Borgfirðingabók - 01.12.2012, Side 61
61Borgfirðingabók 2012
að gera við útslitna móður, sem fórnaði sér af öllu fyrir börn sín.
Þetta hefur oft sært mig, sérstaklega með aldrinum. Það eru margir
hyggnir eftir dauðann og einn þeirra er jeg. Jeg bjó með ráðskonum
í fimm ár. Það valt á ýmsu að þær fengjust eða vildu fara. Ásta systir
mín var fyrst ráðskona hjá mér, síðan Jórunn systir, Inga Árnadóttir
vinkona Ástu, sem hún útvegaði mér, dugnaðarstúlka. Guðrún á Arn-
bjargarlæk, kona davíðs útvegaði mér systur sína, Kristínu. Hún var
holgóma og heyrðist mikið á mæli hennar. Kristín var bæði dugleg
og myndarleg til allra verka. Við Guðrún kynntumst á Hvítárbakka
og vorum góðir kunningjar upp frá því.
Frá því jeg fór frá Sveinatungu hafði ekki vaknað sú tilfinning
hjá mér að taka að mér konu til frambúðar. Það var ekki af því að
stúlkur væru mér fráhverfar, síður en svo. Það voru hjá mér árshjú,
egill og Ingibjörg. Þau bjuggu á Uppsölum, en hættu þar búskap.
Þau áttu einn son um fermingu. Hann var þá á Hvassafelli, þegar þau
voru hjá mér. Hann giftist síðar systur Péturs í Reykjahlíð. Hann varð
ekki gamall. Ingibjörg segir við mig, að jeg verði að fara að drifa í
því að fá mér konu. Það sé ekki hægt að búa til langframa með ráðs-
konum, sinni í hvert sinn. Farðu suður að Hamri í Þverárhlíð. Þar er
falleg heimasæta, af góðu fólki komin, prýðisvel að sér í hannyrðum,
áreiðanlega mikið búkonuefni og mjög vinnusöm. Jeg minntist ekki
að hafa séð hana og því síður kynnst henni. Þessi ábending gömlu
konunnar yfirgaf mig ekki. Um haustið fer jeg í Þverárrétt, líka
Þorbjörn og Guðný og einhverjir fleiri. Þegar farið er úr réttinni,
þá verða þær samferða Guðrún og Þórhildur. Okkur var boðið að
koma við á Hamri, því við fórum Hamarsdal. Þegar ferðafólkið fer
heim, biður Guðrún okkur að fylgja sér á leið út að Arnbjargarlæk.
Við gerum það. Jeg þóttist með sjálfum mér vera viss um að Guðrún
gerði þetta til að koma okkur í kynni hvoru við annað. Við riðum hart
til baka og hún sveiflaði klárnum á kostum þó að í söðli væri. Við
töluðum lítið saman, komum að kaffiborðinu og pabbi hennar kom
með útí það og því voru gerð bestu skil. Þórhildur mun hafa farið
suður um haustið, vann við matreiðslu á svokölluðum Mensa. Það
var mötuneyti stúdenta. Þar var hópur af fríðum sveinum þar á meðal
Hermann Jónasson síðar ráðherra. Hún hefði áreiðanlega getað valið
sér þar mannsefni, hefði vilji verið fyrir hendi.
Þar kynntist hún Guðrúnu Hafliðadóttur, mjög glæsilegri stúlku
sem síðar varð kona Kristjáns Kristjánssonar skipstjóra. Þau voru