Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 77
77Borgfirðingabók 2012
Stöð Depill aflestur mism. +
I 1. 2,85
II 2. 1,81 1,04
II 3. 1,60 2,10
Botnhalli skurðsins var 1:200. Dýpt hans í upphafspunkti, A, er 1,0
m en 1,17 m í lokapunkti, B. Botnbreiddin er 30 sm, breidd í yfirborði
er 90 sm í A, en 103 við B. Skurðurinn lá frá austri til vesturs og var
8 m langur. Fláinn skyldi vera 1: ¾. Við smíðuðum fláamál, þar sem
langhliðin er 1,25 sm, en skammhliðarnar 1,00 og 0,75.
Hér ætla ég að sleppa lýsingu á því hvernig rétta dýptin er fundin
og lýsingu á greftrinum, enda ekki flókið verk. (Jökull, sem minnst er
á hér að ofan, er Gumundsson, seinna búsettur á Akureyri) Grípum
næst niður í dagbókinni þar sem komið er að gerð lokræsisins:
,,Eftir kaffi fórum við Jökull austur í Grásteinsflóa að grafa lokræsi.
Ræsið átti að vera 7 m að lengd og 60 sm breitt. Dýptin í punkti A
skyldi vera 30 sm en 55 sm í punkti B. Við mældum fyrir skurðinum
og var aflesturinn sem hér segir:
Við vatnsyfirborð .... 2,72 m
Í punkti A ............... 1,86 m
Í punkti B ................ 1,45 m
Botnhalli skurðarins var 1:70 og var því dýpt skurðsins í A 90 sm en
í B 115 sm.
Gröfturinn er þannig framkvæmdur
að byrjað er að mæla fyrir, síðan eru
strengd snæri á fyrirhuguðum börmum
skurðsins. Þá er stungið fyrir skurð-
inum, beggja vegna, og stungið beint
niður. Þá er stungið með dálitlum skáa,
innanfrá, að stungunni sem áður var
lýst, þannig að upp komi hnaus sem
fellur í skáa stunguna í ræsinu. Hnaus-
arnir eru látnir öðru megin og er gras-
rótin látin snúa niður. Það sem upp úr
skurðinum kemur er látið hinum megin