Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 93
með svoleiðis fólki, stöðug andskotans
slagsmál og rifrildi.
OFFISER: Ef ég vissi ekki að þér börðust
í stríðinu 1916 þá .. .
(Sekkjapípur o. s. frv. Mótmælagangan.)
MEG: Teresa! Teresa! Heil hljómsveit og
allt hvað eina.
PAT: Hvað gengur á?
MEG: Þetta er út af stráknum sem verð-
ur hengdur í fyrramálið.
PAT: Æjá — mótmælagangan.
TERESA: Aumingja strákurinn. Aumingja
strákurinn.
(Þau koma öll fram að fótljósunum. Ljós-
in breytast svo maður getur aðeins séð
andlitin í kastljósunum. Andlit hermanns-
ins sker sig úr á pallinum fyrir ofan. í
myrkrinu heyrist „Flowers of the Forest“
spilað á sekkjapípur.)
PAT: Alveg eins og þegar Verkamanna-
flokkurinn fylgdi Jim Larken til grafar.
OFFISER: Nóg af lögregluþjónum.
MONSJUR: Svona á það að vera, borðar
og spjöld í tugatali. „Enn ein fórn vegna
hins fjötraða írlands".
MEG: „England, böðull þúsundanna — í
Kenya! á írlandi! á Kýpur! um allan
heim!!!“
MULLEADY: „Látið lausan píslarvottinn
í Belfast".
MEG: „Sá dagur kemur að England sekk-
ur svo djúpt, að það verður hvergi hægt
að ganga um það þurrum fótum“.
RIO RITA: „Átján ára gamall — í fang-
elsi fyrir írland“.
ROPEEN og COLETTE: Veslings, veslings
drengurinn.
MEG: Ó, þessir viðbjóðslegu blóðhundar!
(Allur skarinn fylgir göngunni með aug-
unum.)
HERMAÐUR: Þið vitið út af hverju öll
þessi læti eru, er það ekki? Blöðin hafa
verið full af því. (Svaka æsing, maður.)
Þessi írski náungi þama í grjótinu í Bel-
fast, þessi sem verður látinn dingla í
fyrramálið, þetta er allt út af honum. Lás-
uð þið ekki um hann í blöðunum? Við
lásum allt um hann. Strákarnir í minni
herdeild eru nefnilega flestir nýliðar á
herskyldualdri. Ég meina sko, þeir eru
allir á svipuðum aldri og þessi strákur
þarna sem þeir ætla að stúta í fyrramál-
ið.
(Pípurnar hljóðna.)
MEG: Þá er það búið.
PAT: Jæja — Guði sé lof að við förum
ekki öll þessa sömu leið.
MONSJUR: Þetta heppnaðist ágætlega,
Patrekur. Góð mæting. Góð stemmning,
allt eins og það átti að vera. (Fer.)
MISS GILCHRIST: Mér kemur áreiðanlega
ekki dúr á auga í alla nótt.
RIO RITA: Þú þessi manndrápari og blóð-
hundur, af hverju pillarðu þig ekki bara
heim í þitt eigið land.
HERMAÐUR: Ég er tilbúinn að fara eins
og skot. Ég bað andskotann aldrei neinn
um að senda mig hingað.
(Sjálfboðaliði rekur pakkið út, Miss Gil-
christ notar tækifærið á meðan.)
MISS GILCHRIST: Er þetta enski piltur-
inn? Má ég gefa honum dálítið?
PAT: Hvað er það?
GILCHRIST: Það er grein í blaði og af því
hún er um drottninguna hans, þá hélt ég
kannski að hún gæti orðið honum til hug-
hreystingar.
PAT: Er hún úr einhverju hasarblaðinu ?
GILCHRIST: Hún er úr Daily Express og
heitir „Innan hallarveggjaxma". (Les.)
Mikið er vitað um líf drottningarinnar á
yfirborðinu, en fátt eitt um það hvernig
hún lifir lífi sínu í raun og veru. Eftir-
farandi grein var skrifuð í náinni sam-
vinnu við einkavini og ráðgjafa drottn-
ingarinnar".
HERMAÐUR: Ég þakka kærlega, frú mín
góð, en ég hef bara ekki nokkurn áhuga
á svona kjaftæði. Hafið þér ekkert annað ?
MULLEADY: Evangelina!
MISS GILCHRIST: Hver er að kalla?
MULLEADY: Ég. Ég. Ég. (Eins og krakki.)
Mig vill heyra meira, Lommér heyra
meira.
GILCHRIST: Ja, fyrst pilturinn kærir sig
ekki um það, þá —
MULLEADY: Jú — lommér lesa áfram.
GILCHRIST: Gjörið svo vel, Anastasius.
MULLEADY: „Innan hallarveggjanna, —
fylgizt með þessari frásögn frá byrjun,
því að hér er fjallað um vandamál drottn-
ingarinnar af meiri þekkingu og dýpra
innsæi en nokkru sinni fyrr, og einkalífi
hennar er lýst af hrifandi næmleika og
samúð, og engu sleppt. „Ó, má ég eiga
það, Miss Gilchrist?
PAT: Hérna! Fáið mér þetta. (Þrífur blað-
ið.) Svona endissamsetning vil ég bara
ekki hafa í mínum húsum. Nei, hvað er
að sjá — það er írskur náungi sem skrif-
ar þetta — Dermot Morrah.
RIO RITA: Ég trúi því ekki.
MEG (bendir á Miss Gilchrist): Og hún
leyfir sér líka að kalla sig írskan kven-
mann, Þetta gamla tíkarskar.
(írskir ættjarðarvinir fara o. s. frv.)
MISSS GILCHRIST: Ég hef ekkert á móti
konungsfjölskyldunni. Mér finnst það
vera yndislegt fólk, sérstaklega hann Pet-
er Townsend og hún Uffa gamla Fox, sem
passaði drottninguna þegar hún var lítil.
Ég næ mér alltaf í sunnudagsblöðin til að
vita hvernig þeim líði. Blöðunum ber að
vísu sjaldnast saman, en maður leggur
bara saman tvo og tvo og þá verður þetta
allt svo lifandi og eðlilegt eins og maður
sitji sjálfur með þessum yndislegu mann-
eskjum í teboði heima í Buckinghamhöll.
Og maður les að Filippus komi bráðum í
sjónvarpið og Margrét og Pétur fara út að
dansa á einhverju hóteli — alveg eins og
gert er hér á hótelinu yðar, herra Pat.
MULLEADY (syngur og tekur aftur upp
blaðið):
Blaðið mitt ég betur les
en Biblíuna sjálfa!
HERMAÐUR: Ja, ég mundi nú af tvennu
illu heldur velja Biblíuna, lagsmaður. Ég
las hana einu sinni þegar ég lá í matar-
eitrun heima í kampinum og það má vel
þrælast í gegnum hana, þó að sumir kafl-
arnir séu auðvitað ferlega leiðinlegir. En
maður hleypur bara yfir þá, og les ekkert
nema hina kaflana, þessa átakanlegu.
MISS GILCHRIST: Megum við syngja fyrir
yður?
HERMAÐUR: Já, endilega hreint.
(Þau syngja: „Nobody loves you like
yourself".)
GILCHRIST:
Það stendur skrifað skýrt í Biblíunni,
að skylt oss sé að virða náungann
og elska hann af hjartans dýpsta
grunni,
svo hann í staðinn læri að elska mann.
MULLEADY:
En gallinn er að þett’ er bölvað blaður
sem bókstaflega á sér hvergi stað.
BÆÐI:
Það elskar mann sko ekki nokkur
maður
nem’ ef að maður sjálfur skyldi gera
það.
MULLEADY:
f fyrri tíð ég forðaðist þann skolla
að fást við það sem Bretum þótti ljótt,
þó enskir dátar brytu alla bolla
í búrinu hjá mömmu eina nótt.
Og seinna þegar frelsisskrá var fengin,
ég Fríríkinu allrar gæfu bað.
En samt ég veit það elskar mann sko
enginn,
nem’ ef að maður sjálfur skyldi gera
það.
BÆÐI:
Vort líf í þessum lægri millistéttum
er lítið skárra en það forðum var.
Við stöndum ennþá eins og fé í réttum
og einskis bíðum nema slátrunar.
Þó leyfi ég mér að segja enn og aftur
(sem er þó fyrir löngu margsannað):
Það elskar mann sko ekki nokkur
kjaftur,
nem’ ef að maður sjálfur skyldi gera
það.
(Pat rekur alla út nema hermanninn.)
PAT (við lok söngsins): Takk, þetta er
meira en nóg. Og komið ykkur nú út héð-
an! (Við hermanninn): Hugsið ekkert um
þetta gamla fífl þarna. Ef þú þarft að
skreppa frá aftur, þá kallaðu bara á mig.
HERMAÐUR: En ef þú skyldir vera sof-
andi?
PAT: Ég hef ekki sofnað blund síðan 8.
maí 1921.
HERMAÐUR: Lentirðu í slysi?
PAT: Ég lenti í þremur slysum. Þeir
börðu mig og þeir spörkuðu mér til og
frá og þeir ráku byssustingi í kviðinn á
mér í Arbourhillfangabúðunum.
HERMAÐUR: Löggan ? Tómar bullur,
finnst þér það ekki?
91