Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 35

Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 35 Morgunblaðið/Eggert Eldur í hundrað bílhræjum OKTÓBER Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var að störfum við athafnasvæði Terra, í grennd við Akranes, 27. október þegar eldur blossaði upp í um hundrað bílhræjum. Slökkvi- liðsmenn unnu að því að rífa hauginn í sundur og kæla svæðið til þess að koma í veg fyrir að eldur kviknaði á ný. Morgunblaðið/Eggert Mótmælimenntskælinga OKTÓBER Fjölmenn mótmæli voru við Menntaskólann við Hamrahlíð í haust þegar nemendur gengu úr tímum til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning. Tilgangur mótmælanna var að reyna að knýja fram breytingar á viðbragðsáætlun allra skóla, þannig að tekið verði á kynferðisbrotum af sömu alvöru og öðru ofbeldi. Morgunblaðið/Eggert Veðurteppt á flugvellinum DESEMBER Rétt fyrir jól urðu ríflega þúsund manns innlyksa á Keflavíkurflugvelli. Öllum flugferðum var aflýst vegna illviðris og fannfergis. Þar að auki var Reykjanesbrautinni lokað svo farþegar komust hvorki lönd né strönd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetur konungur hélt innreið sína DESEMBER Óhætt er að segja að veturinn hafi mætt á landið í desember með tilheyrandi frosti og snjókomu. Fjölmargir festu bíla sína, ófært var víða um land og fólk lenti í ýmsum hremmingum. Í lok árs fór svo frostið niður í -22,8 gráður í höfuðborginni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjaradeilur í brennidepli NÓVEMBER Skammtímasamingar náðust milli Samtaka atvinnulífs- ins og VR og Starfsgreinasambandsins en ósamið er við Eflingu og stefnir í harða kjaradeilu. Ekki vantaði þó fjölmennið í samninganefnd Eflingar á fundi í nóvember en fulltrúar SA voru aðeins tveir. Morgunblaðið/Eggert Bjarni áfram í formannsstólnum NÓVEMBER Í byrjun nóvember var haldinn lands- fundur Sjálfstæðismanna þar sem formannskjör fór fram. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur í kjörinu á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem hafði boðið sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna. Hann hefur nú verið formaður í 13 ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.