Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 181
181Borgfirðingabók 2012
dettur glóðarköggull út á gólf. Hún grípur hann með berum höndum
og kastar honum inn í eldstæðið. „Þessar lúkur eru ýmsu vanar og
brenna sig ekki við smámuni“.
Það er bætt í eldinn til að herða á suðunni. Á vélinni er svartur
pottpottur. Það hafa verið teknir mátulega margir hringir af vélinni,
svo að potturinn fer eins langt niður í eldstæðið og honum er ætlað og
leika logarnir vel um þann hluta hans. Þegar soðið hefur um stund í
pottinum, tekur Gunna pottkróka, krækir þeim í eyrun á pottinum, því
hann hefur bæði eyru og þrjá fætur. Nú fæ ég hlutverk. eitt það virðu-
legasta, sem ég hef fengið um dagana. „dísa mín, viltu taka hlemm-
inn af moðsuðunni“. Þvílíkt traust, ég sem hef ekki séð áður, hvernig
á að nota moðsuðu. Þetta var ekki stórt hlutverk, en ógleyman legt. Þá
kemur Gunna með sjóðheitan pottinn hangandi í pottkrókunum og
kemur honum fyrir í moðsuðunni og byrgir hana vel á eftir. Það var
kjöt í pottinum. Nú var hægt að setja upp grautarpottinn. Þá rak ég
augun í skeggbollann hans Árna. – Tjaldið fellur.
VI.
en þetta var góður skóli. Var ekki rígbundið við stundaskrá, í það
minnsta ekki fyrir sjö ára stelpu. Þá voru laugardagar ekki frídagar.
Mestu hvunndagsdagar vikunnar. Því ekki að taka upp svona skóla-
stofu aftur, jafnvel að vinna fleiri störf inni í henni, svo nemendur
gætu frá blautu barnsbeini kynnst ýmsum starfsgreinum. Þá færu ekki
allir í listir og lögfræði, sem eru nú þegar ofmannaðar. Listamenn
neyðast til að selja svikin verk, en um leið veita þeir lögfræðingum
atvinnu við að flækja málin, svo að hægt sé að taka þau upp, aftur og
aftur í nokkur ár. Þeim veitir ekki af, greyjunum.
eitt er víst, að þarna komst maður í snertingu við störfin. Nei,
þetta er ekki nógu fínt núna. Börn mundu fá sjónmengun í augun sín,
heyrnarskert af hávaða í rokkum.
en það væri hægt að veita þeim áfallahjálp.
VII.
Þar sem er formáli verður líka að vera eftirmáli.
Það var ekkert mál að hlaupa upp að „Brenni“. – Ég hef kosið að
nefna fólk og bæi þeim nöfnum, sem ég notaði í þá tíð. –
Þá voru stúlkur, smáar og stórar, í pilsum. Stelpur voru í stuttum
pilsum og urðu ullarsokkarnir þeirra að vera háir og haldið uppi með