Borgfirðingabók - 01.12.2012, Síða 150
150 Borgfirðingabók 2012
enda í 600 metra hæð. Þarna var búið áður en nú er þetta aðeins
sumardvalarstaður, ætlaður til að sýna ferðamönnum, þarna voru
nokkrar geitur. Þegar við komum heim til Klones beið okkar kaffi
á borðum og ágætar móttökur, svo fórum við að gefa okkur á tal
við norska fólkið hér, Lénsmaðurinn í Vogum ók mér, Ástu og Guð-
mundi Magnússyni, töluðum við við hann nokkra stund, síðan fór eg
og fékk forstöðukonu húsmæðraskólans til að skrifa nafn og heimili
í bókina. Síðan settist eftirlitsmaðurinn gamli. Ásbjörn eggan, við
borðið hjá okkur. Hann sagði okkur að Íslendingarnir í fyrri flokknum
hefðu kennt sér tvö orð á íslensku þau voru rauðmagi og grásleppa,
rauðmagi = karlmaður grásleppa = kona. Plöntuðum 2300 plöntum.
15. ágúst: Í morgun vöknuðum við kl. sjö, fórum þá að tygja okkur
til fótaferðar, mættum til matar kl. 8, síðan vorum við flutt í rútubíl
áleiðis að plöntunarstaðnum sem heitir Kvarberg og bóndinn Páll
Kvarberg, hann splæsti súrmjólk á mannskapinn, var það mjög gott
og vel þegið. Nú er unga fólkið farið að spjalla um danssamkomu
sem vera á í kvöld og í því sambandi upplýst að aðgangseyrir að
samkomunni hér sé þrjár krónur norskar frá kl. 8 til 10, en fjórar
krónur eftir þann tíma. er þetta nokkuð góð hugmynd og kæmi vel
til álita heima á Íslandi. Hér í Noregi erum við altaf að rekast á andlit
og menn sem við könnumst við að heiman, hér í Vogum hefur til
dæmis Benedikt í Víðigerði gengið ljósum logum með okkur sem
skogmaster, hann er nú raunar kallaður Stein hér, sem að minni
hyggju er ættarnafn, einnig var annar ökumaður í rútunni sem ók
okkur hingað frá Þrándheimi, mjög líkur Gunnari á Grjóti, svo hefur
verið um marga fleiri. Veðrið hefur enn sem fyrr verið mjög gott og
farið mjög vel með okkur, hitinn hefur verið mikill og ekki yfir því að
kvarta, skýjað var öðru hvoru í dag og aðeins komu dropar, en ekki
var það nú meira. Nú erum við komin heim og á að setjast til borð-
halds, þar er á borðum ósvikinn norskur matur, rjómagrautur með
kanil og saft útá, þurrkað kjöt og ekta norskt flatbrauð, síðan var ekið
í rútu í samkomu húsið í Vågå, þar sem samkoma skyldi haldin. Var
þar mikið um skemtiatriði, fiðluspil og látbragðsleik, þar á meðal hin
merka myndastytta, sem stundum hefur verið tekin heima á Íslandi
og voru það í sjálfu sér vandræði vegna þess að einn úr hópnum hafði
ákveðið að hafa hana til skemmtunar fyrir Norðmenn á sameiginlegu
kvöldi næst komandi mánudag. dansiballið var mjög gott. Við erum