Peningamál - 04.05.2022, Side 12

Peningamál - 04.05.2022, Side 12
PENINGAMÁL 2022 / 2 12 Útflutningsverð og viðskiptakjör Horfur á meiri verðhækkun sjávarafurða ... Verð á íslenskum sjávarafurðum hækkaði hratt á seinni hluta síðasta árs í takt við batnandi markaðsaðstæður eftir mikla lækkun vegna áhrifa farsóttarinnar á árinu 2020 (mynd I-13). Verð í erlendum gjaldmiðlum var orðið um 5% hærra en fyrir faraldurinn undir lok síðasta árs. Það er í takt við það sem búist var við í febrúarspá bankans. Ólíkt því sem þá var búist við hækkaði sjávar- afurðaverð hins vegar áfram í byrjun þessa árs og útlit er fyrir töluvert meiri hækkun í ár en áður var spáð. Skýrist það einkum af betri horfum um verð botnfiskafurða, bæði sakir meiri hækkana í ársbyrjun en ekki síður vegna áhrifa refsiaðgerða gagnvart Rússlandi. Rússland er mikilvægur útflytjandi á botnfiski og hefur heft aðgengi þeirra að mörkuðum leitt til aukinnar eftirspurnar eftir íslenskum sjávarafurðum sem að öðru óbreyttu mun leiða til enn frekari verðhækkunar á botnfiskafurðum á árinu. Þá eru einnig horfur á að verð loðnuafurða lækki ívið minna en áður var áætlað þar sem ekki var unnt að veiða allan útgefinn kvóta. Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að útflutningsverð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðlum hækki um 9% í ár í stað 4% eins og spáð var í febrúar. Á móti er búist við heldur meiri verðlækkun á næsta ári en að það verði þó heldur hærra undir lok spátímans en spáð var í febrúar. … og enn meiri hækkun álverðs Útflutningsverð áls í Bandaríkjadölum hefur hækkað verulega á undanförnum misserum og nam árshækkun þess um 44% í fyrra (mynd I-13). Skýrist það að hluta af skertri framleiðslu í Kína vegna stefnu þarlendra stjórnvalda í umhverfismálum. Þá hefur skortur á orku og hækkun aðfangaverðs einnig leitt til framleiðslu- skerðingar víða um heim. Á sama tíma hefur eftir- spurn farið vaxandi í takt við alþjóðlegan efnahagsbata. Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði enn frekar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Það fór hæst í tæplega 3.900 Bandaríkjadali á tonnið í byrjun mars og hafði aldrei mælst hærra. Skýrist það einkum af aukinni óvissu um áhrif átakanna og refsiaðgerða á framboð en hlutdeild Rússlands í heimsframleiðslunni er 6%. Einnig eru vísbendingar um að mikil hækkun orkuverðs í kjölfar átakanna hafi leitt til enn frekari framleiðsluskerðingar álfyrirtækja, einkum í Evrópu. Þá hefur verð á súráli, sem er notað til álframleiðslu, einnig hækkað mikið sem hefur ýtt undir verðhækkun áls. Talið er að útflutningsverð áls í Bandaríkjadölum verði því um 37% hærra í ár en það var í fyrra í stað 16% hærra í febrúarspá bankans. Á móti eru horfur á heldur meiri lækkunum á næstu tveimur árum. Hrávöruverð og viðskiptakjör¹ 1. ársfj. 2013 - 1. ársfj. 2022 1. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2022 fyrir verð sjávarafurða og viðskiptakjör. Heimildir: Alþjóðabankinn, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2010 = 100 Mynd I-13 Hrávörur (án orku, í USD) Sjávarafurðir (í erl. gjaldm.) Ál (í USD) Viðskiptakjör 70 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 202120202019201820172016201520142013

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.