Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 142
142 Borgfirðingabók 2012
8. ágúst: Vaknaði um kl. 8, fórum kl. 9,20 að gróðursetja í landi odd-
vitans og vorum búin kl.13,10, fórum þá á leið heim í skóla með
viðkomu í berjamó. Ég hafði tekið með mér staup úr flugvélinni og
hefur það í dag ósparlega verið notað, allir hafa verið þyrstir. Um
kvöldið var okkur boðið í samkomuhúsið Heimtún, þar var fram-
borið kaffi og mjög gott með því. Borðað var í kjallara hússins, síðan
var dansað til kl. eitt um nóttina.
9. ágúst: Nú vaknaði eg klukkan rúmlega sjö og fór þá á fætur að
þvo mér og búa til ferðar, það er ekki gott að sofa hér vegna hita,
hitinn kemst yfir 30 stig á daginn og getur verið um 20 gráður á nótt-
unni. Okkur var boðið í ferð inn fyrir Þrándheimsfjörð, fórum þar um
falleg héruð, vegirnir víða höggnir inn í kletta með firðinum, fórum
hjá járniðnaðarbæ og trjávinnslubæ, boðið í mat á Grandhotel í Stein-
keri, hótelstjórinn og kona hans sátu til borðs með okkur. Úr glugga
hótelsins sér út á Þrándheimsfjörð, og járnbrautarstöð staðarins blasir
við fyrir utan gluggann, hlaðin úr múrsteini, gul og rauð að lit með
hvelfdum gluggum og klukku yfir inngangi, granítskífur á þaki. Frá
Steinkeri héldum við að Mæri þar sem aldinn heiðursmaður, Jakob
Wang, sagði okkur sögu staðarins og hóf söguna á Þóroddi sem flutti
til Stöðvarfjarðar á Íslandi og hafði með sér mold frá Mæri og dreifði
yfir hið nýja landnám sitt. Síðan hafa skipst á skin og skúrir í sögu
Mæris, saga þess og Stiklastaðar sem við komum einnig til, er að
miklu leyti tengd, báðir staðir hafa hlotið svipuð örlög og margir ís-
lenskir kirkjustaðir svo sem Hólar og Skálholt. Risið upp af litlu og
orðið stórveldi í landinu, síðan verið rúnir öllum jarðneskum verð-
mætum við siðaskiptin af hinu danska konungsvaldi. Við drukkum
kaffi í Levanger hvar við fengum kartöflubrauð og vöfflur. Levanger
kemur við Gunnlaugssögu Ormstungu, en hann var dauðvona fluttur
þangað, til að deyja, eftir hólmgönguna við Hrafn. Við ókum frá
Levanger áleiðis til Niðaróss, stoppuðum til að skoða rúnaristur frá
500 til 1500 fyrir Krist, hitinn hér 27 gráður í forsælu en var 30 í
Levanger. Þá varð á leið okkar lítill hafnarbær Hunslvik, þaðan var
Johan Nigårdsvald fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Í útjaðri
Niðaróss sáum við Hlaðir, þar sem Hlaðajarlar sátu fyrr á öldum.
Síðan borðuðum við í Niðaróss fínasta öldurhúsi, Prisins Hótel, sem
er nýjasta hótel í bænum, kostaði sextíu miljónir íslenskra króna og
er byggt af bændasamtökum næstu byggða. Þarna var borið fram kjöt