Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 103

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 103
GILCHRIST (syngur): Minn Guð ég einan elska og engan nema hann og mér er alveg meiniila við myrkrahöfðingjann. En Kennedy og Krústjoff eg kurteislega bið: Fiktið ei við, fiktið ei við, fiktið ei tunglstötrið við. Ég er ein kristin kona og kann á fáu skil; sem Herrans lamb eitt litið ég lifa og deyja vil. Og heimsins vísdómshausa af hjartans auðmýkt bið: Fiktið ei við, fiktið ei við, fiktið ei tunglstötrið við. MEG: Burt með þig af sviðinu, þú þú gjörspillta katólska grátkerling. GILCHRIST: Það er aldeilis uppi typpið á lágsléttunni. Hvað öllu hefur annars hrak- að hér síðan Bretarnir fóru. HERMAÐUR: Þeir eru ekki allir farnir. Ég er hér enn. En segið mér nú, af hverju þessir nefapar þarna vilja endilega kála mér. MEG: Þú hefur kannski ekki kosið rétt. HERMAÐUR: Ég fœ ekki kosningarétt fyrr en eftir þrjú ár. MEG: Nú jæja — hver var sosum að biðja þig að skipta þér af málefnum okkar ? HERMAÐUR: Hvaða málefnum? írland, Kýpur. Kenja — þetta eru bara nöfn sem ég hef heyrt. Og alt þetta málefnakjaft- æði blessuð veriði, það hefur aldrei neitt af því komizt inní hausinn á mér. OFFISER (um leið og hann gengur yfir sviðið): En það lagast kannski þegar við verðum búnir að gera gat á hausinn á þér með byssukúlu. RIO RITA: Þú gerir ekki gat á einn né neinn haus, lagsmaður. MONSJUR: Nei — það er ekki honum að kenna. MULLEADY: Mesta vitleysa var að vera nokkuð að koma með hann hingað, það hlýtur að enda með ósköpum. Ég hef fundið það á mér frá upphafi. Það er ólög- legt. (Nú gerist skuggalegt á sviðinu. Þegar minnzt er á byssukúlu, þjóta allir til að slá skjaldborg um Leslie og vernda hann fyrir Offiseranum. Mulleady birtist að því er virðist með yfirnáttúrulegum hætti og kveður til sín Grace prinsessu og Rio Rita. Þessi þrenning hnappast saman. Aðrir íbú- ar hússins skilja hvorki upp né niður. Allt sem sjá má eru þrennar mjaðmir sem dilla sér á meðan viðkomendur muldra og hvísla hver að öðrum). MEG: Hvað eru þau að brugga? PAT: Ég mundi ekki vilja treysta þeim þó þeir kæmu með meðmælabréf uppá- skrifað af Guði almáttugum. COLETTE: Hvaða leynimakk er á ykkur? RIO RITA: Við höfum komizt að samkomu- lagi. (Það á sér stað mikið kynvillingaspil mili Mulleady og hinna tveggja). COLETTE: Hverslags samkomulag? Poli- tísku eða — ? MULLEADY: Það dugar ekki annað en reyna að tolla i tízkunni. GILCHRIST (skelfingu lostin): Anastasius, hvað ertu að gera í félagsskap þessara — þessara persóna? MULLEADY: Nei, hvað heyri ég Miss Gilchrist, svo þér vitið þá aftur að ég er til. Það er óneitanlega framför. Síðan þér fenguð áhuga á sál þessa unga manns hef- ur vægast sagt, ekki borið mikið á um- hyggju yðar fyrir sál eins fátæks skrif- stofumanns. GILCHRIST: Anastasius, hvað hefur komið fyrir yður? MULLEADY: Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er, það er allt og sumt. RIO RITA: Skiljið þið ekkert? (Kemur fram til áhorfenda). Og ekki þið heldur? Gott og vel. Til hægðarauka fyrir þá sem ekkert skilja, held ég við ættum að syngja gamla sönginn okkar, er það ekki, frændi sæll? (Mulleady og Grace ganga til hans). Og Blanche? (Þetta segir hann við negr- ann). Er hann ekki yndislegur? Ég kynnt ist honum á félagsvist. Hann trompaði ásinn minn. Gefðu okkur tónirrn, Kata. (Kata gefur tóninn). Nei, ekki þennan. (Kata gefur annan tón). Nei, annars láttu okkur heldur fá hinn. RIO RITA, MULLEADY og CRACE PRINSESSA (syngja): Þeir sögðu það um Sókrates han svæfi jafnan einn, því sumir hafa sexappíl og sumir ekki neinn. En seint við fáum svar við því, hvað sexappíllinn er, því hvað er hver og hver er hvað, og hvað er ekki hver? Þótt ýmsir vilji segja sex, það samt ei breytir því, að okkar sex er óþekkt x og allabaddarí! Ó, lífsins mikla laumuspil! Ó, litla fíkjublað! Já, hver er hvað og hvað er hver, og hver ekki hvað? GRACE PRINSESSA: Og skilji nú hver eins og hann hefur gáfurnar til. (Söngnum lýkur, og þrenningin dillar sér um sviðið gerir gælur við Leslie, sem er að því kominn að slá til með þeim, þegar Miss Gilchrist tekur í taumana). GILCHRIST: Komdu Leslie, þetta er ekki hollur félagsskapur fyrir saklausan pilt. GILCHRIST: Látið þið drenginn vera Hann er ekki vanur að umgangast pútur, hvorki kven-, karl- nú hinseginpútur. MEG: Já burt með ykkur, burt! Þið ofbjóð ið mannlegri virðingu og eyðileggið prax- ísinn fyrir heiðarlegu fólki. RIO RITA: Þegiðu bara, Meg Dillon. Þú hefur alltaf verið blind af ofstæki og hatri allt frelsi í viðskiptum. MEG: Það eru að minnsta kosti takmörk fyrir því hvað ég leyfi mikið viðskipta- frellsi í þessu húsi. Svona út með ykkur! GILCHRIST: Látið þið drenginn vera. Hann er ekkert allragagn. HERMAÐUR: Nei, ég er byggingaverka- maður, eða var, að minnsta kosti. GILCHRIT: Það er gott starf og mann- bætandi. HERMADUR: Það er skítadjobb! GILCHRIST: Ó, elsku drengurinn minn. (Þau syngja dúett, Leslie mælir fram sín- ar setningar. Söngnum heldur áfram og tónarnir. og kynvillingarnir raða sér í dans og það er dans allra útskúfaðra í heiminum. Hægur og tregafullur dans. Ropeen dansar við Colette og Grace prinsessa fyrst við Mulleady og síðan við Rio Rita. Það er bæði afbrýðisemi og fróun í dansinum). GILCHRIST: Heldurð’ að þú gætir, góði, gengið fram hinn breiða veg viðrina og vændiskvenna ? HERMAÐUR: Vitaskulld! Það gæti ég. GILSHRIST: Hefurðu ekki hugsað um það, hvað af slíku gæti leitt? HERMAÐUR: Jú, að maður mætti hætt’ að moka skít fyrir ekki neitt. GILSHRIST: Hvað er stolt og hvað er heiður, hvað er sómatilfinning ? HERMAÐUR: Gamalt skran sem flestir farga fyrir grænan túskilding GILSHRIST: Vildir þú í hóruhúsi hafa stjórn? HERMAÐUR: Já, auðvitað! GILSHRIST: Sáil þín mundi sífellt niður sökkva dýpra. HERMAÐUR: Skítt með það! GILSHRIST: Ekki tjóar um að fjasa, ef þú trúss vilt binda við skoffín þess’ og daðurdrósir. Drottinn blessi heimilið. (Við lok dansins tekur Rússneski her- maðurinn Miss Gilchrist hægt og hljóð- lega burt með sér. Hórurnar og kynvilling- amir tínast burt og mjálma lágt ,,Leslie“ Augnabliks þögn, þangað til Teresa kem- urniður í myrkrað herbergið og kallar). TERESA: Leslie! Leslie! (Sjálfboðaliðinn sefur við borðið hjá Les- lie. Hann vaknar og sér Teresu). SJÁLFBOÐALIÐINN: Þú mátt gjarnan kalla mig Feargus. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.