Borgfirðingabók - 01.12.2012, Síða 152
152 Borgfirðingabók 2012
frekar óvön þeirri músik sem þarna var framin, að fiðla var aðal uppi-
staðan, menn voru ýmsir í góðu skapi, þó að eg held yfirleitt ekki um
of, dansaðir voru mest gamlir dansar, vals, polki svo og stöku tangó,
einu sinni var hægt að dansa vínarkrus, annars virðist hann ekki vera
mikið dansaður hér.
16. ágúst: nú er kominn sunnudagur, morgunverður klukkan 9.30 og
síðan kom rútubíll (e6011 Rutevogn) sá hinn sami sem við komum
með frá Þrándheimi. Hér er mættur bóndi að nafni Jakob og segist
aðspurður ekki kunna að skrifa nafn sitt, en geta teiknað það. Skrifaði
það þó.
Hér erum við komin upp í fjöll, hæsti tindur í Noregi er 2468
metrar, hér er mikið af geitum og eru þær spakar, koma til okkar, það
er tekið mikið af myndum. Hér var sagt frá plöntu uppi á fjallstindi
og Kristján Rögnvaldsson frá Akureyri fór af stað. Hér er sel og er
okkur leyft að skoða það, fara inn í húsið sex til átta í einu, selið
heitir „Storvik-Berstrand.“ Bær Kristínar Lafransdóttur átti sel hér
i fjöllunum. Í selinu sem við komum í er stofan frá sautjándu öld.
Almenningur Voga er 9000 hektarar. einhvern tíma þegar komið
var með búpening í selið, að haustlagi, var kominn mikill snjór,
allur fénaðurinn uppgefinn. Rauður hestur sem gengið hafði á eftir
hópnum, var settur fram fyrir og látinn ganga á undan, þegar áfanga
var náð, var sá rauði svo uppgefinn að hann smakkaði ekki fóður í
tvo daga.
Það er undarlegt hvað sumt fólk hefur mikla áráttu til að reykja
og eyðileggja andrúmsloftið fyrir náunganum og virðist alls ekki
skilja hvað fólki sem ekki reykir er í mörgum tilfellum illa við þetta.
Nú erum við stödd á slóðum Péturs Gauts og hér minnir landslagið
á Skorradalinn, nema fjallseggjarnar eru hærri og brattari. Hér reið
Pétur Gautur á hreintarfi eftir fjallabrúnunum. Hér efra var dóttir
dofrans sem byggði Klones, hér bjó einnig mesta hreindýraskytta
Noregs, Jo Gjendi, eftir hann á að vera þessi vísa sem var farið með
fyrir okkur, ég ábyrgist ekki réttritunina á henni fremur en öðru sem
eg hefi skrifað, en vísan er svona:
„Eg er som vel du veit / ein fjellets mann / og der for dreg til fjells /
so tidt eg kann.“
Hér er fjallahótel Bessheim í um það bil 1100 metra hæð, í for-
stofunni er minjagripasala og uppi á vegg hangir mynd af stóru