Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 30
Norrœn jól
Vikivakarnir voru fallnir í gleymsku að kalla mátti um allan Noreg, eins og hér
á landi, en þá gerðist Hulda Garborg til þess að endurlífga þá, aðallega eftir fær-
eyskri fyrirmynd, og hafa þeir náð mikilli útbreiðslu í Noregi, fyrir tilverknað
ungmennafélaganna, og aðrir hafa orðið til að bæta við það, sem Hulda Garborg
gerði, og auka smekkvísi í dansinum og fjölbreytni.
En Hallingdansinn, hinn tryllta eindans, með „Hallingkasti“ og öðru því-
líku, fékk ég ekki að sjá fyrr en löngu síðar. Það eru ekki nema fáir Haddingjar,
sem kunna hann, og einn þeirra fáu, Thor Myhre, sem talinn var beztur í þessari
íþrótt þarna á Nesi, gerði það fyrir bænarstað minn að sýna mér hann. Þessi dans
mætti eins vel teljast til fimleika, þegar hann er sýndur af jafnmikilli list og ég
sá hann.
Sá siður helzt enn í Hallingdal, að „gaa julebukk“, sem kallað er. Má helzt
líkja þessu við föstuinngangsærsl þau, sem tíðkazt hafa víða um Norðurlönd.
Unglingarnir dulbúa sig, strákar í kvenmannsföt og stúlkur í karlmannsföt, binda
tusku fyrir andlitið í grímu stað og ganga svo hús úr húsi, ávarpa heimilisfólkið
með annarlegri rödd, svo að allt verði sem torkennilegast. Takist heimilisfólkinu
ekki að þekkja gestinn, þá er því skylt að veita honum góðgerðir, og enda hvort
sem er. Þykir þetta bezta skemmtun, bæði gestum og húsráðendum, en ærið eril-
samt er oft á heimilum þetta kvöld og mikið um ærsl á götunni.
í stuttu máli sagt þá eru jólin í Hallingdal hljóð jól, og öllu meiri alvara
hvílir yfir þeim en hér hjá okkur.-----
Síðan 1924 hef ég lifað mörg jól í Noregi, bæði í Hallingdal og annars
staðar. Og jafnan voru þau jól hátíð friðarins. Nú eru fimmtu jólin að ganga í
garð í Noregi, síðan hann komst undir okið, en engin hinna fjögra hef ég lifað.
Ég get því ekki um það sagt, hvernig breyting hafi orðið á jólunum síðan í þá
góðu gömlu daga. En víst er um það, að víða hefur eigi verið góð aðstaðan til að
halda jólin, bæði í Hallingdal og annars staðar. Þar hefur lifað „hnípin þjóð í
vanda“, þjóð, sem hefur lifað við skort, fjölskyldur, sem hafa átt nána vini á hafs-
botni, í fjarlægum löndum, í fangelsum eða ógróinni gröf. Þjóð, sem var svift
frelsinu, því dýrmætasta, sem hún átti.
En hún hefur sýnt, að hún lætur aldrei bugazt. Og þó að hún hafi farið á
mis við jólagleðina undanfarin ár, en þolað harma og raunir í staðinn, þá lifir
28