Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 11

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 11
eríalisma, sem við getum stótað svo af í dag. Fólk þurfti þvi i þá daga að drepa tímann með hinu og öðru gamal- dags rjátli eins og að lesa bókmenntir eða jafnvel hugsa um trúmál. Þannig fór Lárus lngólfsson einnig snemma að íhuga þessháttar hliðar mannlífsins, er hann var að vaxa úr grasi. Utaf alls kyns íhugunum og persónulegri reynslu leituðu á hann vandamál og furðulegar gátur lifsins, sem stundum leita á ungt og hugsandi fólk, ef það er ekki of niðursokkið í limbódansi eða að lesa Amoi. Fljótt hœndist Lárus að kaþólskunni, tign og fegurð helgisiða hennar, styrki og kyngi trúarinnar. Jafnframt þvi skaut áhugi hans á að rissa og teikna fljótt upp kollinum, að búa til fallegar myndir með pennastöng eða rista í tré með sjálfskeiðungnum. Hið dœmigerða islenzka alþýðu- œvintýri. Leið nú og beið nokkra stund, þessi tvö hugðar- efni spunnu sig saman og þróuðust í tvibýli og bezta samlyndi. Svo sjáum við allt í einu hvar skundar ungur maður innan við tvítugsaldur á skipsfjöl og siglir yfir sœ- inn. Þar er Lárus á ferð, og ákvörðunarstaðurinn er Lúx- emburg og klaustur þar, er nefnist Clervaux. Skömmu áður hafði verið þar anriar Islendingur, ,,grann- ur, langleitur og hökumikill", Halldór Guðjónsson, sem var þar skirður Halldór Kiljan Laxness. Þarna œtlaði Lár- us að ílendast og mála helgimyndír. Undi vel sínum hag. I þessu klaustri var um tíma rússneskur maður, Lauri No- vikoff að nafni. Hann hafði verið þekktur listdansari, m.a. oft dansað með Pavlóvu, hinni rússriesku dansgyðju. Þessi mikli leikhúsmaður sá myndirnar, sem Lárus var að fást við, og varð hrifinn af, kvað vera mikið „teater" i þeim, — leikrœn tjáning. Þarna féll stórt orð og spaklegt. Ábót- inn í klaustrinu veitti þessu einnig athygli og varð að því skapi minna hlynntur því, að Lárus settist að i klaustrinu fyrir fullt og allt. Slikir menn eru djúpskyggnir og þekkja marga ranghala mannssálarinnar. Einhvers staðar i sál- arafkimum Lárusar hefur hann séð leikhús og bjarma af sviðsljósum. Og honum hefur líklegast ekki fundizt þess háttar fyrirbrigði vera samrýmanleg klausturslifnaði, ,,þótt kannske mœtti segja, að sumt sé svipað með leik- húsi og trúarbrögðum. Það getur verið skemmtilegt íhug- unarefni. Trúarbrögð hafa sinn ytri búning, ytri mynd, úthverfu, sem svipar til leikhúss. Flest í messugjörð ka- þólskra er táknrœnt, — leikur. Litur messuklœða breytist t.d. eftir kirkjuhátíðum,- litur föstunnar er fjólublár, rauð- ur er litur hvítasunnunnar. Flestar hreyfingar hafa sína þýðingu — látbragð. Einnig þetta gerir kaþólsk trúar- brögð svo falleg". Kaþólsk messugjörð gœlir við fegurð- arsmekkinn, — jafnvel glysgirnina. ,,Á þann hátt skír- skotar kaþólskan til tilfinninga fólks, vekur hjá því stemningu. En sú stemning endist heldur skammt. Prestar segja, að í trúmálum sé erfiðast að eiga við stemnings- fólk". Því fólki veitist stundum erfiðara að höndla herr- ann í hinni dýpri og strangari viðleitni þessara trúar- bragða. Þetta sá Halldór Kiljan Laxness og þetta sá Lár- us Ingólfsson. Því yfirgáfu þeir báðir þetta klaustur. Þeg- ar á allt var litið, hefur þeim fundizt eftirsóknarverðara að lifa iðandi lífinu með ótal stemningum og alls kyns veraldleika en að stunda sálarinnar eintal í klaustrum. Þó hefur Lárus alltaf haldið tryggð við kaþólska trú . . . ,,Og fáið ykkur nú vœna vindla, strákar mínir". Kaupmannahöfn Lárus hafði oft rœtt við Novikoff um leikhúslíf, helzt um listdans, og í þeim samrœðum hafði margt borið á góma. M.a. hafði Lárus laumað því útúr sér á veiku augnabliki, að hann hefði jafnvel áhuga á því að leika. Undir þess- um samrœðum og fyrir hvatningarorð hins rússneska kunningja sins fór Lárus nú að íhuga vandlega sinn gang og gera upp með sér, hvor œtti meiri ítök í honum, heilög Guðsmóðir eða fröken Thalía. í slíkum þönkum skrifaði hann bréfkorn til Kaupinhafnar til að inna eftir um hagi og allar aðstœður fyrir ungan mann, sem e.t.v. kœmi þangað að lœra eitthvað til leikhúss. Þannig barst því einu sinni bréf í klaustrið til Lárusar með dönsku frí- merki, mynd af Kristjáni kóngi X, þess efnis, að hann œtti blessaður að koma til kóngsins býs og skrýða þar lifandi leikhús fyrir Danskinn í stað þess að mála dýrlinga í klaustri fyrir páfann. Bréfritari var frú Steinunn Jónsson, mikil heiðurskona, sem bauðst til þess að taka við hon- um og greiða götu hans í hvívetna. Varð hún Lárusi mikil hjálparhella eins og svo mörgum öðrum ráfandi íslend- ingum, sem áttu leið um þessa stórborg Dana. Eftir allt það sálaruppgjör, sem á undan var gengið, sló nú Lárus til, sagði skilið við klaustursfriðinn og hélt til Kaupmannahafnar að leiía sér frama og lœra leikfjalda- málun, búningateiknun og stílfrœði: „hellti mér í allt heila píputauið". Það var árið 1927. í skóla gekk hann til Folmer Bonin („Bonins Akademi"). Þaðan útskrifuð- ust allir helztu leiktjalda- og búningamálarar Dana og ýmissa annarra þjóða. Einnig útvegaði þessi stofnun störf við leikhúsin. Naut Lárus nú lífsins í listum og ýmsum öðrum hugguleg- heitum tilverunnar, kynntist mörgu fólki, leikhúsi, stílum — og lífinu. Meðfram slíku píputaui las Lárus leik hjá Önnu Borg og seinna hjá Holgeiri Gabrielsen. Kom hann þess vegna oft fyrir sjónir almennings ásamt þeim leiktjöldum, sem hann hafði málað. Má m.a. geta þess, að hann hefur dansað leikandi létf sem fiðrildi í óperettu (nafn gleymt). Samdansarinn var Gitta Alpar. Með náminu fékk Lárus stundum orlof frá skólanum til að vinna í sjálfboðavlnnu að leiktjaldamálun við ýmis leikhús Danaveldis. Árið 1929 var hann fastráðinn við Konunglega leikhúsið, aðallega sem búningateiknari, þótt honum vœri enn tlðlitið inná málarasalinn að vinna þar. Árið 1932 birtust í fyrsta sinn á leiksýningu bœði leiktjöld og búningar eftir Lárus. Var það við uppfœrslu á Galdra- Lofti (0nsket), sem þá var aftur tekið til sýningar. Auk þess ferðaðist Lárus enn vítt og breitt um hið flata ríki Dana til þess að mála kannske fjöll eða frumskóga uppá svið leikhúsanna. Á 50 ára afmœlissýningu Dagmars- leikhússins ! Kaupmannahöfn málaði hann búninga við Fjalla-Eyvind. Við gerð leiktjalda var stuðzt við málverk Kjarvals, eign Reumert-hjónanna. Kára og Höllu léku Poul Reumert og Bodil Ibsen. Eru hér aðeins tekin örfá dœmi 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.