Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 81

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 81
en svei mér þá, ég held hann hafi ekki einu sinni ahnanak. Og hver verður að taka afleiðingunum ? Á hverjum bitnar allt það vandræðafargan sem dellan í honum hefur í för með sér? Mér. Nú vill hann endilega troða þessum svokallaða nýja lýðveldisher hingað inn á mig. — (Colette og rússneskur sjómaður koma inn. Þegar hann sér rúmið, byrjar hann strax að hátta, en Colette dregur hann með sér upp). COLETTE: f þetta sinn hef ég hitt á einn af réttu sortinni, biðið þið bara. PAT: Nógu slæmt er að þurfa að reka staðinn fyrir landeyður, skoffín og skyndi- konur — MEG: Skyndikonur? PAT: Já, það er gamalt og kurteist orð yfir hórur eins og þig. Meg: Heyrðu góði! Viltu bara gá að hvað þú lætur út úr trantinum á þér í viður- vist heiðvirðs kvenfólks! Hver segir að ég sé hóra? PAT: Ég segi það — nema búið sé að reka þig úr stéttinni — með skömm? (Sjómaðurinn syngur af ástríðu uppi). MEG: Ja, ef ég er hóra, þá ert þú þjófur. — Að minnsta kosti ertu ekki yfir það hafinn að hirða meiripartinn af tekjunum. Og þar ert þú ekkert annað en réttur og sléttur meglari. PAT: Það er stórt orð Hákot. En kannski mér takist að aura saman nógu miklu til að bera þennan titil með rentu þó það gæti reyndar dregizt æði lengi ef ég ætti ekki að hafa neitt að stóla á nema þessa hungurlús sem þú vinnur þér inn. MEG: Þú veizt þá hvert þú átt að skakk- lappast, ef í harðbakka slær. Og hættiðið þessum andskotans gauragangi þarna uppi! COLETTE (að tjaldabaki): 0, éttt’ann sjálf! PAT: Sú lund er hörð sem hæðir örkumla mann sem missti fótinn fyrir föðurlandið á bióðvellinum, nánar tiltekið þremur mílum fyrir utan bæinn Mullingar. MEG: Ætli þessi löpp þín sé í nokkuð verra standi en lappir eru yfirleitt vanar að vera. PAT: Hvernig heldurðu annars að hægt væri að halda hér opnu húsi fyrir þann tittlingaskit sem ég fæ hjá Monsjúr? Og mundi nokkur lifandi maður á Englandi eða hér á írlandi gera sér rellu út af því hvort hann er dauður eða lifandi, ef ég gerði það ekki? MEG: Ekki ég, að minnsta kosti. PAT: Nei, ég einn held ennþá tryggð við karlálftina af því við börðumst hlið við hlið fyrir írland í gamla daga. Má ég syngja lagið núna? MEG: Nei, fyrir alla muni — PAT: Tóninn, takk fyrir. — (Meðan Pat syngur, koma allir aðrir ibúar hússins inn, taka undir sönginn, fá sér að drekka). PAT (syngur „On the Eighteenth Day of November"): Rétt hjá Macroom við lágum í leyni, þar sem lyngið var rautt eins og blóð, eina nóvembernótt fyrir löngu, þegar nálgaðist fjandmannaslóð. Síðan hófum við skothríð sem skall á eins og skrugga með ferlegum gný. Og hver Breti var búinn að vera, þegar byssurnar þögnuð’ á ný. (Rússneski sjómaðurinn heyrist syngja að tjaldabaki). RIO RITA (að tjaldabaki): Oj bara, þeg- iðu þarna, útlenda óþverra-kvikindi. MEG: Þú ert alltaf að gaula um gamla daga og þessi fimm dýrlegu ár ykkar, en fussar og sveiar yfir strákunum okkar í dag og finnst skitur til þeirra koma. Hver er munurinn, má ég spyrja? PAT: Vetnisprengjan. Hún slær mann alveg út af laginu. Vetnissprengjan er svo stór, mín fróma, að í samanburði við hana verða allar aðrar sprengjur eins og hvert annað núll og nix. írski lýðveldis- herinn er orðinn úreltur, búinn að vera — ALLIR: Nei. Nei. Við mótmælum! PAT — og sömuleiðis breski flugherinn, og franska útlendingahersveitin, og kin- verski fjallaherinn í Tíbet og Rauði her- inn — RÚSSNESKI SJÓMAÐURINN (að tjalda- baki): Njét ! PAT: — og landgönguliðar Bandaríkjahers og falangista herinn á Spáni, og skozki lífvörðurinn, og velski lífvörðurinn og — MEG: Ekki þó lífvörður páfa? — (Það hvín aftur í sekkjapípum. Nú er verið að spila. O’Donnell Aboo“. Monsjúr inn á sviðið. Mann er hár maður með stórt hvítt yfirskegg, klæddur pilsi (,,kilt“), ber sekkjapípu sína með miklum virðuleik. Hann lýkur leik sínum með löngum tón). MONSJUR: Cén caoi ina bfuil tu. (Ég býð góðan dag). PAT (sprettur á fætur og gerir honör að gömlum hermannasið): Hr. hershöfðingi! MONSJUR (gerir honör): Herdeildin taki sér hvíldarstöðu. — (Hinir fara allir nema Meg). PAT: Þakka fyrir, Monsjúr. Allt tilbúið fyrir gestinn. MONSJÚR: Gott! Ágætt! Liðið kemur á hverri stundu. PAT (á skjön): Liðið? Guð minn góður! (Við Monsjur). Hvað má maður búast við mörgum? MONSJUR: Það verða tveir verðir og svo fanginn. PAT: Fanginn ? MONSJUR: Já, við höfum aðeins þennan eina í þetta sinn, en það er góð byrjun. PAT: Vissulega. Vissulega. Eða eins og þar stendur „Mjór er mikils vísir”. MONSJUR: Ja, við írarnir erum nú vanir að segja „Margir steinar gera heila höll, — Iss in yeeg a kale — ah shah togeock nuh cashlawn”. PAT (við áhorfendur): Heyrðuð þið þetta Það var írska, þessi príma fína írska, mað 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.