Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 106

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 106
erandi, Pat við gluggann, og Meg, Colette, Ropeen, Leslie skríðandi um gólfið. Skugga verur, fulltrúar laga og réttar, skjótast inn og út, yfir sviðið, undir stigann). MONSJUR: Hvað er um að vera, Patrek- ur ? PAT: Ég skal athuga málið, Sir. (Hann horfir út um gluggann og impróvíserar, í anda Sigurðar Sigurðssonar, lýsingu á því sem gerizt úti fyrir). Þeir eru að fylkja sér til orustu. Leynilögreglan býst til að sækja fram, en sjálfur meginherinn bíður átekta. Mr. Mulleady hefur skrifað sér í fylkingarbrjóst, en Miss Gilchrist styður við rassinn á honum. Grace prinsessa er gengin x lið með lögreglunni... (Flaut). Þá er búið að flauta til leiks, og allir æða af stað. (Mulleady skríður eftir gluggasyllunni fyr- ir glugganum). Það kemur maður skríðandi fyrir glugg- ann. Hann skríður lengra! Hann skríður lengra. Nei, hann skríður ekki lengra. (Dynkur af fallandi manni, rifrildi fyrir neðan). HERMAÐUR: Teresa! Teresa! (Heldur að hann hafi fundið hana). MEG: Haltu þér saman, annars drep ég þig og þetta stelpukvikindi sem hefur svikið okkur og kjaftað frá. HERMAÐUR: Afsakið, frú mín, ég vissi ekki að þetta voruð þér. (Það er geigvænleg þögn. Uggvænlegt píanóspil). MONSJUR: Hvar er hann, Offiserinn frá aðalstöðvunum ? PAT: Hvergi sjáanlegur, Sir. MONSJUR: Meinarðu að haim hafi ekki þorað að horfast í augu við byssukjafta ó- vinarins og gerzt liðhlaupi? (Lúður þeyttur, blásið til orustu. Verur ýmsar taka sér stöðu, umkringja her- bergið). PAT: Þeir eru á leiðinni inn. MEG: Við flýjum. MONSJUR: Nei, minn her kvikar ekki um þumlung! PAT: Ég er farinn. (Hleypur). MULLEADY: Stopp! Eða ég skýt! (Pat stanzar, réttir upp hendurnar). MONSJUR: Áfram lýðveldissinnar! HERMAÐUR: Áfram Arsenal! MULLEADY: Upp með hendur, við erum að koma. MONSJUR: Ef þið komið, þá skjótum við fangann. TERESA (að tjaldabaki): Hlauptu, Leslie, hlauptu. (Hermaðurinn reynir að komast út, hleyp- ur zig-zag, en honum er alls staðar aftrað útgöngu. Trumban bergmálar hlaup hans með stuttum hríðum. Þegar hann gerir síðustu tilraun, heyrist ærandi skothríð. Hann hnígur niður). MULLEADY: Jæja piltar, þá er það loka- sexman. (Menn Mulleadys ryðjast inn og taka verj- endurna. Mulleady er með grímu). MONSJUR: Patrekur, við höfum verið um- kringdir. MEG (við Grace prinsessu): Kastaðu byss- unni í gólfið, eða ég tek þig og rassskelli þig. MONSJUR: Hver eruð þér? MULLEADY: Ég er leynilögreglumaður, og nú er búið með allan leikaraskap. (Tekur af sér grímuna. Tvær nunnur laumast yfir herbergið, þyljandi bænir, upp stigann). Handsamið þessa kvenmenn. (Þetta eru þá IRA-kapparnir tveir. Teresa kemur þjótandi). TERESA: Leslie! Leslie! Hvar er Leslie? (Allir líta kringum sig. Enginn sér hann). PAT: Hann var hérna rétt áðan. (Hann sér líkið og gengur að því). TERESA: Hvar er hann? Leslie! (Hún sér hann). MEG: Hann er þarna. PAT: Hann er dáinn. Takið af honum persónuskilríkin. RIO RITA (krýpur hjá líkinu): Ég skal gera það. (Finnur nistið). Ég vissi ekki að hann væri kaþólskur. TERESA: Ég gaf honum þetta. Ekki taka það af honum. MULLEADY: Breiðið yfir hann. (Rio Rita breiðir aðra nunnuskikkjuna yfir hann. Teresa krýpur hjá líkinu. Hinir taka ofan). TERESA: Leslie, ástin mín. Guð blessi sál þína. PAT: Ekki gráta Teresa. Það er ekki við neinu að sakast. Það ætlaði sér enginn að drepa hann. TERESA: En hann er dáinn. PAT: Það er líka ungi maðurinn í fangels inu í Belfast. TERRESA: Þér var alveg sama um piltinn í Belfast, eða þó Englendingarnir væru þarna uppi í Ulster. Þér var sama um allt nema þína glötuðu æsku og þinn bæklaða fót. Hann dó í ókunnu landi, og heima hjá sér átti hann engan að. Ég gleymi þér aldrei Leslie, aldrei á meðan ég lifi. (Hún rís á fætur og allir snúa sér frá lík- inu. Draugalegt grænt ljós skín á líkið og Leslie stendur upp og syngur). Nú heyrist glymja klinga-linga-ling í klukkum andskotans. En mér sama singa-linga-ling ég segi: Farvel Frans! (ég svíf til himnaranns) Því þær glymja ukkur, ukkur, en þær ekki glymja mér þessir dómsins dimmu klukkur, ég er dauður hvort sem er. (Birtir á sviðinu, allir snúa við, koma fram til áhorfenda. Syngja). Nú heyrist glymja klinga-linga-ling í klukkum andskotans, en oss er sama singa-linga-ling við segjum: Farvel Frans! TJALDIÐ. 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.