Borgfirðingabók - 01.12.2012, Side 8
8 Borgfirðingabók 2012
Foreldrar Jóhanns, eyjólfur Jóhannesson, kallaður eyjólfur skáld,
og Helga Guðmundsdóttir kona hans, bjuggu í Hvammi í Hvítársíðu
og voru þau í umsjá sonar síns og tengdadóttur seinustu æviárin, en
bæði urðu þau háöldruð.
Sveinatunga var í þjóðleiðinni norður í land. Sigurður Nordal,
síðar prófessor í norrænu, var einn þeirra ferðalanga sem gisti í
Sveinatungu á sínum yngri árum. Hann sagði heimilið hafa verið
„annálað fyrir myndarskap og gestrisni“. Þeir sem einu sinni höfðu
gist þar, kepptust þangað jafnan síðan í næturstað.
Alla tíð var mjög sterkt samband milli Guðrúnar og Ingibjargar
móður hennar, en Guðrún orti mörg ljóða sinnar til hennar, til að
mynda „Jólaljóð til mömmu“, sem birtist í bókinni Til móður minnar
en það er safn ljóða íslenskra skálda til mæðra sinna. Í niðurlagi
kvæðisins „Til mömmu á jólunum 1927“ segir:
Fyrir alla elsku þína,
yl og hjartans gæðin þín,
þúsundfalt ég þakka vildi,
þér af hjarta mamma mín,
og fyrir bljúgar bænir þínar,
er baðstu guð að leiða mig.
Það eru verndarverur mínar,
sem vaka til að minna á þig
Ég hef engin orð að sinni
aðeins heilög bæn og þökk
fyrir alla æskudaga
er ég jafnan minnist klökk.
Þegar eitthvað lundu lamar,
leita ég í gömul skjól
ætíð því ég held í huga
hátíðleg hjá mömmu jól.
Guðrún lýsti því sjálf síðar hve mikla gleði og örvun hún fékk af því
að fá skólapiltana í heimsókn, þegar þeir gistu í Sveinatungu á leið
suður eða norður, en afar sjaldgæft var að stúlkur væru á ferð. Sjálf var
Guðrún lærdómsfús og þráði að læra sífellt meira. Börnin í Sveina-
tungu fengu heimakennara, en þegar því stutta námi lauk taldi faðir
hennar að hún þyrfti ekki að læra meira, hún væri stúlka. Hins vegar