Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 TÍMAMÓTHVER ER STAÐA ÍSLENSKUNNAR? – ÞUNG ÁHERSLA ER LÖGÐ Á AÐ TRYGGJA FRAMTÍÐINA Í STAFRÆNUMHEIMI. Sömu áhrif og netið hafði Þær taka saman á móti mér, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, og tíkin Lotta. Sú síðarnefnda er tápmikil og greinilega gestelsk. Maður kemst ekki mikið nær einlægninni í þessu lífi en að hitta glaðan hund. Jóhanna Vigdís stýrir Almannarómi að heiman en alls vinna 60 sérfræðingar að rannsóknum og þróun á máltækni á Íslandi. Það er einnig til marks um vigt verkefnisins að 2,3 milljarðar hafa farið í fyrsta stig þróunar á máltæknilausnum fyrir íslenska tungu. Almannarómur er óháð sjálfseignarstofnun sem hefur það hlutverk að tryggja að íslensk tunga sé notuð í allri tækni. Til að fylgja ís- lenskunni inn í framtíðina er unnið samkvæmt Máltækniáætlun stjórnvalda og sér stofnunin um framkvæmd hennar. Almannarómur er stofnaður í kringum þrjú meginmarkmið: Að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðr- um tungumálum í tækniheiminum. Að vernda íslenska tungu. Að stuðla að aðgengi almennings og atvinnu- lífs að nauðsynlegri tækni. Máltækniáætlunin er verkáætlun með skýr- um markmiðum. Hún var gefin út árið 2017 en aðlöguð reglulega í samræmi við tækni- framfarir á sviði máltækni. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2018 með samningi við Almannaróm og fyrstu mánuðirnir hjá Jóhönnu Vigdísi fóru í að semja við stóran rannsóknar- og þróunarhóp um framkvæmd- ina. Árið 2019 hófst vinna við kjarnaverkefni máltækni. „Það er breiður hópur sem kemur að verk- efninu sem er skemmtilegt. Máltækni og gervigreind eru nátengd en þegar við byrjuð- um var gervigreind ekki orðin eins þróuð og í dag. Margt hefur breyst á leiðinni og við fyrir vikið þurft að aðlaga áætlunina og þróa hana í takt við tækniþróunina enda væri óábyrgt að gera það ekki. Við erum að tala um tækni sem mun hafa jafnmikil áhrif á samfélagið okkar og netið á sínum tíma,“ segir Jóhanna Vigdís. Hún segir okkur sem samfélag og raunar heiminn allan rétt að hefja það ferðalag. „Mál- tækni er það svið þar sem nýting gervigreindar er komin einna lengst. Til að nýta gervigreind þarf verulegt magn gagna og þau eru meðal annars virkjuð með máltækni. Þetta er ákveðin hringrás sem kom til í miðju þróunarferlinu hér á landi og við höfum lagað okkur að því og í raun tekist að vera ansi framarlega. Hér er gríðarlega mikilvægt að bregðast hratt við en líka muna að það sem við höfum gert undanfar- in þrjú ár er að byggja upp innviði fyrir notkun tungumálsins í nýrri tækni. Máltæknilausnirn- ar eru því eins konar vegakerfi tungumálsins og munu tryggja framtíð þess.“ Fyrirmynd í öðrum löndum – Hafa breytingar orðið hraðari og meiri en þið áttuð von á? „Algjörlega og við höfum brugðist hratt við. Raunin er sú að framkvæmdin á Íslandi er orðin fyrirmynd í mörgum öðrum löndum, enda er raunveruleg hætta á því að stór hluti tungumála heimsins glatist,“ svarar Jóhanna Vigdís. „Það er eitt að byggja upp innviðina en annað að koma þeim í notkun og sjá til þess að þeir skili sér inn í tækni og tæki sem fólk notar í daglegu lífi. Þurfi maður að nota erlent tungumál, sem er oftast enska, til að gefa tækjum raddskipanir, verður sviðið þar sem maður er ekki að tala sitt móðurmál, alltaf stærra og stærra og þá er hætt við því að tungumálið láti undan síga og annað tungumál komi í staðinn. Þannig deyja tungu- mál. Við verðum að sjá til þess að hægt sé að nota íslensku í algengustu tæknilausnum, öllu því sem við notum daglega. Þetta er ástæðan fyrir því að farið var af stað með máltækni- áætlun fyrir íslensku. Tungumál í heiminum eru upp undir sjö þúsund og talað er um að vikulega deyi eitt út. Þannig að um leið og við tölum máli íslenskunnar í samtölum við stór erlend tæknifyrirtæki, þá tölum við máli allra smærri tungumála í heiminum. Við höfum til að mynda lagt upp tilraunaverkefnið með nokkrum tæknirisanna, þar sem íslensk máltækni ryður brautina fyrir önnur smærri tungumál,“ segir Jóhanna Vigdís. Það er ekki bara tungumálið sem er undir á þessari vegferð, heldur ekki síður menning þjóðarinnar og sagan enda er hún geymd í tungumálinu. „Við erum heppin að því leyti hversu vel hefur verið hlúð að íslenskunni í gegnum tíðina. Tungumál eru stór hluti sjálfs- myndar fólks, hver svo sem uppruni okkar er. Við notum þau til að skilgreina okkur og tjá flóknar hugmyndir. Ef tungumál heimsins tapast missum við svo margt.“ Eitt af því fyrsta sem Almannarómur gerði var að fá Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta, sem verndara og stuðningsmenn verkefnisins. Jóhanna Vigdís segir það hafa skilað miklu og opnað dyr víða. „Við hefðum aldrei fengið fundi með toppunum hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims, hefði forsetinn ekki leitt það. Þannig að nálgunin við þessa fram- kvæmd hefur virkað mjög vel,“ segir Jóhanna Vigdís en Almannarómi hefur tekist að mynda mikilvæg tengsl við erlend fyrirtæki undan- farin ár, svo sem Microsoft, Meta, Amazon, Apple og gervigreindarfyrirtækið OpenAI, auk háskóla á borð við MIT en í ferð forseta Íslands og sendinefndar til Bandaríkjanna síð- asta sumar var fundað með fulltrúum þessara aðila um mikilvægi þess að tryggja framtíð íslenskunnar, og annarra smærri tungumála, í stafrænum heimi. Jóhanna Vigdís segir ekkert þýða að banka upp á hjá stórfyrirtækjum með óljósar pælingar eða fögur fyrirheit og þess vegna var beðið þangað til innviðirnir væru langt komnir. „Við sögðum einfaldlega: Við eigum stór gagnasöfn og ýmis grundvallartól fyrir tungumálið, hvernig getum við hjálpast að við að tryggja framtíð tungumála heimsins – og um leið menningarlegan fjölbreytileika? Hvern- ig getum við hjálpað ykkur við að koma smærri tungumálum inn í ykkar tækni?“ Margir fleiri hafa lagt hönd á plóginn með einum eða öðrum hætti. Jóhanna Vigdís nefnir verkefnið Samróm í því sambandi sem hefur það hlutverk að safna raddsýnum. „Það að vernda tungumálið okkar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar, sem hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum. Fyrir vikið erum við komin með eitt stærsta raddgagna- safn í heiminum. Það hefur verið gert fyrir mjög litla fjármuni en verkefnið var upphaflega sett upp af háskólanemendum sem sumarverk- efni, í samstarfi Almannaróms og Deloitte, sem síðar fengu Háskólann í Reykjavík að borðinu. Markmiðið hefur verið að fá fólk í lið með okkur og segja má að þjóðin hafi einfald- lega tekið framtíð íslenskunnar í sínar hendur í því verkefni.“ Raddir útlendinga – Er það ekki einmitt einn af helstu styrk- leikum íslensku þjóðarinnar; að vinna saman að settu marki? „Jú, algjörlega. Við höfum líka lagt mikið á okkur til að fá sem fjölbreyttasta hópa að borðinu. Það skiptir til dæmis miklu máli að fá líka raddir útlendinga sem búa á Íslandi og hafa íslensku sem annað mál. Tæknin þarf að skilja alls konar íslensku, líka þá sem er töluð með hreim. Börn og unglingar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og þátttaka í grunnskóla- keppnum Samróms verið vonum framar og mikil stemning í kringum það. Þá er gríðarlega mikilvægt að horfa sérstaklega til þess hvernig máltæknilausnir geta gagnast fötluðu fólki og að vinna þá vinnu með notendum lausnanna.“ Snemma var ákveðið að téðir innviðir yrðu fríir, þannig að almenningur og fyrirtæki geti notað þá án endurgjalds. „Allir eiga að geta notað máltæknilausnirnar og það þarf því ekki að greiða fyrir aðgang að þeim. Þessu sjónar- miði deila þó ekki allir og ég hef víða erlendis heyrt það sjónarmið að eðlilegt sé að láta stóru tæknifyrirtækin borga fyrir innviðina, enda eigi þau svo mikla peninga. Það er að mínu mati röng nálgun enda er þá búið að búa til aðgangshindrun. Fyrir utan að forgangsröðun og hagsmunir stórfyrirtækja og þjóða fara ekki endilega saman. Fyrirtækin bera ábyrgð gagn- vart hluthöfum en við berum ábyrgð á framtíð íslenskunnar.“ Ekki er nóg að smíða alla þessa innviði, nú tekur við að hagnýta þá. „Þessi máltækni- áætlun hafði það hlutverk að byggja grunninn en í næstu áætlun þarf að leggja áherslu á að búa til hvata fyrir fyrirtæki og stofnanir til að ORRI PÁLL ORMARSSON Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir gervigreind eins og máltækni eiga eftir að breyta eins miklu í okkar lífi og netið gerði á sinni tíð. Það er eitt að byggja upp innviðina en annað að koma þeim í notkun og sjá til þess að þeir skili sér inn í tækni og tæki sem fólk notar í daglegu lífi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, hefur haft mikið yndi af máltækniverkefninu. Hún lætur senn af störfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.