyrir fyrir- lestrum um norræn málefni, upplestrarkvöldum, norrænum hljómleikum, sýn- ingum á leikriti Ibsens, „Veizlan á Sólhaugum“, útvarpskvöldum og skemmti- fundum með norrænni dagskrá. Þegar Nordens Kalender hætti að koma út, hóf félagið útgáfu ársritsins „Norræn jól“, og hefur það komið út í þrjú ár. Árið 1940 gaf félagið út bókina „Svíþjóð á vorum dögum“ eftir Guðl. Rósin- kranz, og fengu félagsmenn þá bók í stað Kalendersins. En síðasta verkefnið, sem félagið hefur tekið sér fyrir hendur, er að koma upp myndarlegu félagsheimili, „norrænni höll“ fyrir starfsemi félagsins í fram- tíðinni, fyrir fundi, mót og námskeið og dvalarstað félagsmanna í frístundum þeirra og til þess að geta tekið sæmilega á móti frændum vorum á Norðurlönd- Frá fulltrúafundi Norrœna félagsins [ Reykjavík 1939 21

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.