Borgfirðingabók - 01.12.2012, Síða 96
96 Borgfirðingabók 2012
stjórans, og voru þeir meðeigendur að bátnum. Haraldur skipstjóri
varð eftir í Reykjavík þar eð hann ætlaði að sækja vélstjóranámskeið
í Vestmannaeyjum. Hann taldi að vandalaust yrði vönum mönnum að
sigla bátnum til Borgarness þótt skipstjórann vantaði, enda veður gott
og ládauður sjór. Gekk suðurferðin tíðindalaust og um miðjan dag
þann 30. október 1924 lagði Hegrinn af stað heimleiðis úr Reykjavík
og hafði Jóhannes kaupmaður sjálfur annast hlutverk skipstjórans
með eftirliti á hleðslu. ein heimild segir að formaður á heimleiðinni
hafi verið Björn Stefánsson. Farþegar úr Reykjavík voru eyjólfur
Guðsteinsson frá Örnólfsdal, Gísli Árnason úr Hafnarfirði og Jón
Sigurðsson frá Görðum á Grímsstaðaholti. Tveir hinir síðastnefndu
voru að fara upp í Andakíl til að girða Hreppsengi, sem Sigurður
faðir Jóns hafði á leigu, en efni til þeirrar girðingar ásamt timbri og
steinolíu voru á dekki bátsins.
Ferðin yfir Faxaflóa gekk vel en orðið var skuggsýnt þegar komið
var upp fyrir Akranes, enda liðið fram yfir dægramót. Mjög stór-
streymt var þetta kvöld og háflæði um kl. 19. Sumir skipverja vildu
sigla djúpleið inn fjörðinn, þ.e. miðfirðis, þar sem skipstjórinn væri
ekki með í för, en Jóhannes kaupmaður taldi hættulaust að sigla eystri
grunnleið, þ.e. með landi, þar sem nú væru misgöngin og mjög há-
sjávað, og réði hann því. Milli Belgsholts og Hafnar í Melasveit,
um það bil 300 metra frá landi er kúpt, klofið sker sem Klofningur
heitir, og stendur upp úr sjó nema í mestu flóðum. Þegar komið var
fast að liggjanda renndi Hegrinn á fullri ferð beint á Klofning og við
áreksturinn kom gat á kinnung bátsins, sem sökk þegar í stað en stóð
á kili og hallaðist að skerinu. Gerðist það í svo skjótri svipan, að Jóni
Sigurðssyni, sem hugðist binda saman fleka úr staurum á þilfarinu,
vannst ekki tími til að draga hníf upp úr vasa sínum. Voru aðeins
efri hlutar mastranna upp úr sjó. Björn og Jón Sigurðsson náðu að
klöngrast upp á skerið. enok og Ásmundur gátu klifrað upp í aftur-
mastrið og skorðað sig þar og Gísla tókst að festa sig við framm-
astrið. Jón Helgason skreið upp á stýrishúsið og hafðist þar við, en
Jóhannes kaupmaður og eyjólfur misstu handfestu, lentu í sjónum og
hurfu út í myrkrið. Köll þeirra þögnuðu fljótlega. Lík þeirra fundust
nálægt skerinu næsta dag. Hinir sex sem gátu skorðað sig hrópuðu
sem mest þeir máttu á hjálp í von um að það heyrðist til lands. Fólk
á Narfastöðum, Belgsholti, Melaleiti og Melum hafði heyrt vélahljóð
bátsins þegar hann fór inn fjörðinn. Systur tvær á Narfastöðum, Þóra