Peningamál - 04.05.2022, Síða 50

Peningamál - 04.05.2022, Síða 50
PENINGAMÁL 2022 / 2 50 Erfitt er að meta hver áhrifin verða á efnahagsumsvif í Úkraínu og Rússlandi en ljóst er að þau verða veruleg. Samkvæmt mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2022) gæti lands- framleiðslan í Rússlandi dregist saman um 8,5% í ár og verðbólga farið yfir 20%. Samdrátturinn í Úkraínu verður enn meiri eða um 35%. Áhrif átaka í gegnum alþjóðaviðskipti Einn farvegur áhrifa stríðsátakanna á heimshagkerfið er í gegnum viðskiptatengsl við Rússland og Úkraínu. Mikilvægir útflutningsmarkaðir gætu tapast vegna stríðsátakanna og viðskiptabannsins. Að sama skapi geta átökin leitt til hnökra í alþjóðaviðskiptum þar sem skortur verður á mikilvægum framleiðsluaðföngum frá Rússlandi og Úkraínu sem fyrirtæki í öðrum löndum reiða sig á. Þótt áhrifin á einstaka fyrirtæki og atvinnugreinar geti orðið nokkur er líklegt að bein áhrif vegna tapaðra við- skipta við Rússland verði tiltölulega lítil. Rússneska hagkerfið vegur minna en 2% af heimshagkerfinu og er álíka stórt og það ástralska og einungis um 7% af því bandaríska. Vægi útflutnings þróaðra ríkja til Rússlands er að sama skapi til- tölulega lítið. Vægið er t.d. einungis 0,3% af vöruútflutningi Bandaríkjanna og 0,7% af vöruútflutningi Breta (mynd 1). Meðal iðnríkja eiga ESB-ríki líklega einna mest undir, einkum Þýskaland, en útflutningur til Rússlands vegur samt sem áður einungis 1,9% af vöruútflutningi Þjóðverja. Efnahagsleg áhrif á ýmis ríki í Austur-Evrópu verða þó líklega meiri enda vega viðskipti þeirra við Rússland þyngra. Þetta á sérstaklega við um Eystrasaltsríkin þrjú sem flytja að meðaltali um 10% af vöruútflutningi sínum til Rússlands. Vægi útflutnings til Rússlands segir þó ekki alla söguna um möguleg efnahagsleg áhrif átakanna. Aðföng frá Rússlandi geta verið mikilvæg í aðfangakeðju einstakra landa þótt þau mælist ekki í beinum viðskiptum við Rússland þar sem þau fara í gegnum önnur lönd. Eins og sést á mynd 1 er vægi Rússlands í innlendri aðfangakeðju annarra ríkja jafnan meira en sem nemur beinu vægi Rússlands í utanríkisviðskipt- um, sérstaklega í ýmsum ríkjum Austur-Evrópu og Finnlandi.1 Heilt yfir er þó niðurstaðan sú að efnahagsleg áhrif átakanna í gegnum utanríkisviðskipti eru líklega ekki mikil, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrirtæki geta jafnan leitað fanga í öðrum löndum þótt það geti kostað tíma og fyrirhöfn. Áhrif átaka í gegnum alþjóðlega fjármálakerfið Þrátt fyrir mikla áraun á rússneskt fjármálakerfi er líklegt að áhrifin á önnur lönd í gegnum alþjóðlega fjármálakerfið 1. Samsvarandi gögn um vægi einstakra landa í innlendri aðfangakeðju eru ekki til fyrir Ísland en ætla má að það sé áþekkt því sem það er t.d. í Noregi. Vægi útflutnings til Rússlands og mikilvægi í aðfangakeðju ýmissa OECD-ríkja1 1. Vægi vöruútflutnings til Rússlands í heildarvöruútflutningi árið 2020 og vægi virðisauka innflutnings frá Rússlandi í öllum aðfangainnflutningi árið 2018 (tölu fyrir Ísland vantar). Eystrasalt stendur fyrir meðaltal Eistlands, Lettlands og Litháen. Heimildir: TiVA-gagnagrunnur OECD, UNCTAD-gagnagrunnur Sameinuðu þjóðanna. % Mynd 1 Vægi í vöruútflutningi Vægi í innlendri aðfangakeðju 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 Ba nd ar ík in N or eg ur Ís la nd Br et la nd D an m ör k Fr ak kl an d Sv íþ jó ð Sl óv ak ía Ít al ía U ng v. la nd Þý sk al an d Té kk la nd Pó lla nd Fi nn la nd Ey st ra sa lt

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.