Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 147
147Borgfirðingabók 2012
í ósátt við Hákon tengdason sinn. Kapellan sem er við kirkjuna var
fullgerð milli 1160 og 1170, hefur hún verið notuð við smærri sam-
komur en dómkirkjan hefur 2500 sæti. Þverskip kirkjunnar er jafn
gamalt og kapellan, gluggar 16000, endurgefnir af norskum konum,
þakið er gert úr tré, hefur brunnið sjö sinnum. eysteinn erkibiskup
liggur grafinn undir altarinu og 800 árum eftir dauða hans, 1952,
var settur steinn á leiði hans. 1. febrúar 1942 lét Kvisling landstjóri
Þjóðverja nasistaprest halda messu, prófastur fékk ekki leyfi til að
predika, en fólk safnaðist saman niðri á götunni og nasistarnir urðu
að veita því inngöngu, fram hjá málverki og beinum Ólafs helga.
Niðarós var þriðji helgasti staður pílagríma eftir Jórsölum og Róm.
Vatnið í brunni var dýrmætt, við hann voru gerðar holur til þess að
vatnið rynni niður aftur. Þar er sami stíll og í Gaukstaðaskipinu. Í
kirkjunni er yfirlýsing eysteins erkibiskups „eg eysteinn erlendsson
vígi þessa kirkju Jóhannesi skírara 26. nóv. 1161.“ Minnst var þarna
í kirkjunni ensks herskips á stríðsárunum 1939 til 1945. Norfolk að
nafni og hafði Hákon konungur 7. gefið rauðan fána með ljónsmynd
og öxi, einnig var þarna fáni af enska herskipinu. Pípuorgelið, Stein-
meyer frá Þýskalandi er það stærsta í Norður-evrópu, 9000 pípur,
dreifðar um kirkjuna. Á orgelið var spiluð preludia og fúga eftir
Bach og eitthvað eftir Buxtehude, en við máttum ekki vera að því að
hlusta á þann síðastnefnda vegna þess að Sigurður Blöndal kallaði til
brottferðar, en byggingu Niðarósdómkirkju er ekki lokið ennþá og og
verður sennilega seint því alltaf er verið að gera endurbætur á henni.
Fórum við þá að færa dót á milli bíla því að hinn flokkurinn var
kominn úr Guðbrandsdal. Fórum svo á Britanía Hótel, borðuðum þar
í boði Þrándheimsborgar og þaðan í bílinn, Við ókum á bíl frá Vogö
í Guðbrandsdal sem meðan Íslendingar og Norðmenn töluðu sama
mál mun hafa verið kallað Vogar, bíllinn var góður, var klukkan 4.30
þegar farið var frá Þrándheimi og komum kl.. 22.30 til Voga
13. ágúst: Við komum til Voga að kvöldi miðvikudags 12. ágúst eftir
langa og erfiða ferð.
Það voru allir þreyttir og af sér gengnir, en viðmót Norðmanna
bætir upp alla þreytu og næsta morgun voru væntanlega öll orðin
hress og kát, tilbúin að stríða fyrir föðurlandið og framtíðina. Við
héldum til í stórri byggingu frá því fyrir aldamót. Hýsti þessi bygging
húsmæðraskóla og bændaskóla undir sama þaki. Þarna er notalegt að