Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 10

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 10
PENINGAMÁL 2022 / 2 10 Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hefur ekki verið meiri í ríflega þrjá áratugi … Verðbólga hefur aukist mikið um allan heim og mun meira en almennt var spáð. Hún var 1,2% að meðaltali í helstu viðskiptalöndum Íslands á fyrsta fjórðungi í fyrra en var komin í 5,8% á sama fjórðungi í ár (mynd I-6). Það er 1,4 prósentum meiri verðbólga en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans og sú mesta í viðskiptalöndunum í meira en þrjá áratugi. Mikil hækkun orkuverðs á undan- förnum misserum vegur þungt. Þannig má t.d. rekja rúmlega fjórðung ársverðbólgunnar í Bandaríkjunum til hækkunar orkuverðs og um helming hennar á evrusvæð- inu. Kröftugur efnahagsbati og mikil vörueftirspurn sam- hliða þrálátum framleiðslutruflunum vegna farsóttarinn- ar hafa einnig stuðlað að verðhækkunum til neytenda. Endurspeglast það í mikilli hækkun flutningskostnaðar og almennri hækkun hrávöruverðs (mynd I-7). Hefur þetta haft í för með sér töluverða aukningu undirliggj- andi verðbólgu, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Án sveiflukenndra liða eins og orku og matvöru var verðbólga t.d. 3,3% að meðaltali í viðskiptalöndunum á fyrsta fjórðungi en var rúmlega 1% á sama tíma fyrir ári. … og hafa alþjóðlegar verðbólguhorfur versnað enn frekar Alþjóðlegar verðbólguhorfur hafa versnað enn frekar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, einkum vegna viðbótar- hækkunar á verði orkugjafa og annarrar hrávöru (sjá rammagrein 2). Stríðsátökin og hertar sóttvarnaraðgerðir í Kína munu líklega einnig valda því að lengri tíma tekur að ráða fram úr þrálátum framleiðsluhnökrum sem haldið hafa aftur af efnahagsumsvifum og leitt til verð- hækkana undanfarin misseri. Talið er að verðbólga verði 5,8% að meðaltali í viðskiptalöndunum í ár sem er 2,3 prósentum meira en í febrúarspánni. Verðbólguhorfur versna einkum á evrusvæðinu sem reiðir sig í miklum mæli á orkuinnflutning frá Rússlandi. Einnig er spáð meiri verðbólgu í viðskiptalöndunum á næsta ári. Seðlabankar þróaðra ríkja hafa dregið enn frekar úr stuðningsaðgerðum sínum … Þrátt fyrir að hagvaxtarhorfur hafi versnað og óvissa aukist hafa seðlabankar helstu iðnríkja haldið ótrauðir áfram að draga úr lausu taumhaldi peningastefnunnar. Nú er búist við enn meiri vaxtahækkunum á komandi misserum en áður var vænst enda hafa verðbólgu- horfur versnað og vísbendingar eru um aukna spennu á vinnumarkaði (mynd I-8). Seðlabanki Evrópu (ECB) tilkynnti snemma í mars sl. að hann hygðist draga hraðar úr skuldabréfakaupum og að þeim yrði líklega hætt á þriðja ársfjórðungi í ár. Seðlabanki Bandaríkjanna gekk Seðlabankavextir í ýmsum ríkjum1 1. Gögn til og með 29. apríl 2022. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Refinitiv Datastream. Vextir í árslok 2020 Vaxtabreyting 2021 Vaxtabreyting 2022 % Mynd I-9 -2 0 2 4 6 8 10 12 Þróuð ríki Nýmarkaðs- og þróunarríki Br as ilí a Ú rú gv æ Sí le M ex ík ó Pa ra gv æ Ja m aí ka Pe rú Pó lla nd U ng v. la nd K ól um bí a Té kk la nd Ís la nd Su ðu r- K ór ea N ýj a- Sj ál an d Br et la nd N or eg ur K an ad a Ba nd ar ík in Sv íþ jó ð Ev ru sv æ ði Sv is s Alþjóðlegt flutninga- og hrávöruverð¹ Janúar 2020 - apríl 2022 1. Landbúnaðarafurðir skiptast í matvæli (62%), drykkjarvörur (13%) og hráefni (25%). Verðvísitala gámaflutninga er Freightos Global Container Index. Gögn til og með 29. apríl 2022. Heimildir: Alþjóðabankinn, Refinitiv Datastream. Hrávara án orkugjafa (v. ás) Landbúnaðarafurðir (v. ás) Málmar (v. ás) Gámaflutningar (h. ás) Vísitala, janúar 2020 = 100 Mynd I-7 80 100 120 140 160 180 200 220 240 0 100 200 300 400 500 600 700 800 202220212020 Vísitala, janúar 2020 = 100 Meginvextir seðlabanka1 Janúar 2018 - júní 2025 1. Daglegar tölur 1. janúar 2018 til 29. apríl 2022 og ársfjórðungslegar tölur 2. ársfj. 2022 til 2. ársfj. 2025. Bandarísku vextirnir eru efri mörk vaxtabils Seðlabanka Banda- ríkjanna og vextirnir fyrir evrusvæðið eru innlánsvextir Seðlabanka Evrópu. Framvirkir vextir byggjast á vaxtaskiptasamningum (e. overnight index swaps, OIS). Heilar línur byggjast á framvirkum ferlum í lok apríl 2022 en brotalínur í byrjun febrúar 2022. Heimildir: Bloomberg, Refinitiv Datastream. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland % Mynd I-8 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 ‘25 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.