Peningamál - 04.05.2022, Side 10

Peningamál - 04.05.2022, Side 10
PENINGAMÁL 2022 / 2 10 Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hefur ekki verið meiri í ríflega þrjá áratugi … Verðbólga hefur aukist mikið um allan heim og mun meira en almennt var spáð. Hún var 1,2% að meðaltali í helstu viðskiptalöndum Íslands á fyrsta fjórðungi í fyrra en var komin í 5,8% á sama fjórðungi í ár (mynd I-6). Það er 1,4 prósentum meiri verðbólga en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans og sú mesta í viðskiptalöndunum í meira en þrjá áratugi. Mikil hækkun orkuverðs á undan- förnum misserum vegur þungt. Þannig má t.d. rekja rúmlega fjórðung ársverðbólgunnar í Bandaríkjunum til hækkunar orkuverðs og um helming hennar á evrusvæð- inu. Kröftugur efnahagsbati og mikil vörueftirspurn sam- hliða þrálátum framleiðslutruflunum vegna farsóttarinn- ar hafa einnig stuðlað að verðhækkunum til neytenda. Endurspeglast það í mikilli hækkun flutningskostnaðar og almennri hækkun hrávöruverðs (mynd I-7). Hefur þetta haft í för með sér töluverða aukningu undirliggj- andi verðbólgu, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Án sveiflukenndra liða eins og orku og matvöru var verðbólga t.d. 3,3% að meðaltali í viðskiptalöndunum á fyrsta fjórðungi en var rúmlega 1% á sama tíma fyrir ári. … og hafa alþjóðlegar verðbólguhorfur versnað enn frekar Alþjóðlegar verðbólguhorfur hafa versnað enn frekar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, einkum vegna viðbótar- hækkunar á verði orkugjafa og annarrar hrávöru (sjá rammagrein 2). Stríðsátökin og hertar sóttvarnaraðgerðir í Kína munu líklega einnig valda því að lengri tíma tekur að ráða fram úr þrálátum framleiðsluhnökrum sem haldið hafa aftur af efnahagsumsvifum og leitt til verð- hækkana undanfarin misseri. Talið er að verðbólga verði 5,8% að meðaltali í viðskiptalöndunum í ár sem er 2,3 prósentum meira en í febrúarspánni. Verðbólguhorfur versna einkum á evrusvæðinu sem reiðir sig í miklum mæli á orkuinnflutning frá Rússlandi. Einnig er spáð meiri verðbólgu í viðskiptalöndunum á næsta ári. Seðlabankar þróaðra ríkja hafa dregið enn frekar úr stuðningsaðgerðum sínum … Þrátt fyrir að hagvaxtarhorfur hafi versnað og óvissa aukist hafa seðlabankar helstu iðnríkja haldið ótrauðir áfram að draga úr lausu taumhaldi peningastefnunnar. Nú er búist við enn meiri vaxtahækkunum á komandi misserum en áður var vænst enda hafa verðbólgu- horfur versnað og vísbendingar eru um aukna spennu á vinnumarkaði (mynd I-8). Seðlabanki Evrópu (ECB) tilkynnti snemma í mars sl. að hann hygðist draga hraðar úr skuldabréfakaupum og að þeim yrði líklega hætt á þriðja ársfjórðungi í ár. Seðlabanki Bandaríkjanna gekk Seðlabankavextir í ýmsum ríkjum1 1. Gögn til og með 29. apríl 2022. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Refinitiv Datastream. Vextir í árslok 2020 Vaxtabreyting 2021 Vaxtabreyting 2022 % Mynd I-9 -2 0 2 4 6 8 10 12 Þróuð ríki Nýmarkaðs- og þróunarríki Br as ilí a Ú rú gv æ Sí le M ex ík ó Pa ra gv æ Ja m aí ka Pe rú Pó lla nd U ng v. la nd K ól um bí a Té kk la nd Ís la nd Su ðu r- K ór ea N ýj a- Sj ál an d Br et la nd N or eg ur K an ad a Ba nd ar ík in Sv íþ jó ð Ev ru sv æ ði Sv is s Alþjóðlegt flutninga- og hrávöruverð¹ Janúar 2020 - apríl 2022 1. Landbúnaðarafurðir skiptast í matvæli (62%), drykkjarvörur (13%) og hráefni (25%). Verðvísitala gámaflutninga er Freightos Global Container Index. Gögn til og með 29. apríl 2022. Heimildir: Alþjóðabankinn, Refinitiv Datastream. Hrávara án orkugjafa (v. ás) Landbúnaðarafurðir (v. ás) Málmar (v. ás) Gámaflutningar (h. ás) Vísitala, janúar 2020 = 100 Mynd I-7 80 100 120 140 160 180 200 220 240 0 100 200 300 400 500 600 700 800 202220212020 Vísitala, janúar 2020 = 100 Meginvextir seðlabanka1 Janúar 2018 - júní 2025 1. Daglegar tölur 1. janúar 2018 til 29. apríl 2022 og ársfjórðungslegar tölur 2. ársfj. 2022 til 2. ársfj. 2025. Bandarísku vextirnir eru efri mörk vaxtabils Seðlabanka Banda- ríkjanna og vextirnir fyrir evrusvæðið eru innlánsvextir Seðlabanka Evrópu. Framvirkir vextir byggjast á vaxtaskiptasamningum (e. overnight index swaps, OIS). Heilar línur byggjast á framvirkum ferlum í lok apríl 2022 en brotalínur í byrjun febrúar 2022. Heimildir: Bloomberg, Refinitiv Datastream. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland % Mynd I-8 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 ‘25 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.