Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 86

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 86
að skreppa hingað niður sem snöggv- ast. GILCHRIST: Ég er ekki alveg búin með sálminn, Mr. Mulleady. MULLEADY: Hvaða sálm, Miss Gilchrist? GILCHRIST: Davíð, Ó Davíð, Drottins þjónn. MEG: Segið henni að hún geti slaufað honum. Ég skuli í staðinn sýna henni hvar Davíð keypti ölið. MULLEADY: Fyrir alla muni, Mrs. M. (Mulleady fer upp, hjálpar Miss Gilchrist á fætur. Þau búast til að mæta örlögum sínum saman, ganga einbeitt niður, syngj- andi undir afskræmingu á Largóe Hand- els.) MISS GILCHRIST og MULLEADY: Þegar við af eldmóð saman sækjum sigrandi þann í stríð við Drottins hlið, skelfingu lostið skjögrar burt á hækjum skrattans málalið. (Miss Gilchrist stendur staðföst eins og klettur meðan Mulleady útbýtir frelsun- arlitteratúr.) MISS GILCHRIST: Leitið frelsunarinnar bræður mínir og systur, leitið frelsunar- innar. Enn einum syndara bjargað í dag. Jesús lifir. MULLEADY: Þetta er Miss Gilchrist. MEG: í nafni Krists — ef mér leyfist að spyrja — hvers konar eiginlega nefn er Gilchrist ? GILCHRIST: Það er gamalt og gott írskt nafn. Upphaflega „Giolla Christ", sem þýðir þjónn Krists — eða þjónustustúlka. MEG: Ja, það er ekki slorlegt fyrir hann að fá svona þjónustustúlku — þriðja flokks hóra beint af götunni. GILCHRIST: Ég tek á mig þyrnikórónu svívirðinganna með sama jafnaðargeði og vor svívirti Frelsari. MEG: Þú tekur á þig hvað sem hafa vill, eins og fleiri hér um slóðir, þú ert búin að vera þrjá tíma uppi á herbergi hjá honum. MULLEADY: Fimmtán mínútur í mesta lagi, frú M. ALLIR: Þrjá tíma! GILCHRIST: Við vorum að ræða saman um sálir okkar. (Mr. Mulleady og ungfrú Gilchrist syngja — „Sálir okkar, sálir okkar“.) MEG: Já, ætli maður fari ekki nærri um hvaða metóðu þið hafið notað við þær sálarrannsóknir og pillaðu þig burt héðan, áður en ég tek mig til og sendi sálina úr þér þangað sem hún á heima. GILCHRIST: Ég fyrirgef yður. Þér eruð eins og hver annar syndugur vesalingur. MEG: Og þú ert eins og hver önnur ómerkileg frístundahóra. PAT: Þegar hefðarmeyjar hittast, ganga hrósyrðin á víxl. GILCHRIST: Anastasius. (Allir líta kringum sig.) GILCHRIST: Komið með mér. Þetta er Sódóma og Gómorra. (Meg þrífur í hann.) MULLEADY: Ég get það ekki, Miss Gil- christ. Ég á eftir oð borga leiguna. GILCHRIST: Ég mun biðja fyrir yður, Anastasius — skóna mína takk. MULLEADY: Komið þér aftur, Miss Gil- christ ? GILCHRIST: Já, ef Herrann veitir mér styrk til þess. Guð veri með ykkur. (Rússneski sjómaðurinn hefur tilburði til að góma hana, hún hleypur út.) MULLEADY: (á eftir henni): Evangelína! PAT: Skip sem mætast á nóttu. MEG: Hefurðu nokkurn tíma vitað annað eins? Er ekki kominn tími til að þú látir hendur standa fram úr ermum og pressir út úr honum einhverja skýringu, eða á ég að gera það? PAT: Æ, góða vertu ekki að blanda mér í þetta. Það varst hvort sem var þú en ekki ég sem kom með hann dragandi hingað í upphafi. MEG: Já, það er satt og Guð veri mér náðugur yfrir það. Mætti maður ætlast til að þú sýndir okkur þá tillitssemi að hypja þig burt héðan með þitt leiðinlega bjána- smetti, viðurstyggilegi vælukjói! (Mulleady býst til að fara.) Nei ekki þér. Hann! RIO RITA: Er þetta þá allt þakklætið? Eða hver var það sem kom upp um svína- ríið. Ég vissi svo sem alltaf hvers konar persóna hann var þessi gamli drullusokk- ur. MULLEADY: Þér ættuð nú að hafa vit á að þegja. Svona ... bí.. bí. . RIO RITA ... bí.. bí... Vorið er komið víst á ný MULLEADY: Snuðrari! Naðra! RIO RITA: Lúsablesi! PAT: Heyrið þið mig! Hvernig væri að einhver færi að borga leiguna? (Herbergið tæmist eins og fyrir töfra- áhrif. Aðeins Rio Rita er gómuð á stig- anum.) RIO RITA: Hvernig geturðu verið þekktur fyrir að rexa um jafn hversdagslega hluti og húsaleigu þegar kunningi manns er kominn í heimsókn. PAT: Svona, ég anza ekki neinu kjaftæði. Hvar er leigan? Jú, vel á minnst, hvað heitir hann? RIO RITA: Grace prinsessa. PAT: Ætlastu til að ég fari að færa hann inn í gestabókina sem Grace prinsessu? RIO RITA: Nei, það er bara gælunafn. MEG: Gælunafn! Ó, — gerið mig ekki feimna. PAT: En hvað er hans rétta nafn? RIO RITA: King Kong. (Fer.) (Læti í eldhúsinu, rifrildi milli Mulleady og Ropeen. Mulleady kemur inn, heldur á óhreinni skyrtu.) MULLEADY: Mr. Pat, Mr. Pat! Hefur hún nokkurn rétt til að leggja undir sig allt eldhúsið, þó að hún vilji fá sér fótabað — og veiti reyndar ekkert af því. — Ég ætlaði bara að þvo af mér eina skyrtu. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.