Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Blaðsíða 28

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Blaðsíða 28
Norrœn jól skóg, og krakkarnir eru með í þeirri ferð og keppast um að finna sem fallegast tré. Sá fullorðni í förinni verður að skoða öll trén, sem börnin hafa útnefnt, og sker svo úr og heggur það, sem hann telur fallegast, en barnið, sem hafði bent á það tréð, eignar sér það og er státið þegar það kemur heim. En það er ekki aðeins jólatréð, sem sótt er í skóginn, heldur mikið af grenigreinum, sem notaðar eru til skrauts á stofubitana, á matborðið — og loks á þrepin við dyrnar, því að ekkert hreinsar snjóinn eins vel af skónum og grenibarrið. En engum jólaundirbúningi er lokið fyrr en kornviskin er komin á sinn stað, jólamaturinn handa þröstum og þúfutittlingum; „juleneg“ er það kallað. Og enn er það siður á stöku stað, að setja grautarskál út í hlöðu, handa búálfinum. Það er venja, sem hefur lifað trúna. ----Þegar öllum undirbúningi er lokið, úti við og inni við, er farið í betri fötin. Og enn er það svo, að eldra fólk klæðist byggðarbúningi sínum, bæði konur og karlar — eigi aðeins á jólunum, heldur flesta helga daga. Kvenbúningurinn er pils, sem nær upp undir hendur, sítt og vítt og svart á lit, hvít skyrta með víðum ermum, útsaumuðum fremst, en yfir skyrtunni útsaumað upphlutsvesti, með marglitum blómum, en höfuðfatið er lítil húfa, útsaumuð í sama stíl og vestið. Fallegur er þessi búningur ekki við fyrstu sýn, og kvenfólkið verður allt eins í laginu í honum, hvort heldur það er grannt og spengilegt eða gamlar dyrgjur. — Karlmennirnir ganga í svörtum stuttjakka og hnébrókum, rauðu vesti með silfur- hnöppum, hvítum sokkum og lágum skóm með silfurspennum. Og höfuðfatið er svartur hattur, mjög barðastór. Svona er það búið, gamla fólkið í Hallingdal, þegar það gengur eða ekur til kirkjunnar á aðfangadagskvöld. Það sópar að þeim söfnuði, og svipurinn er mikilúðlegur á dalabúanum þegar hann kemur á mannamót. Gömlu bændurnir í Hallingdal eru aldir upp við strit; þeir hafa erfiðað í skógunum eða við plóginn alla ævi sína, og ekki vanizt hóglífi. Þeir eru alvörugefnir og tala fátt, eins og títt er um dalabúa, og miklir trúmenn. Guðsþjónustan fer fram með mjög líku sniði og hér, og jólasálmar margir þeir sömu og lögin einnig, þó að þau séu sum hver sungin með nokkuð öðru móti en hér, en ekki er það á mínu færi að dæma um hvort réttara er. Þegar heim kemur er sezt að jólamatnum. Það er hnausþykkur grjóna- grautur, en rúsínulaus. Og svo kemur rifjasteik af grísnum á eftir, smábrytjuð og á sundi í sinni eigin íeiti. Sumir nota „lutfisk“ sem jólamat, eins og títt er í Sví- þjóð, en fremur er það fátítt í Hallingdal. Eftir borðhaldið er söngur og sam- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.