Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 50

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 50
PENINGAMÁL 2022 / 2 50 Erfitt er að meta hver áhrifin verða á efnahagsumsvif í Úkraínu og Rússlandi en ljóst er að þau verða veruleg. Samkvæmt mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2022) gæti lands- framleiðslan í Rússlandi dregist saman um 8,5% í ár og verðbólga farið yfir 20%. Samdrátturinn í Úkraínu verður enn meiri eða um 35%. Áhrif átaka í gegnum alþjóðaviðskipti Einn farvegur áhrifa stríðsátakanna á heimshagkerfið er í gegnum viðskiptatengsl við Rússland og Úkraínu. Mikilvægir útflutningsmarkaðir gætu tapast vegna stríðsátakanna og viðskiptabannsins. Að sama skapi geta átökin leitt til hnökra í alþjóðaviðskiptum þar sem skortur verður á mikilvægum framleiðsluaðföngum frá Rússlandi og Úkraínu sem fyrirtæki í öðrum löndum reiða sig á. Þótt áhrifin á einstaka fyrirtæki og atvinnugreinar geti orðið nokkur er líklegt að bein áhrif vegna tapaðra við- skipta við Rússland verði tiltölulega lítil. Rússneska hagkerfið vegur minna en 2% af heimshagkerfinu og er álíka stórt og það ástralska og einungis um 7% af því bandaríska. Vægi útflutnings þróaðra ríkja til Rússlands er að sama skapi til- tölulega lítið. Vægið er t.d. einungis 0,3% af vöruútflutningi Bandaríkjanna og 0,7% af vöruútflutningi Breta (mynd 1). Meðal iðnríkja eiga ESB-ríki líklega einna mest undir, einkum Þýskaland, en útflutningur til Rússlands vegur samt sem áður einungis 1,9% af vöruútflutningi Þjóðverja. Efnahagsleg áhrif á ýmis ríki í Austur-Evrópu verða þó líklega meiri enda vega viðskipti þeirra við Rússland þyngra. Þetta á sérstaklega við um Eystrasaltsríkin þrjú sem flytja að meðaltali um 10% af vöruútflutningi sínum til Rússlands. Vægi útflutnings til Rússlands segir þó ekki alla söguna um möguleg efnahagsleg áhrif átakanna. Aðföng frá Rússlandi geta verið mikilvæg í aðfangakeðju einstakra landa þótt þau mælist ekki í beinum viðskiptum við Rússland þar sem þau fara í gegnum önnur lönd. Eins og sést á mynd 1 er vægi Rússlands í innlendri aðfangakeðju annarra ríkja jafnan meira en sem nemur beinu vægi Rússlands í utanríkisviðskipt- um, sérstaklega í ýmsum ríkjum Austur-Evrópu og Finnlandi.1 Heilt yfir er þó niðurstaðan sú að efnahagsleg áhrif átakanna í gegnum utanríkisviðskipti eru líklega ekki mikil, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrirtæki geta jafnan leitað fanga í öðrum löndum þótt það geti kostað tíma og fyrirhöfn. Áhrif átaka í gegnum alþjóðlega fjármálakerfið Þrátt fyrir mikla áraun á rússneskt fjármálakerfi er líklegt að áhrifin á önnur lönd í gegnum alþjóðlega fjármálakerfið 1. Samsvarandi gögn um vægi einstakra landa í innlendri aðfangakeðju eru ekki til fyrir Ísland en ætla má að það sé áþekkt því sem það er t.d. í Noregi. Vægi útflutnings til Rússlands og mikilvægi í aðfangakeðju ýmissa OECD-ríkja1 1. Vægi vöruútflutnings til Rússlands í heildarvöruútflutningi árið 2020 og vægi virðisauka innflutnings frá Rússlandi í öllum aðfangainnflutningi árið 2018 (tölu fyrir Ísland vantar). Eystrasalt stendur fyrir meðaltal Eistlands, Lettlands og Litháen. Heimildir: TiVA-gagnagrunnur OECD, UNCTAD-gagnagrunnur Sameinuðu þjóðanna. % Mynd 1 Vægi í vöruútflutningi Vægi í innlendri aðfangakeðju 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 Ba nd ar ík in N or eg ur Ís la nd Br et la nd D an m ör k Fr ak kl an d Sv íþ jó ð Sl óv ak ía Ít al ía U ng v. la nd Þý sk al an d Té kk la nd Pó lla nd Fi nn la nd Ey st ra sa lt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.