Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 37

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 37
Norrœn jól Satt er þaíi, að þau bönd, sem tengja Norðurlönd, liggja ekki í augum uppi. Landshættir eru ólíkir, þjóðerni blönduð, þjóðtungur mismunandi, og loks vaka þessi fimm smáríki hvert yfir annars högum með talsverðri tortryggni, og oft deila þau um hin efnalegu verðmæti eigi síður en aðrir. Engum, og allra sízt íslendingum, ætti þó að dyljast hitt, sem sameiginlegt er og saman bindur. Það er sá menningararfur, er við höfum vakað yfir og varðveitt hinum til handa eigi síður en sjálfum oss. í grenigrónum dölum Noregs og Svíþjóðar, við víkótt vötn Finn- lands, hjá blómgum beykiskógum Danmerkur, á úrgum ströndum Færeyja og milli snækrýndra eldfjalla Islands býr sams konar fólk, með sama svipmóti, skap- ferli og lífsskoðunum, — sömu menningu. Þetta fólk er þróttmikið og íhugult, með ríka einstaklingshyggju og athafnaþörf. Það ann sínu, en viðurkennir jafn- framt rétt annarra til sömu gæða, sem það kýs sér sjálft. Stofninn er mótaður við langa dvöl á harðbýlum eyjum og litskögum, við háskasamar ferðir á landi og sjó, við harða vetur og svipul sumur. Hann hefur lært að „treysta sínum stall- bróður en sjálfum sér bezt“. Þetta tengir saman: hinn sameiginlegi arfur og hinn norræni himinn, þó að ólíkir staðhættir og stjórnarvöld hafi mótað þjóðirnar nokkuð á ýmsa vegu. — Og nú er upprunnin örlagastund þessara fimm þjóða, fimm bræðra. Um fjögur ár hefur samband okkar við önnur Norðurlönd verið rofið. í því gerningaveðri, sem geisar um heiminn, eru firðirnir frænda á milli orðnir ófærir. Hinir voldugu nágrannar hafa leitað inn yfir landamærin, sums staðar með blíðu, annars staðar með stríðu, með skefjalausu ofbeldi, sem reynir til hins ýtrasta að drepa niður hina norrænu frelsisþrá og menningu. Norska þjóðin er kúguð og kvalin, fjöldi manns lagður í fjötra og margir fluttir úr landi, en hinir allir hæddir og hrjáðir. Samt berjast Norðmenn, berjast fyrir lífi sínu, fyrir föðurlandi sínu, fyrir hugsjónum sínum og allra norrænna þjóða, berjast á hinum miklu vígvöllum í lofti, sæ og landi og þó ekki síður heima fyrir, í hverju húsi, hverjum bæ um endilangan Noreg. Þar sýna menn, konur og börn hetjulund sína í þrautseigri baráttu fyrir frelsi Noregs og sál þjóðarinnar. í Danmörku er barizt með sama hætti og hetjuskap. Hver einasti danskur maður, með sjálfan konunginn í broddi fylkingar berst ósveigjanlegri baráttu gegn óvígu ofbeldi fyrir frelsi og framtíð Danmerkur. Enginn þekkir þær fórnir, sem færðar eru í þessari styrjöld samhuga, stilltrar og stæltrar þjóðar, fyrir rétti sínum og hugsjónum. Enginn þekkir kvíðann, sem læsir sig hús úr húsi, þegar 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.