Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 32

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 32
Og dansaði í Parísaróperunni í meira en sex ór, áður en hann varð ballettmeistari, kóreograf og fyrsti sólódans- ari í Kaupmannahöfn. Með komu hans gekk hvirfilvindur yfir danska leiksviðið og til allrar hamingju hefur það ryk, sem þá þyrlaðist upp ekki fallið enn. Enda þótt rúm áttatíu ár séu liðin síðan hann dó, hafa nemendur í Ballettskóla Konunglega leikhússins enn „tíma" í Bournonville. Eða réttara sagt: nokkrir ballettar hans eru ávallt œfðir í þeirri mynd, sem þeir hafa tekið á sig með árunum. Hluti af fjörmiklum stíl hans hlýtur að hafa máðst undan tímans tönn, en dansar hans eru engu að síður áreiðanlegustu heimildir sem við eigum, um stórbrotið tímabil ballettsins í Evrópu á 18. öld og ef til vill eru þeir einustu heimildirnar, sem til eru, um sjálfa tœkni þessa tímabils. Svo nánar sé að orði kveðið: tœkni þessa tímabils, eins og mikill, lifandi listamaður notaði hana, því leikdansarnir búa yfir þeim eiginleikum, sem gerðu Bournonville að frábœrum listamanni: undraverð- um léttleika, glœsilegum sveiflusporum, einstakri „mýkt" og fjarvist alls áhuga á möguleikum rúmsins. Sem eðli- lega afleiðingu þessa, tekur hann dansarann fram yfir dansmeyna með því að gefa honum fleiri tœkifœri til að láta Ijós sitt skína og gerir þannig dansinn allt annað en einkennandi fyrir Taglioni- (eða öllu heldur Gauthier-) ballettinn, er við annars álítum fulltrúa 19. aldar stílsins. Bournonville lifir í þeim listdönsurum, sem hann lagði sig svo í líma við að afla virðingar og heiðurs. Eitraður penni Théophile Gautiers, sem bókstaflega rak karlmennina úr franska ballettinum, gat til alrar hamingju ekki náð hon- um í Kaupmannahöfn. Hann barðist ekki aðeins fyrir list sinni og tœkni, heldur einnig — og með góðum ár- angri — fyrir metorðum og bœttri þjóðfélagsaðstöðu sér og samstarfsmönnum sínum til handa. Enn þann dag í dag njóta listdansarar góðs af þeirri baráttu. Afburðamaður við stjórnvölinn hefur úrslitaþýðingu fyrir ballettflokk, sem getið hefur sér frábœrt orð. í því efni hefur hamingjan verið danska ballettinum hliðholl. Hann hefur haft á að skipa þrem miklum leiðtogum, þegar margir aðrir hafa ekki einu sinni getað státað af einum. Hinn þriðji var Harald Lander, en hans naut því miður ekki nœrri því eins lengi og fyrirrennara hans. Á stjórnar- árum sínum lyfti hann ballettinum til mikils vegs með ár- vekni sinni, skilningi á framþróun listdansins almennt og umhyggju fyrir fjársjóðum fortiðarinnar. Þau tíu ár, sem liðin eru síðan hann hvarf frá Konunglega danska ballettinum, eru uggvœnlega langur tími stjórn- leysis. Fyrri reynsla sýnir að rétt hefur tekizt að fleyta ballettinum yfir slík tímabil. Það voru þegar bezt gegndi, tímaskeið, er hreinsað var til, haldið í horfinu og einkum stefnt að þvi að fá annarra þjóða viðfangsefni til sýn- inga. Nœrri allir mikilvœgir erlendir kóreografar hafa verið boðnir til að setja á svið eða endursýna einhvern leikdansa sinna og orkar það hverju sinni endurnýjandi á listdansflokk, en getur einnig leitt þann sama flokk list- dansara, sem vantar sterkan leiðtoga, í hœttulega upp- lausn. í Danmörku hefur þessi úrlausn þó, allt til þessa gefið að- dáunarverða raun. Hefðir ballettsins eru svo fastmótaðar, að hann getur alltaf snúið til þeirra á ný. Ástandið leiðir hugann að kínverska máltœkinu, sem segir að sá sem sigri verði að lokum Kínverji. — Á undanförnum ár- um höfum við séð „Graduation Ball" eftir David Lic- hine og „Fanfare" eftir Jerome Robbins verða að langt- um betri listdönsum á danskri grund en þeir voru nokkru sinni í Ameríku. Ef við lítum lengra til baka, minn- umst við fullkominna „Skógardísar" og „Coppelíu", hvort tveggja afar góðar sýningar. Bezta dœmi um slíka „danska túlkun", sem átt hefur sér stað á tímum stjórn- leysis, er ef til vill sviðsetning Emilie Walbom á „Carne- val" eftir Fokin: hún varpaði fyrir borð tónlistinni, kóreó- grafíunni og flestum persónunum,- aðeins örlítið af sjálfri hugmyndinni var eftir, en niðurstaðan engu að síður einn af traustustu og vinsœlustu dönsku leikdönsunum: „Drommebilleder". Æskileg þrón getur þó varla haldið áfram, nema stórhuga listamaður taki aftur að sér forystuna. Mikla leiðtoga er erfitt að finna, en Konunglegi danski ballettinn hefur fram til þessa haft lánið með sér. Megi hann einnig í framtíð- inni — á mikilvœgu sviði framþróunar — reynast „frá- bœr". 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.