Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 82

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 82
ur. Ekki amalegt aS hafa fengið tækifæri til að læra hana á háskólanum í Oxford. Munur en ég sem er eins og hver annar ó- menntaður innfæddur bjáni og skil hvorki haus né sporð af þessu. Hvað annars með fangann sem hershöfðinginn var að minn- ast á? MONSJUR: Enskur hermaður sem þeir tóku í gærkvöld rétt við landamærin. PAT: í Armagli? MONSJUR: Aðeins einn að vísu, en áður en langt um líður verðum við farnir að taka heilu kippurnar af þeim. PAT (á skjön): Það vona ég Guð gefi þeir fari ekki að rusla þeim öllum hingað. MONSJUR: Hvað þá? PAT (hærra): Ég var að segja að nú væri aftur orðið gaman að lifa, þegar piltarnir okkar eru farnir að drífa í hlutunum. MONSJUR: Já, stórkostlegt. Og svo, áfram með smérið. (Út). MEG: Hann er nú eiginlega bezta skinn, karlfauskurinn, þó að hann sé dálítið klikkaður. PAT: Já, en heyrðirðu hvað til stendur? Ég hélt þeir ætluðu að láta nægja að gera þennan kofa að eins konar herbúðum fyrir lýðveldisherinn og það hefði verið nógu slæmt. En það er sem sé meiningin að koma hér upp stríðsfangabúðum, svo mað ur mú búast við að það fari heldur betur að hitna undir rassinum á manni. MEG: Við ættum að vera stolt af að fá tækifæri til að hjálpa þeim mönnum sem berjast fyrir írland. Sérstaklega þessum veslings pilti sem á að hengjast í tugt- húsinu í Belfast á morgun. PAT: Það er naumast ættjarðarástin er allt í einu farin að krauma í þér. En hvar í andskotanum varst þú annars árið 1916 þegar virkilega var barizt af krafti fyrir málstað frlands ? MEG: Ég var því miður ekki fædd þá. PAT (fórnar upp höndum): Það vantar ekki afsakanirnar. En það þýddi sko ekki að vera með neinar afsakanir í þá daga þegar við urðum að ræna öllum okkar hergögnum beint úr krumlunum á sjálf- um brezka hernum. MEG: Ég man nú ekki betur en þú segðir þið hefðuð keypt þau af dátunum á hinum og þessum búlum, þegar þeir voru orðnir mátulega fullir. Sjálfur sagðistu hafa feng- ið skammbyssu, tvö hundruð skot og ágæt is reiðbuxur hjá hestastrák eins höfuðs- mannsins fyrir tvær ölkrúsir og fimmtíu Wild-wood-bine-sigarettur. PAT: Ég hefði ekki átt að láta hann hafa neitt. En ég vorkenndi strákgreyinu. MEG: Af hverju? PAT: Hann var trúlofaður mágkonu minni —(Hark og læti uppi á lofti, og mann- skapurinn ryðst inn, þar með talinn rússn eski sjómaðurinn, nema buxurnar hans hafa orðið eftir uppi). MULLEADY: Hr. Pat, Hr. Pat, þessi sjó- ari, hann — hann er Rússi! PAT: Er hann hvað? MULLEADY: Kommúnisti? PAT: Og þjáist af bólusótt eða hvað? MULLEADY: Haxm er kommúnisti. COLETTE: Já, Pat, og það samrýmist ekki trúarskoðunum mínum að koma nærri svoleiðis köllum. PAT: Það þýðir ekki annað en reka sinn bisniss eftir því hvar tækifærin bjóðast nú til dags. Ég veit ekki nema eina gilda ástæðu til að sparka manni á dyr, og hún er nú að haim sé blankur. MEG: Ætli hann sé það ekki einmitt — ofan á allt hitt. PAT: Við skulum sjá til. Hafið þér gelt? Peninga? Dollara? Pund? Marken? Rúbl- en? RÚSNESKI SJÓMAÐURINN: Da. Da. (Tæmir vasana; margir seðlar koma í ljós) MEG: Nei, hafði þið nú nokkurn tímaim vitað annað eins! — (Viðstaddir ná sér í seðla, hver eftir sinni getu). Peningar eru betri en nokkur trúarbrögð. PAT: — og nokkur pólitík. (Monsjur kemur inn og ávarpar Rússann á írsku, og Rússinn svarar á rxissnesku). MONSJUR: Djarfar fyrir degi nýjum, drynur þrumurödd á skýjum; kveður við um írland allt. Enska Ijón, þú falla skalt! RÚSSINN: Mír y drushva! MONSJUR: Cén caoi ina. (Við Colette). Áfram með smérið væna mín. írland hef- ur þörf fyrir kvenmannsstörf ekki síður en hvað annað. (Fer). PAT: Já, flýttu þér bara að hespa þessu af. COLETTE: Nújæja. En ég er nefnilega þegar búin að skrifta þrisvar sinnum og vildi þess vegna ekki gera neina vitleysu. (Rússneski sjómaðurinn og Colette hverfa aftur upp á loftið og allir fara nema Mull- eady, Meg og Pat). MULLEADY: Ég biðst afsökunar frú — ég meina í sambandi við þennan Rtissa. En mér fannst að sem sannkristinn maðxir gæti ég ekki lengur lokað augunum (fyr- ir) — PAT: Gallinn er einmitt sá að þér skuluð ekki loka glymunum fyrir fxillt og allt. MULLEADY: Já, meðal annarra orða, — þvotturinn miim, frú Meg, það eru þrír dagar síðan hann átti að vera tilbúinn. Ég fer að halda að hann hafi aldrei verið sendur á þvottahúsið. PAT: Það þurfti ekki. Hann gekk þangað af sjálfsdáðum. MULLEADY: í kvöld á ég að mæta á áríð- andi fund í einni af nefndunum mínum og ég er alveg skyrtulaus. MEG: Af hverju biðjið þér ekki Fanga- hjálpamefndina að skaffa yður skyrtu. MULLEADY: Þér vitið ósköp vel að það er einmitt ein af nefndunum minum. MEG: Nú jæja, farið þér þá og þvoið sjálf- ur af yður skyrtu. MULLEADY: Þér vitið að ég get það ekki. MEG: Ja, ef þér ætlið að halda áfram 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.