Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 87

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 87
(Endurheimtir sinn virðuleik.) Allt þetta veður út af henni Miss Gilchrist. Hún kom hingað aðeins til að ræða við mig trúmál. MEG: Já, ætli það ekki. Þær eru einmitt verstar sem mest gapa um svoleiðis. Skyldi maður þekkja þær! PAT: Jú, skyldi maður þekkja allt sitt heimafólk. MULLEADY: Ég læt ekki bjóða mér þess- ar óviðurkvæmilegu aðdróttanir lengur. Svo má brýna deigt járn að bíti. Heyrið þér það Mrs. M. Yður virðist ekki vera ljóst við hvem þér eruð að tala. Eg er þremenningur við einn af Cowlkenny- ættinni frá Cowlcock (frb. kálkokk.) MEG: Sjálfur getið þér verið kokkálaður kokkáll frá Cowlcock fyrir mér. Svona, hérna er kústurinn og hundskist þér svo til að hreinsa burt óþverrann úr herberg- inu yðir, gamli melludólgur. MULLEADY: Ég læt ekki bjóða mér þetta. (Fer.) PAT: Ef þessu sýningaratriði er lokið, þá vildi ég gjaman fá eitthvað að reykja. MEG: Ég sendi stelpuskjátuna eftir sígar- ettum fyrir langalöngu. Ég skil ekki hvað hún getur verið að drolla. Hérna, fáðu þér eina Gaul-o-ise á meðan. PAT: Gaul og hvað? MEG: Æ, þetta eru franskar sígarettur. Ég fékk þær hjá ungu fulltrúarolunni við franska sendiráðið — þessum sem kallar allt írskt kvenfólk mömmu sína. PAT: (lyktar af sígarettunum): Franskt hrossatað, takk. Ég held ég bíði heldur eftir mínu eigin írska hrossataði og á meðan ætla ég að syngja vísuna um manninn sem datt og braut á sér annan handlegginn og hinn líka. MEG: Það er ein af þessum vísum sem þú segist ætla að syngja og syngur svo aldrei. PAT Ja, það er þó að minnsta kosti ein sem ég syng stundum. (syngur): (There’s no Place on Earth). Það finnst ekki hérna í heimi neinn heimur sem brúklegri er en heimurinn í okkar heimi og heimur sá batnandi fer. TERESA (kemur hlaupandi): Sígaretturn- ar yðar, Sir. PAT: Velkomin, stúlka mín, vertu marg- sinnis velkomin! Þú ert hrífandi. Ef ég væri ekki giftur, þá mundi ég sýna þér það í verki. TERESA: Fyrirgefið hvað ég var lengi, Sir. MEG: Viltistu? TERESA: Já, eiginlega. Á ég að halda áfram að búa um, Meg? MEG: Já, þú getur gert það. PAT: Og vertu ekkert að söra mig, stúlka mín. Eini sörinn í þessu húsi, það er hann Monsjur okkar. Mig skaltu bara kalla Pat. TERESA: Já, Sir, Pat, það er maður hérna fyrir utan. PAT: Er hann á leiðinni inn? TERESA: Hann er að minnsta kosti eitt- hvað að glápa. PAT: Er það lögregluþjónn? TERESA: Nei nei, þetta er allra viðkunn- anlegasti maður. PAT (fer til að gá að manninum): Hvar er hann núna? TERESA: Hann er þarna, Sir — Pat. PAT: Ég get ekkert séð gleraugnalaust. Er hann í hermannakápu með merki í barminum ? TERESA: Einmitt, Sir. Hvernig vissuð þér það? MEG: Hann er gæddur spádómsgáfu, Ter- esa. TERESA: Það stendur á merkinu að hann tali bara írsku. PAT: Ja, mikið þó helvíti. Það þýðir að við verðum að bjarga okkur á fingramáli, því ef ég færi að babbla það litla sem ég kann í írsku, þá mundi það eflaust enda með því að við yrðum báðir teknir fastir. En merkið táknar sjálfsagt að hann sé offiseri. TERESA: Hann er með annað merki þar sem stendur að hann drekki ekki. PAT: Noh! Með öðrum orðum háttsettur offiseri. MEG: í guðanna bænum, farið ekki að hleypa svoleiðis fólki hingað inn. PAT: Hann kemur nú inn, í fyllingu tím- ans, hvað sem hver segir. — Heyrðu mig annars, Teresa litla, þú hefur ekki verið hér lengi, en maður getur treyst því að þú þegir yfir því sem þér er trúað fyrir, er það ekki? TERESA: Jú, það er óhætt að treysta þvi, Sir. PAT: Það kemur hingað maður, núna bráðum, og þú átt að færa honum eitt- hvað að éta, svona eftir því sem á stend- ur. Og ef þú passar að segja ekki nokk- urri hræðu frá þessu, þá er þér velkomið að vera hér það sem þú átt eftir ólifað. MEG: Ja, þangað til hún giftist að minnsta kosti. TERESA: Ó þakka yður fyrir, Sir. Satt að segja kann ég ágætlega við mig hérna. PAT: Og við kunnum ágætlega við þig, Teresa litla. TERESA: Ég vona bara að mér takist að vinna verk mín þannig að allir verði ánægðir. PAT: Ég mundi nú vera ánægður ef þú vildir bara vera svolítið glaðlegri stund- um og kannski hlæja obboðlítið, í stað- inn fyrir að vera alltaf svona alvarleg. TERESA: Ég er fædd svona. (Syngur. „Open the door softly“.) Opnaðu dyrnar hægt og hljótt, haustmyrkur leggst yfir bæ. Mín höfugu tár falla ár eftir ár, en aldrei ég brosi né hlæ. Ég man hvað hún amma var öskuvond, er Ulster var rænt okkur frá. Um dægurin löng þarna sat hún og söng um svik þau, sem drýgð voru þá. En róðukross hékk uppi hátt á vegg með heilagar myndir og krot, og ofan hann féll svo ógnlegum skell, að amma var slegin í rot. Opnaðu dyrnar hægt og hljótt, haustmyrkur leggst yfir bæ. Mín höfugu tár falla ár eftir ár, en aldrei ég brosi né hlæ. MEG: Yndisleg rödd — finnst þér það ekki, Pat? PAT: Jú, þið tvær eigið einkarvel saman. Veiztu hverju þú líkist mest núna, Meg? MEG: Já, hóru með hjarta úr gulli. Það mundirðu að minnsta kosti segja ef þú værir orðinn nógu fullur. (Offiserinn og sjálfboðaliðinn ganga inn.) RIO RITA: Er þetta maðurinn frá heil- brigðiseftirlitinu, Pat ? OFFISER: Skítur, skítur. Staðurinn er á kafi í skít. (Sér sofandi Rússann.) Fjar- lægið þetta. PAT: Á hvers vegum er þetta nú aftur? COLETTE: Mínum. RIO RITA: Ég skal hjálpa þér með hann. COLETTE: Nei, takk. Þú snertir hann ekki með þínum saurugu krumlum. (Fer út með Rússann.) OFFISER: Hver fer með stjórnina hér? PAT: Ég. OFFISER: Kjallarinn er fullur af drasli. PAT: Drasli. Hverslags orðbragð er þetta? Ég tók að mér að geyma iimbúið úr húsi sem hrundi næstum til grunna fyrir tveimur vikum. OFFISER: Hvað er þetta fólk að gera hér? PAT: Þetta er bara hún Meg og hún Ter- esa .... OFFISER: Út með þær. PAT: Þið heyrið hvað maðurinn segir. MEG: Komdu Teresa. Þeir eru að fara í dátaleik og við skulum ekki trufla þá. (Pat, Offiserinn og sjálfboðaliðinn einir eftir.) OFFISER: Þér verðið að ryðja kjallar- ann. Við getum þurft að nota hann sem undankomuleið. PAT: Já, Sir. OFFISER: Hér eru allar fyrirskipanir vél- ritaðar skýrt og greinilega. Þrjú eintök, eitt handa yður, eitt handa mér, eitt handa aðalstöðvunum. Þegar þér eruð búinn að athuga yðar eintak nákvæm- lega, þá skrifið undir það og eyðileggið það síðan. Kunnið þér eitthvað í írsku? PAT: Ekki baun, því miður. OFFISER: Þá verðum við að tala ensku. Hafið þér nógan mat handa þremur mönnum í einn sálarhring? PAT: Já, svo framarlega sem þeir ætla ekki að sitja við allan tímann og kýla vömbina. OFFISER: Má ég líta á salernið? PAT: Já, gjörið svo vel, dyrnar þarna. — nei, ekki þessar, — hinar, þessar þarna. Nógur pappír og allt það, en 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.