Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 50

Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 „Við segjum sögur af því að við erummennsk“ Í barnaskóla var mér sagt að það væru ekki margar ástæður til að skrifa: til að útskýra, sann- færa eða skemmta áheyrendum, eða til að tjá sig. Sem ungri stúlku á leið í gegnum menntakerfið hentuðu þessar ástæður mér ágætlega um tíma; ég gat skrifað ritgerðina, sem lögð var fyrir, og fengið A í einkunn. En eftir því sem ég varð eldri og fór að gera kröfur til sjálfrar mín sem ljóðskáld og aðgerðasinni komst ég brátt að því að þessar ástæður, sem ég hafði tileinkað mér án nokkurra efasemda, voru ekki nóg fyrir mig. Ég hef skrifað frá því að ég man eftir mér, en ég var í kringum átta ára þegar ást mín á tungu- málinu kom fram með fullu afli. Kennarinn minn í þriðja bekk las kafla úr Fíflavíni (Dandelion Wine) eftir Ray Bradbury fyrir bekkinn og á hverjum degi sat ég heilluð og hugfangin af hrífandi orðum þessa bókmenntajöfurs. Þótt þetta hafi verið prósi, ekki ljóð, var hið ljóðræna augljóst og örvandi fyrir minn barnaskólahuga: mynd- hvörf, líkingar og hljómfall. Ég valdi ekki kveðskap, öllu heldur valdi hann mig. Þar fann ég öruggan stað þar sem ég gat – bókstaflega – skrifað út fyrir línurnar, brotið reglurnar og látið í mér heyra. Amanda Gorman Paul Blow Hvers vegna segjum við sögur? Áhrifafólk úr bókmenntum, sviðslistum, vísindum og víðar að veltir fyrir sér hvaða tilgang og mátt það hefur að segja sögur í lífi okkar. Frá upphafi mannsins höfum við sagt sögur. Sumir vísindamenn halda fram að rekja megi upphaf tungumálsins aftur um rúm- lega 20 milljón ár og hið skrifaða orð hafi komið fram í kringum 3.200 árum fyrir okkar tímatal. Nú hafa flóknar hellamyndir, fornar papírusskræður og aldagömul ljóð þróast í bókmenntir, óperur og twitter-þræði, en meðfædd löngun til að endursegja sögur um hver við erum, hvaðan við komum og hvaða merkingu við höfum hvert fyrir öðru er og verður grundvallarþáttur þess að vera mað- ur. Við báðum málsmetandi fólk úr ýmsum áttum að svara grundvallarspurningu: Hvers vegna segjum við sögur? Svör þeirra hafa verið yfirfarin og stytt. TÍMAMÓT STÓRA SPURNINGIN Eftir því sem ég varð eldri og hélt áfram að skrifa með minni eigin röddu áttaði ég mig á að ég gerði það ekki bara til að skemmta, útskýra eða tjá mig. Ég skrifaði til að koma á framfæri samkennd, bæði við sjálfa mig og heiminn. Ég hef komist að því að þar er ég ekki ein. Um árþúsundir hefur maðurinn sagt sögur til að tengja, koma á framfæri og spinna hugmyndaríkan sannleik sem gerir okk- ur kleift að sjá hvert annað skýrar með umhyggju og hugrekki. Það getur verið vandasamt að finna samkenndina, en það er líka ein mannlegasta ástæðan fyrir því að við segjum sögur. Oft skýrum við og tjáum okkur til að við sjáumst og svo aðrir geti fundið til sam- kenndar með okkur. Oft þarf í raun að stíga inn í viðhorf annarra eigi að takast að telja þeim hughvarf. Oft skemmtum við ekki bara til að færa áhorfendum okkar gleði og ljós, heldur okkur sjálfum, sem sköpum. Við segjum sögur af því að við erum mennsk. En við verðum einnig mennskari við að segja sögur. Þegar við gerum það töppum við af fornum krafti sem færir okkur og heiminn nær því sem við erum: einn kynþáttur í leit að ástæðum, í leit að tilgangi, að reyna að finna okkur sjálf. Amanda Gorman er ljóðskáld og höfundur The Hill We Climb og Call Us What We Carry. Danny Williams

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.