Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 12

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 12
PENINGAMÁL 2022 / 2 12 Útflutningsverð og viðskiptakjör Horfur á meiri verðhækkun sjávarafurða ... Verð á íslenskum sjávarafurðum hækkaði hratt á seinni hluta síðasta árs í takt við batnandi markaðsaðstæður eftir mikla lækkun vegna áhrifa farsóttarinnar á árinu 2020 (mynd I-13). Verð í erlendum gjaldmiðlum var orðið um 5% hærra en fyrir faraldurinn undir lok síðasta árs. Það er í takt við það sem búist var við í febrúarspá bankans. Ólíkt því sem þá var búist við hækkaði sjávar- afurðaverð hins vegar áfram í byrjun þessa árs og útlit er fyrir töluvert meiri hækkun í ár en áður var spáð. Skýrist það einkum af betri horfum um verð botnfiskafurða, bæði sakir meiri hækkana í ársbyrjun en ekki síður vegna áhrifa refsiaðgerða gagnvart Rússlandi. Rússland er mikilvægur útflytjandi á botnfiski og hefur heft aðgengi þeirra að mörkuðum leitt til aukinnar eftirspurnar eftir íslenskum sjávarafurðum sem að öðru óbreyttu mun leiða til enn frekari verðhækkunar á botnfiskafurðum á árinu. Þá eru einnig horfur á að verð loðnuafurða lækki ívið minna en áður var áætlað þar sem ekki var unnt að veiða allan útgefinn kvóta. Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að útflutningsverð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðlum hækki um 9% í ár í stað 4% eins og spáð var í febrúar. Á móti er búist við heldur meiri verðlækkun á næsta ári en að það verði þó heldur hærra undir lok spátímans en spáð var í febrúar. … og enn meiri hækkun álverðs Útflutningsverð áls í Bandaríkjadölum hefur hækkað verulega á undanförnum misserum og nam árshækkun þess um 44% í fyrra (mynd I-13). Skýrist það að hluta af skertri framleiðslu í Kína vegna stefnu þarlendra stjórnvalda í umhverfismálum. Þá hefur skortur á orku og hækkun aðfangaverðs einnig leitt til framleiðslu- skerðingar víða um heim. Á sama tíma hefur eftir- spurn farið vaxandi í takt við alþjóðlegan efnahagsbata. Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði enn frekar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Það fór hæst í tæplega 3.900 Bandaríkjadali á tonnið í byrjun mars og hafði aldrei mælst hærra. Skýrist það einkum af aukinni óvissu um áhrif átakanna og refsiaðgerða á framboð en hlutdeild Rússlands í heimsframleiðslunni er 6%. Einnig eru vísbendingar um að mikil hækkun orkuverðs í kjölfar átakanna hafi leitt til enn frekari framleiðsluskerðingar álfyrirtækja, einkum í Evrópu. Þá hefur verð á súráli, sem er notað til álframleiðslu, einnig hækkað mikið sem hefur ýtt undir verðhækkun áls. Talið er að útflutningsverð áls í Bandaríkjadölum verði því um 37% hærra í ár en það var í fyrra í stað 16% hærra í febrúarspá bankans. Á móti eru horfur á heldur meiri lækkunum á næstu tveimur árum. Hrávöruverð og viðskiptakjör¹ 1. ársfj. 2013 - 1. ársfj. 2022 1. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2022 fyrir verð sjávarafurða og viðskiptakjör. Heimildir: Alþjóðabankinn, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2010 = 100 Mynd I-13 Hrávörur (án orku, í USD) Sjávarafurðir (í erl. gjaldm.) Ál (í USD) Viðskiptakjör 70 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 202120202019201820172016201520142013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.