Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 38

Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 Shuran Huang fyrir The New York Times Hæstiréttur snýr við dómi um fóstureyðingar JÚNÍ Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri 24. júní við dóminum í máli Roe gegn Wade frá 1973, sem snerist um að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt á fóstureyðingum. Rétturinn rökstuddi dóminn með því að rétturinn til fóstureyðinga ætti ekki rætur í sögu þjóðarinnar eða hefðum og hefði ver- ið óþekktur þar til kom að máli Roe gegn Wade. Fimm dómarar greiddu atkvæði með því að snúa dóminum frá 1973 við, en fjórir voru á móti. Úrskurðurinn þýddi að ríki Bandaríkjanna eru ekki lengur bundin þegar kemur að fóstureyðingum og var því sýnt að rétturinn til fóstureyðinga yrði afnumin í mörgum ríkjum. Þessi niðurstaða olli miklum titringi um öll Bandaríkin. Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi réttinn og sagði að hann væri kominn á „öfgafulla og hættulega braut“. Á myndinni sjást and- stæðingar fóstureyðinga fagna fyrir utan Hæstarétt í Washington 24. júní. Sam Yeh/AFP via Getty Images Shinzo Abe deyr í banatilræði JÚLÍ Shinzo Abe, fyrrverandi for- sætisráðherra Japans, var skotinn til bana 8. júlí þegar hann var að flytja pólitísika ræðu í borginni Nara. Hann var fluttur á háskóla- sjúkrahúsið í Nara. Þar var tilkynnt að hann væri látinn, 67 ára að aldri. Abe var skotinn aftan frá með heimatilbúnu vopni af stuttu færi. Tilræðismaðurinn heitir Tetsuya Yamagami. Hann hafði áður lýst yfir reiði í garð einingarkirkjunnar og meintra tengsla hennar við Abe. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði af sér 2020. Hann hafði þá setið lengur óslitið en nokkur annar forsætisráðherra Japans. Abe hafði áfram mikil pólitísk áhrif eftir að hann lét af embætti. Á myndinni sést kona skrifa samúðarkveðju á vegg Japansk-taívanska félagsins í Taípei í Taívan. John Sibley/Reuters Johnson fellst á að fara frá JÚLÍ Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem forsætis- ráðherra Bretlands 7. júlí. Ákvörðun hans kom í kjölfar þess að fjöldi ráðherra í ríkis- stjórn hans hafði sagt af sér og fjarað hafði undan stuðningi við hann í Íhaldsflokknum. Þar við bættist hneykslismál vegna þingmannsins Chris Pincher, sem tveir menn sögðu að hefði káfað á sér á klúbbi í London. Johnson var legið á hálsi fyrir að skipa Pincher í mikilvæga stöðu í flokknum. Johnson tókst að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Hann var á hinn bóginn vændur um að fara frjálslega með sannleik- ann og hygla vinum sínum. Johnson var forsætisráðherra í nærfellt þrjú ár. Liz Truss tók sæti hans, en sagði af sér rúmum sex vikum síðar eftir að hún neyddist til að hætta við áform sín um að lækka skatta og missti stuðning í eigin flokki. Hefur engin forsætisráð- herra setið skemur á Bretlandi. Á myndinni sést Johnson fyrir utan Downing-stræti 10, skömmu fyrir afsögn sína. Evelyn Hockstein/Reuters Leiðtogi al-Qaeda ráðinn af dögum ÁGÚST Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti 1. ágúst að Banda- ríkjamenn hefðu ráðið Egyptann Ayman al-Zawahiri, leiðtoga hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda, af dögum í drónaárás. Hryðjuverkamaðurinn varð foringi al-Qaeda eftir að Osama bin Laden dó 2011. Hann var 71 árs og var veginn á heimili sínu í Kabúl í Afganistan. Biden sagði í ræðu að hann hefði leyft banatilræðið og með því hefði „réttlætinu verið fullnægt“. Al-Zawahiri var náinn samstarfsmaður og einnig læknir bin Ladens og hafði mikið að segja um aðgerðir al-Qaeda. Hann stofnaði hryðjuverkasamtök í Egypta- landi, sem runnu saman við al-Qaeda á tíunda áratug 20. aldar. Hann var þá eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum fyrir þátt sinn í sprengjutilræðunum við sendiráð Bandaríkjanna í Keníu og Tansaníu 1988 og síðar sprengjutilræðum á Balí 2002. Á myndinni sést líkan af bækistöðv- um al-Zawahiri, sem var notað þegar aðgerðin til að vega hryðjuverkaleið- togann var kynnt Biden forseta. Það er nú á safni bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, í Virginíu. Frank Augstein / POOL / AFP gegnum Getty Images) 70 ára valda- skeið Elísa- betar II. JÚNÍ Fjögurra daga hátíð, sem hófst 2. júní, var haldin á Bretlandi til að fagna því að Elísabet II. drottning hefði verið við völd í 70 ár. Valdaafmælið er kennt við platínu og hefur enginn kóngur eða drottning náð að sitja svo lengi á Bret- landi. Valdatími drottningar náði yfir nærri allan tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Drottn- ingin sat næstlengst við völd af öllum kóngum og drottningum veraldarsögunnar. Viðburðin- um var fagnað með tónleikum, sýningum og skrúðgöngum og kveikt var á afmæliskyndl- um í höfuðborgum allra ríkja samveldisins. Drottningin lést rúmum þremur mánuðum síðar, 8. september, 96 ára að aldri. Á myndinni sést heilmynd af drottningu í glugga gullvagns í hátíðahöldunum í London. FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.