Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Qupperneq 57
Norrœn jól
áratug. En því miður ekki án þess
að til blóðugrar borgarastyrjaldar
drægi innanlands um stjórnskipu-
lagið. Var þar margur sár eftir-
leikurinn og varð ég þess víða var
1928, að ennþá sveið heift og harm-
ur í margs manns skapi, þó að
um væru liðin tíu ár. Það er þetta,
sem ég leitaðist síðar við að lýsa í
kvæðinu Sordavala.
Ég hafði séð undursamlega nátt-
úrufegurð og kynnst fjölda merki-
legra manna og kvenna. Ég efast
um, þegar frá er tekin auðnardýrð
íslenzkra háfjalla, að ég hafi nokk-
urs staðar orðið gripinn annarri
eins hátignar- og helgikennd eins
og t. d. í Punkaharju, sem Finnar
telja náttúrufegursta stað landsins.
Stórskógurinn drottnar þar einn
í sinni hrikadýrð yfir sundum Ár og vötn eru aðalsamgönguleiðir Finnlands
og vogum og víkum. Kyrrðin
er þarna á blíðviðrisdögum undursamleg, fjarri öllum skarkala veraldarinn-
ar. En ég var líka svo heppinn að lifa stormdag í Punkaharju. Og þá verður
stórskógurinn eins og risavaxið orgel. Þá fer um hann máttugur dularfullur þytur
í ótal tilbrigðum og tóntegundum. Þessi skógarþytur hefur markað finnska list,
— hann er undirleikur hennar, — og finnskt skaplyndi, — gefið því sinn þunga,
tregafulla tón.
Um þjóðina sjálfa vildi ég mega segja þetta, eftír þeim kynnum, sem ég
fékk af henni:
Svo mjög, sem sænskumælandi Finna annars vegar og Tavasta og Karela
hins vegar skilur á um uppruna og hversu mjög, sem málin tvö, sem að jöfnu
ganga í landinu, minna mann á það, að hér búi saman menn af ólíkum kynþátt-
um, þá verður maður þessa furðu lítið var við kynni af hvorumtveggju. Hitt sætír
55