Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 74

Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 TÍMAMÓT LINSA LISTAMANNSINS Deena So'Oteh Bookshelves at the Mex- ico City studio of the late Colombian writer Gabriel García Máquez. (Pedro Pardo/AFP via Getty Images Pedro Pardo/AFP gegnum Getty Images Bókahillur á vinnustofu skáldsins Gabriels Garcías Márquez heitins í Mexíkóborg. Töfraraunsæið kvatt SILVIA MORENO-GARCIA er metsöluhöfundur skáldsögunnar The Daught- er of Doctor Moreau og fleiri bóka. Hún hefur fengið Locus- og British Fantasy-verðlaunin fyrir skáldsögur sínar og World Fantasy-verðlaunin fyrir ritstjórn. Ég sagði einhvern tímann í gríni að ég hefði valið titilinnMexican Gothic á sjöttu skáldsögumína í þeirri von að fólkmyndi segja að það væri gotnesk skáldsaga, en ekki töfraraunsæissaga. Allanminn feril hefur orðinu „töfraraunsæi“ verið klínt á allt sem ég hef skrifað. Einu sinni sagði einhver að verkmín væru „vísindaskáldsögutöfraraunsæi“. Sú skilgreining ermér enn ráðgáta. Töfraraunsæi vísaði eitt sinn til bókmennta- stíls lauslega tengds hóps af rithöfundum frá Rómönsku Ameríku, sem skrifuðu verk sín fyr- ir um 60 árum. Í hinum enskumælandi heimi hefur skilgreiningin hins vegar orðið almennur samnefnari við það sem skrifað er í Rómönsku Ameríku. Ímyndið ykkur að hvert einasta verk eftir breskan rithöfund væri sagt „austenskt“ og þá áttið þið ykkur á þessu fyrirbæri. Ég hef nokkrum sinnum talað við Mariönu Enriquez, verðlaunahöfund bókarinnar The Dangers of Smoking in Bed, um þennan hólkvíða merkimiða. Báðar erum við gáttaðar á þessu vegna þess að það tengir okkar verk við bókmenntirnar sem afar okkar og ömmur skrifuðu, splundrar tíma og rúmi og ólíkum uppruna í álfunni til að búa til eina skilgrein- ingu þar sem allt er í einum klumpi. En skiptir máli hvað við köllum suður- amerískar bókmenntir? Er ekki rós alveg jafn sæt hvaða nafni sem hún er nefnd? Mín reynsla er sú að það skipti máli vegna þess að af skilgreiningum spretta væntingar. Þegar lýs- ingin töfraraunsæi er notuð um verk kallar það allajafna fram mynd af Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. En væri orðið notað um Eartheater – nýlega argentínska skáldsögu eftir Dolores Reyes um unga konu sem býr í hreysahverfi og sér sýnir af fólki, sem saknað er – væri útkoman öfugsnúin. Ég held líka að það kveiki í ritstjórum að þefa uppi töfraraunsæisverk, sem eru orðin fátíð í Rómönsku Ameríku á okkar tímum. Margir höfundar sem tilheyra tiltekinni grein hafa í auknum mæli sökkt sér í það sem kalla mætti gotneska bylgju eða spennubylgju. Það þýðir ekki að allir séu hættir að skrifa í anda töfraraunsæis. Greinin virðist lifa öflugra lífi hjá annarri og þriðju kynslóð rómansk-amerískra rithöfunda, sem búa í Bandaríkjunum eða á Bretlandi. En jafnvel í þeim tilfellum finnst mér aðmerkimiðinn töfraraunsæi sé ísmeygilegur dragbítur á viðleitni hryllingssöguhöfunda sem nú eru að ryðja sér til rúms á borð við V. Castro og Gabino Iglesias. Verkum þeirra er ekki hægt að pakka snyrtilega innmeð þessari skilgreiningu. Lágstemmdar athugasemdir mínar kunna að virðast eingöngu heimspekilegar, en það eru líka praktískar hliðar. Skoðum „þessar samb- ærilegu“, á ensku „comps“, sem eru notaðar í útgáfugeiranum þegar verið er að bera saman bækur. Sambærilegir titlar eru útgefnar bækur, sem svipar til handrits sem verið er að reyna að koma í útgáfu; nokkurs konar skammstöf- un í greininni og hjálpar útgefendum að taka ákvarðanir um kaup. Áður en Mexican Gothic“ varð að metsölubók held ég að það hafi verið skortur á sambærilegum hryllingssögutitlum frá Rómönsku Ameríku. Það gæti hafa gert rithöfundum erfiðara fyrir að gera útgáfusamn- ing um skáldsögu af þessum meiði. Með því að skilgreina Mexican Gothic sem gotneska skáld- sögu og hryllingssögu gátu útgefendur séð fyrir sér möguleikann á að fleiri titlar ættu heima í hryllingshillunni, sem fram að því hafði í huga þeirra ekki komið til greina þegar rithöfundar frá Rómönsku Ameríku áttu í hlut. Ég veit um hörundsdökka rithöfunda, sem hafa sagt mér að skyndilega hafi bækur sem þeir höfðu árangurslaust reynt að koma á framfæri hlotið samþykki eftir að Mexican Gothic kom út 2020. Þar segir frá ungum, mexikönskum félags- bubba, sem flytur í afvikið hús uppi í fjöllum þar sem leyndarmál eru við hvert fótmál. Þegar skáldskapur eftir höfunda frá Rómönsku Ameríku er samstundis merktur töfraraunsæi getur það leitt til þess að útgef- endur leiði hjá sér fjölbreytta flóru bóka og sagna og komið í veg fyrir að verk verði þýdd og keypt vegna þess að þau passa ekki í úrelt mót. Flokkar ættu ekki að vera spennitreyjur, en samt hefurmerkimiðinn töfraraunsæi stundum kæft bókmenntir frá Rómönsku Ameríku frekar en að frelsa þær. Ég hef skrifað eina skáldsögu sem ég held að gæti passað í þann flokk. Jafnvel sú saga, sem hét Signal to Noise, mín fyrsta, og fjallar um nokkra táninga, sem ekki passa inn í samfélagið í Mexíkóborg á níunda áratugnum og setja fólk í álögmeð vínilplötum, er fagurfræðilega víðs fjarri þeim huggulegu smábæjum íMexíkó eftir byltingu, sem flestir tengja við töfraraunsæi. Tónninn í restinni af mínum verkum er út um víðan völl ogMexican Gothic stendur í meiri þakkarskuld við rithöfundinn Horacio Quiroga frá Úrúgvæ, sem fetaði í fótspor Edgars Allans Poes, en nokkurn af rithöfundum velmektarára skáldsögunnar frá Rómönsku Ameríku. Í fyrra kom ég því til leiðar að David Bowles þýddi The Route of Ice and Salt eftir José Luis Zárate á ensku og gaf út á vegum minnar eigin örútgáfu. Sagan var skrifuð á níunda áratugn- um og er erótísk, hinsegin endursköpun á ferð Drakúlu til Englands um borð í Demeter. Sjónarhóllinn er skipstjórans á hinu dæmda skipi. Ég gaf þessa stuttu skáldsögu út sjálf á ensku vegna þess að ég var hissa á að það hefði ekki verið gert áður (hún hafði áður verið þýdd á frönsku). Verið getur að hinn enskumælandi útgáfuheimur hafi horft fram hjá henni vegna þess að hún var skrifuð af virtum, en ekki endi- lega söluvænlegum mexikönskum rithöfundi, en mig grunar að andi hennar – mjög got- neskur, frjór hryllingur – gæti einnig hafa gert að verkum að hún féll ekki að bragðlaukum útgefenda. Ef til vill bauð hún einfaldlega ekki upp á það töfraraunsæi, sem útgefendur eiga orðið að venjast frá Rómönsku Ameríku. Mín reynsla er sú að hugtakið töfraraunsæi sé oft ofnotað og í anda staðalímynda, það sé sagt í hugsunarleysi. Þetta er ekki eina hug- takið, sem mér mislíkar. Ég hef líka heyrt talað um að verk mín minni á sjónvarpssápur, tel- enóvellur, sem mér finnst fráhrindandi vegna þess að það ætti ekki að kalla verk annarra höfunda sápuóperur, jafnvel þótt söguhetjur þeirra verði fyrir miklum skakkaföllum. Þess vegna er Lapvona eftir Ottessu Moshfegh – sem var lýst sem „blöndu af ævintýri og þjóðsöguhryllingi“ í bókablaði New York Times – ekki telenóvella, en Mexican Gothic fær það hlutskipti. Fólk grípur til merkimiðans telen- óvella rétt eins og það grípur til skilgreiningar- innar töfraraunsæi af svipaðri ástæðu: vegna þess að það er auðveld skilgreining og tengist fagurfræði Rómönsku Ameríku. Ég vildi að við gætum átt blæbrigðaríkari, flóknari samtöl um bækur. Af hverju getum við ekki notað umfangsmeiri hugtök um það af hvaða meiði bækur eru og fagurfræði þeirra? Um and- rúm og áferð? Um hluti sem falla að skilgreining- um og bjóða þeim birginn? Skáldsagan Tender Is the Flesh eftir argentínska rithöfundinn Agustinu Bazterrica um framtíð þar semmenn eru ræktað- ir á bóndabæjum vegna kjötsins er vísindaskáld- saga, en ef til vill einnig hryllingssaga – það er löng hefð fyrir hryllingssögum ummannát – og stundum er tónninn háðskur. Það verður hvorki auðvelt né fljótlegt að greiða úr töfraraunsæisvandanum, en það er trúamín aðmeira úrval bóka eftir rithöfundameð rætur í Rómönsku Ameríku geti hjálpað okkur í átt að heimi þar sem sýn okkar á þennan heimshluta verður víðari og auðugri. Þetta er byrjað að ger- ast, þótt hægt fari. Á næsta ári kemur til dæmis Our Share of the Night, fyrsta þýðingin á ensku á skáldsögu eftir Enriquez, út í Bandaríkjunum. Ég athugaði hvernig hún væri skilgreind á heima- síðu Penguin RandomHouse: Hún er skráð sem gotnesk skáldsaga og hryllingssaga. Flokkar ættu ekki að vera spenni- treyjur, en samt hefur merkimiðinn töfraraunsæi stundum kæft bókmenntir frá Rómönsku Ameríku frekar en að frelsa þær. Þegar skáldskapur frá Rómönsku Ameríku er skilgreindur sem „töfra- raunsæi“ í dag er verið að lengja í staðalímynd, sem bæði hylur og horfir fram hjá dýpt og auðgi þess af hvaða meiði hver skáldsaga er í raun. © 2022 The New York Times Company og Silvia Moreno-Garcia.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.