Borgfirðingabók - 01.12.2012, Qupperneq 148
148 Borgfirðingabók 2012
vera. Við vöknuðum kl. 8, en eg var nú að vakna öðruhvoru í nótt. Hér
er aðbúnaður slíkur að líkast er að Fillipus drottningarmaður væri á
ferð á Íslandi, tveggja manna herbergi og vaskur í hverju svo og kló-
sett. Morgunverður var kl. níu og var það hafragrautur, brauð, blóm-
kál, silungur eða niðursoðin murta, síld, spægipylsa, mjólk og kaffi
og margt fleira. Þegar borðhaldi var lokið komu smábílar og fluttu
okkur upp í Jötunheima sem er byggðasafn hér í Guðbrandsdal, þegar
við vorum sest niður, sagði Olaf Rokstadt okkur í þýðingu Sigurðar
Blöndal. „Við erum glöð yfir komu ykkar, við þekkjum ekki nóg en
við höfum lesið Snorra og Laxness“. Ólafur helgi kom hér fyrir 943
árum og sagði það leitt að svo fögur byggð skyldi brennd, þá var býli
við býli svo sem enn er í dag. Það kom ekki til að Ólafur digri þyrfti
að brenna byggðina, bændur tóku kristna trú, þeir voru friðsamir
menn og vildu ekki berjast, þeir voru jarðræktarmenn og það eru þeir
enn í dag. Þegar neðar kemur í dalinn er jörðin frjósamari, skólinn
er í 400 metra hæð, hér er mikill laufskógur, en þeir vilja skipta og
fá barrskóg. Íbúar í Vogum eru 4000 í 1000 fjölskyldum, 600 lifa á
landbúnaði, meðal stærð á býli fjórir hektarar. Í sveitinni eru 2000
hektarar ræktað land, skógur 20000 hektarar, þar af er helmingurinn í
almenningi sem allir bæir hafa rétt til að nytja. Þessi staður hér er eins
og sveitabær var hér í Guðbrandsdal fyrir 200 árum. Húsið stóð hinum
megin í dalnum en var flutt hér yfir. Hér eru haldnar samkomur til
dæmis brúðkaupsveislur og smásamkvæmi sem ekki eru opinber. Nú
drukkum við kaffi í þessu húsi í boði skógræktarráðs Voga, síðan var
farið að planta og plantað í staðinn fyrir dauðar plöntur. Mest hefur
verið gróðursett hér í landi skólajarðarinnar Klones c.a 30 hektara.
Við erum að vísu ekki búin að vera hér lengi, en mér finnst þó, sem
fólk hér sé kannske ekki eins fljóttekið og norður í Rissa, þó hygg eg
að það sé allt saman ágætis fólk.
Skólastjórinn sagði okkur sögu skólans. Saga þessa húss hófst á
því að fyrir 100 árum voru þrír englendingar á ferð, einn af þeim
kynntist stúlku hér í Vogum, en þá máttu stúlkur ekki giftast nema
fá leyfi foreldra sinna, faðir stúlkunnar neitaði. Piltur vildi fá stað-
festingu sendiherrans í Osló en sá gamli lét ekki plata sig og til að
fylgja því eftir fór karl með englending og dóttur til englands. Hann
sá að piltur var af efnuðum foreldrum og þá fékkst samþykki þess
gamla. Þau ákváðu að setjast að í Noregi. Þá stóð svo á að ættin sem
átti þennan stað var útdauð. Þau keyptu staðinn á 5500 dali og hófu