Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 58
58 Borgfirðingabók 2012
dýrastaðaá, Litlá og Sanddalsá. Við urðum hálfsmeykir að af þessu
yrði. en sem betur fór varð það ekki. Jeg fór eitt sinn á fund vega-
málastjóra, erindið var vegamál. Þá biður hann mig að velja vegar-
stæði frá Hreðavatnsskála og fram úr hrauninu og hlaða smávörður
sem vegvísi. Jeg varð glaður við og gerði þetta og hallaði mér að
Brekkutúninu sem mest jeg þorði. eftir þessum leiðarvísi mínum var
að mestu leyti farið. Þá fannst mér að trú á syðri leiðina væri farin
að dvína. Svo kemur hann við á Brekku á eftirlitsferð og tjáir mér að
nú sé vegalagning ákveðin frá vegamótunum hjá Glanna og framúr.
Hann láti hana í ákvæðisvinnu tíu krónur á hlaupandi meter, hvort
jeg vilji taka að mér veginn frá Grábrók. Jeg segi að það sé best jeg
taki báða spottana. Nei, hann segir, ef jeg lendi í undirballans, sé
betra fyrir mig að það sé einn kílómeter frekar en tveir. Þetta fannst
mér sanngjarnt og réttlátt svar. Það átti að hlaða kanta og fylla upp og
síðast að dreifa mosa yfir svo að ofaníburðurinn hryndi ekki niður.
eftirlitsmaður var Guðjón Bachmann vegaverkstjóri. Hann hélt til í
tjaldi, stikaði fyrir og tók út verkið jafnótt og það var unnið. Jeg var
nú hálföfundaður af þessu verktaki. Ungur maður, nágranni minn,
var heima og falast eftir að fá hjá mér spotta. Jeg var til í að láta
hann fá nokkra metra. Honum þótti jeg úthluta honum of stuttum
kafla. Jeg spurði hvort hann vildi ekki byrja á þessum spotta, það
mætti bæta við. Hann féllst á það og byrjaði á stundinni, glaður og
reifur, með miklum hamagangi. Jeg lét hann fá spotta þar sem var
lítið efni til uppfyllingar í vegarstæðinu og þurfti því að flytja það
spölkorn að á handbörum eða í fangi.Guðjón Bachmann sagði við
mig að jeg væri heppinn að losna við þennan spotta. Jeg sagðist hafa
gert góðverk á manninum. Já, hann sagðist vita það. Hinn fór ekki
fram á að fá meira. Þetta var árið 1925 og vegavinnukaup 6 kr á
dag. Áður en jeg byrja á þessu verki, þá býð jeg Þorbirni bróður og
Hallgrími mági mínum að vera með í þessu akkorði. Þeir urðu báðir
lifandi fegnir. Það var okkur mikið happ að fá Marís Sigurðsson í
Stórugröf, sem var bóndi þar þá, systursonur Þórðar afa á Brekku
og uppalinn þar hjá honum til fullorðinsára. Hann var harðduglegur,
vanur hrauninu og kveinkaði sér ekki að taka á því. Það fóru óteljandi
vettlingar meðan á þessari vinnu stóð. Það var helst að sauma á þá
sauðskinn, en lítið dugði. Sumir voru að reyna að grípa mosalúku
um leið og þeir tóku á steinunum, en það tafði frekar en hitt. Það var