Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 182
182 Borgfirðingabók 2012
teygju sokkaböndum, sem hneppt voru á kot, sem maður var látinn
ganga í. en á þessum sokkaböndum voru hnappagöt með vissu milli-
bili, og tölur efst á sokkunum og á kotinu. – ef maður hafði kálfs-
lappir, var stytt í sokkaböndunum. Þægindi það. eldri konur voru í
síðari pilsum, þurftu því ekki sokka nema upp að hnjám. Brugðu því
böndum utan um fótinn fyrir neðan hnéð. en þá þurftu nærbuxurnar
að vera síðari, niður fyrir hné, ná sokkunum, svo ekki sæist í bert á
milli.
Fótabúnaðurinn í skólagöngunni voru heimagerðir leðurskór með
þvengjum, gaddfreðnir í frosti – rennblautir og mjúkir í bleytu. Inni
voru notaðir þynnkuskór úr kindarskinni eða bara tuskuskór.
ef Geirsá var á ís, var allt í lagi; annars stilltum við á Ljótunnar-
stillum yfir ána. ef það var ekki hægt og hlýtt var í veðri, var farið
úr sokkum og skóm og vaðið berfættur yfir ána, klætt sig svo aftur á
hinum bakkanum. Áin var sjaldan ófær.
eftir að farskóli kom í sveitina, var hann aldrei nema mánuð í
einu í Flókadal. Var hann staðsettur til skiptis á Hæli og Geirshlíð,
tvær vikur í einu á hvorum bæ. Var skólagöngu þannig skipt á milli
krakkanna. en kennarinn varð að flytja sig um set, að hálfum mánuði
liðnum. Það var mikið lengra að ganga í skóla að Geirshlíð en að
Brennistöðum. Stór steinn var fyrir austan tún í Geirshlíð. Mér stóð
stuggur af honum.
eitt sinn átti að flytja Siggu og það dót, sem henni fylgdi, frá Hæli
upp að Steindórsstöðum. Þar átti skólinn að vera næst. Reiðings-
hestur var alltaf notaður undir dótið. Af skólagögnum fór mest fyrir
landakortum. Svo þurfti tvo reiðhesta, handa kennara og fylgdar-
manni. en þegar átti að fara af stað, var Sigga orðin veik, komin með
hita. Var endajaxlinn að kvelja hana. Þá var Helga Jakobsdóttir frá
Hreðavatni ráðskona á Hæli, og varð að orði, í orðastað Siggu:
endajaxlinn er viðsjáll.
Á ég lífi að fórna?
Þá bætti Jakob bróðir minn við, en hann átti að vera flutnings-
maður:
Gráttu ekki, góði Páll.
Guð mun öllu stjórna.
Palli á Steinda (Páll Þorsteinsson) var þá bóndi þar. Auðvitað varð
að fara á hestum upp í Reykholtsdal, að boða seinkun á kennslu. Styst