Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 35

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 35
Blœja hylur blöðin mín, byrgir mínum augum sýn, en mœtust öllu myndin skín úr minninganna heimi — aldrei henni um œvidag ég gleymi. Enn er boðuð hátíð hans frá helgidómi sannleikans — Kristur, faðir kœrleikans, knýr á hjörtu manna — ó, hve margir inngang honum banna. Getur nokkur fagnað frjáls og fundið gleði bœnamáls, meðan eitureggjar stáls ógnum mestu valda. Meðan erjur innanlands eyða vinnugleði manns, brotin eru boðorð hans, er bauð oss frið að halda. Við eigum að vera góð, vernduð mest frá heljarslóð — það er einmitt íslenzk þjóð, sem á til þess að finna, að háleit störf af hendi ber að inna. Horfi ég frá heimaströnd, hugsa fyrst um Norðurlönd, þar sem heilög brœðrabönd böðlar sundur slíta. Sárust eru syndagrönd sorgarbörnin varpa önd, en réttlœtið á refsivönd, sem ranglœtið mun víta, en harðstjórarnir hefndum verða að hlíta. Meðan haturs brennur bál, blœðir hverri þjóðar sál, það er orðið meir en mál að mýkja bölið stranga af ógnum þeim, sem yfir heiminn ganga. Alheimsfriðar brœðraband bindi saman land við land, villutrúar víki grand, er veldur stœrstu meini — kristin trú er kœrleikurinn hreini. Bjarmi skín úr austurátt yfir himinloftið blátt, klukkur helgar kalla hátt í kvöld til allra lýða: Herrann sjálfur hringir nú til tíða.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.