Borgfirðingabók - 01.12.2012, Síða 47
47Borgfirðingabók 2012
frændi egils, Ketill Hængur markaði heimsmynd sína í landið, eru
víðáttur Mýra og Borgarfjarðar einhver búsældarlegustu landsvæði
á Íslandi. eftir að egill reisti bæ sinn, Borg, við vík í Borgarfirði
markaði hann heimsmynd sína í landið í samræmi við megin áttir,
for-miðið, Hjörsey, og sólargang. Heimsmyndin var 216.000 fet að
þvermáli. Hún var mæld frá Álftárósi, 2, sem markaði sólsetur á
vetrarsólstöðum, að Hjarðarholti, 4, sem markaði sólris við sumar-
sólstöður. Frá Bæ, 5, sem markaði sólris við vetrar sólstöður, var
mælt með sama hætti að þeim stað sem markaði sólarlag við sumar-
sólstöður, Staðarfelli á Fellsströnd,6. Þessir tveir 216000 feta öxlar
mættust í Hítardal, 3. Þar var mörkuð helg miðja.
Það er athyglisvert að bæir þeirra Auðar og egils marka norður
og suður ás heimsmyndarinnar og eru því sem næst 216000 feta
vegalengd á milli þeirra. (Rauðar línur sýna hvernig heimsmyndir
voru markaðar í löndunum sunnar í evrópu.)
Til samanburðar sjá heimsmyndir í öðrum löndum hér:
http://www.peturhalldorsson.com/cosmos.html
Sjá nánar; Kristnitakan: Rúðólfur í Bæ. eftir dr. Jón Stefánsson og:
http://www.peturhalldorsson.com/cosmos.html
Tilvísanir
1. Einar Pálsson, ÚR, bls. 40 - 44. Mímir, Rvk. 1970.
2. Landnámabók, H–21 -23. Hið íslenska fornritafélag, 1968.
3. Óskar Guðmundsson, SNORRI, JPV útgáfa, Rvk. 2009, bls. 26.
4. Pétur Halldórsson, STÆRÐ VERALDAR, Salka, Rvk. 2007, bls. 107.
5. Einar G. Pétursson, Efling kirkjuvalds og ritun Landnámu, Skírnir, 1986, bls. 201.