Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 28

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 28
Norrœn jól skóg, og krakkarnir eru með í þeirri ferð og keppast um að finna sem fallegast tré. Sá fullorðni í förinni verður að skoða öll trén, sem börnin hafa útnefnt, og sker svo úr og heggur það, sem hann telur fallegast, en barnið, sem hafði bent á það tréð, eignar sér það og er státið þegar það kemur heim. En það er ekki aðeins jólatréð, sem sótt er í skóginn, heldur mikið af grenigreinum, sem notaðar eru til skrauts á stofubitana, á matborðið — og loks á þrepin við dyrnar, því að ekkert hreinsar snjóinn eins vel af skónum og grenibarrið. En engum jólaundirbúningi er lokið fyrr en kornviskin er komin á sinn stað, jólamaturinn handa þröstum og þúfutittlingum; „juleneg“ er það kallað. Og enn er það siður á stöku stað, að setja grautarskál út í hlöðu, handa búálfinum. Það er venja, sem hefur lifað trúna. ----Þegar öllum undirbúningi er lokið, úti við og inni við, er farið í betri fötin. Og enn er það svo, að eldra fólk klæðist byggðarbúningi sínum, bæði konur og karlar — eigi aðeins á jólunum, heldur flesta helga daga. Kvenbúningurinn er pils, sem nær upp undir hendur, sítt og vítt og svart á lit, hvít skyrta með víðum ermum, útsaumuðum fremst, en yfir skyrtunni útsaumað upphlutsvesti, með marglitum blómum, en höfuðfatið er lítil húfa, útsaumuð í sama stíl og vestið. Fallegur er þessi búningur ekki við fyrstu sýn, og kvenfólkið verður allt eins í laginu í honum, hvort heldur það er grannt og spengilegt eða gamlar dyrgjur. — Karlmennirnir ganga í svörtum stuttjakka og hnébrókum, rauðu vesti með silfur- hnöppum, hvítum sokkum og lágum skóm með silfurspennum. Og höfuðfatið er svartur hattur, mjög barðastór. Svona er það búið, gamla fólkið í Hallingdal, þegar það gengur eða ekur til kirkjunnar á aðfangadagskvöld. Það sópar að þeim söfnuði, og svipurinn er mikilúðlegur á dalabúanum þegar hann kemur á mannamót. Gömlu bændurnir í Hallingdal eru aldir upp við strit; þeir hafa erfiðað í skógunum eða við plóginn alla ævi sína, og ekki vanizt hóglífi. Þeir eru alvörugefnir og tala fátt, eins og títt er um dalabúa, og miklir trúmenn. Guðsþjónustan fer fram með mjög líku sniði og hér, og jólasálmar margir þeir sömu og lögin einnig, þó að þau séu sum hver sungin með nokkuð öðru móti en hér, en ekki er það á mínu færi að dæma um hvort réttara er. Þegar heim kemur er sezt að jólamatnum. Það er hnausþykkur grjóna- grautur, en rúsínulaus. Og svo kemur rifjasteik af grísnum á eftir, smábrytjuð og á sundi í sinni eigin íeiti. Sumir nota „lutfisk“ sem jólamat, eins og títt er í Sví- þjóð, en fremur er það fátítt í Hallingdal. Eftir borðhaldið er söngur og sam- 26

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.